1 00:00:05,000 --> 00:00:14,000 ALMA 2 00:00:15,000 --> 00:00:26,000 Í leit að uppruna okkar í alheiminum 3 00:00:36,500 --> 00:00:42,000 Hátt á hinni afskekktu Chajnantor hásléttu í Andesfjöllum Chile. 4 00:00:43,000 --> 00:00:45,000 Einu harðneskjulegasta umhverfi á Jörðinni. 5 00:00:45,500 --> 00:00:47,040 Innan um eldfjöll ... 6 00:00:47,459 --> 00:00:49,000 eyðimerkursléttur ... 7 00:00:49,200 --> 00:00:50,690 og napra vinda ... 8 00:00:51,000 --> 00:00:57,300 er ALMA — Atacama Large Millimeter/submillimeter Array — tilbúin. 9 00:01:07,000 --> 00:01:10,500 Stjörnufræðingar og vísindamenn frá öllum heimshornum 10 00:01:10,500 --> 00:01:15,000 hafa beðið í ofvæni eftir þessari stund í áratugi. 11 00:01:15,190 --> 00:01:19,430 ALMA er stærsta stjarnvísindaverkefni heims. 12 00:01:19,430 --> 00:01:22,620 En þetta er enginn venjulegur sjónauki. 13 00:01:22,620 --> 00:01:26,640 Í stað þess að safna og greina sýnilegt ljós 14 00:01:26,640 --> 00:01:31,400 skoðar hann gerólíkt og svo til ókannað svið rafsegulrófsins. 15 00:01:40,240 --> 00:01:43,100 Með því að opna nýjan glugga út í alheiminn, 16 00:01:43,500 --> 00:01:50,760 kannar ALMA eitt af síðustu ókönnuðu sviðum stjörnufræðinnar — hinn kalda og fjarlæga alheim. 17 00:01:53,000 --> 00:01:58,950 Allt í leit að svörum við sumum af okkar dýpstu spurningum um uppruna okkar í alheiminum. 18 00:01:58,950 --> 00:02:01,600 Hvernig verða stjörnur og reikistjörnur til? 19 00:02:01,600 --> 00:02:04,490 Hvernig mynduðust fyrstu vetrarbrautirnar? 20 00:02:07,000 --> 00:02:10,979 Chajnantor hásléttan í norðurhluta Chile. 21 00:02:12,000 --> 00:02:17,640 Þrátt fyrir að vera í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli 22 00:02:17,640 --> 00:02:20,220 hefur ALMA blómstrað. 23 00:02:20,220 --> 00:02:23,000 Undanfarin ár 24 00:02:23,000 --> 00:02:27,740 hefur meira en 50 loftnetum við komið fyrir á þessa hálægu eyðimerkursléttu. 25 00:02:29,060 --> 00:02:34,230 ALMA er einstakur risasjónauki, smíðaður í samstarfi 26 00:02:34,230 --> 00:02:39,800 Evrópu, Norður Ameríku og austur Asíu í samvinnu við Chile. 27 00:02:41,320 --> 00:02:46,000 Sextíu og sex hágæða loftnet munu kanna alheiminn 28 00:02:46,000 --> 00:02:49,160 á millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdum 29 00:02:50,500 --> 00:02:54,380 — þúsund sinnum lengri bylgjulengdir en augað nemur. 30 00:02:55,920 --> 00:02:59,220 Þetta ljós berst okkur frá sumum af köldustu 31 00:02:59,220 --> 00:03:02,780 og fjarlægustu fyrirbærum alheims. 32 00:03:04,160 --> 00:03:06,970 Vatnsgufa í lofthjúpi Jarðar gleypir 33 00:03:06,970 --> 00:03:09,480 þetta daufa hvískur utan úr hinum dulda alheimi, 34 00:03:09,480 --> 00:03:15,500 svo til að safna því verðum við að fara á mjög háan og þurran stað 35 00:03:15,500 --> 00:03:18,680 — eins og Chajnantor. 36 00:03:24,610 --> 00:03:26,270 ALMA verður til 37 00:03:26,720 --> 00:03:30,550 Uppruna ALMA verkefnisins má rekja áratugi aftur í tímann. 38 00:03:31,000 --> 00:03:35,090 Vísindamenn frá Evrópu, Norður Ameríku og austur Asíu 39 00:03:35,090 --> 00:03:39,490 þróuðu þrjár mismunandi hugmyndir um nýja, stóra sjónauka 40 00:03:39,490 --> 00:03:42,920 fyrir millímetra- og hálfsmillímetra mælingar. 41 00:03:43,670 --> 00:03:47,680 Að lokum urðu þessar hugmyndir að einni. 42 00:03:48,760 --> 00:03:53,080 Stór vísindaverkefni krefjast hnattræns samstarfs. 43 00:03:53,080 --> 00:03:57,920 Saman geta þjóðirnar afrekað það sem þær gætu ekki einar. 44 00:03:59,360 --> 00:04:03,960 Heildin er betri en summa hlutanna. 45 00:04:04,290 --> 00:04:08,110 ALMA verkefnið varð til! 46 00:04:11,000 --> 00:04:14,760 Að finna réttan stað 47 00:04:20,279 --> 00:04:22,940 Finna þurfti heimili fyrir þennan nýja sjónauka 48 00:04:22,940 --> 00:04:26,520 og augu manna beindust að Chajnantor. 49 00:04:26,870 --> 00:04:31,600 Allir þættir staðarins, allt frá stjarnfræðilegum til veðurfræðilegra, 50 00:04:31,600 --> 00:04:35,720 voru kannaðir ítarlega og daglegar mælingar á lofthjúpnum gerðar. 51 00:04:35,840 --> 00:04:42,440 Niðurstaðan: Chajnantor var fullkominn staður fyrir ALMA. 52 00:04:46,640 --> 00:04:50,300 Brautin rudd 53 00:04:51,500 --> 00:04:55,910 Smíði hófst árið 2003 þegar brautin var rudd 54 00:04:55,910 --> 00:04:58,770 að starfsstöð ALMA. 55 00:05:06,920 --> 00:05:11,670 Hér í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli eru aðstæður 56 00:05:11,670 --> 00:05:14,620 harðneskjulegar og mjög krefjandi. 57 00:05:16,860 --> 00:05:19,400 Sterkir vindar. 58 00:05:20,420 --> 00:05:22,880 Lágur lofthiti. 59 00:05:23,680 --> 00:05:26,540 Mikil útfjólublá geislun. 60 00:05:27,040 --> 00:05:30,080 Og loftið örþunnt. 61 00:05:30,680 --> 00:05:35,290 Svo þunnt að starfsfólkið hér þurfti aukasúrefni 62 00:05:35,290 --> 00:05:38,760 og ganga í gegnum strangar læknisskoðanir. 63 00:05:41,880 --> 00:05:46,460 Tækin smíðuð 64 00:05:48,360 --> 00:05:51,440 Framleiðslu á loftnetum ALMA var deilt 65 00:05:51,440 --> 00:05:53,680 á milli hinna þriggja aðstandenda ALMA. 66 00:05:55,140 --> 00:05:59,540 Þrjár frumgerðir voru prófaðar á prófunarstað ALMA 67 00:05:59,540 --> 00:06:03,440 hjá Very Large Array í Bandaríkjunum. 68 00:06:05,030 --> 00:06:10,900 Loftnetin 66 á hásléttunni eru ómissandi hlutar af ALMA. 69 00:06:12,240 --> 00:06:17,410 Loftnetin safna daufu millímetra geisluninni utan úr geimnum. 70 00:06:17,480 --> 00:06:21,070 Þetta eru fyrsta flokks loftnet. 71 00:06:22,740 --> 00:06:28,400 Ójöfnur á yfirborðum þeirra eru minni en sem nemur þykkt pappírsarkar. 72 00:06:30,170 --> 00:06:37,360 Þau er hægt að hreyfa nógu nákvæmlega til að nema golfkúlu í 15 kílómetra fjarlægð. 73 00:06:39,760 --> 00:06:45,320 Og þau þurfa að standast náttúruöflin á Chajnantor! 74 00:06:58,470 --> 00:07:03,700 Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli lagði til tuttugu og fimm loftnet 75 00:07:04,150 --> 00:07:08,220 National Radio Astronomy Observatory í Bandaríkjunum önnur 25 76 00:07:08,220 --> 00:07:13,800 og 16 komu frá National Astronomical Observatory of Japan. 77 00:07:20,520 --> 00:07:22,620 Viðleitnin var sannarlega hnattræn 78 00:07:22,620 --> 00:07:27,700 því mismunandi hlutar loftnetanna voru smíðaðir á nokkrum stöðum í heiminum, 79 00:07:27,700 --> 00:07:30,700 send til Chile til samsetningar 80 00:07:44,360 --> 00:07:47,780 og síðan prófuð í þjónustumiðstöðinni 81 00:07:47,780 --> 00:07:51,600 þar sem þau voru búin undir fyrstu mælingar á himinhvolfinu. 82 00:07:55,790 --> 00:07:58,420 Fyrstu loftnetin tengd saman 83 00:07:59,950 --> 00:08:04,930 Fyrsta loftnet ALMA var samþykkt og skömmu síðar 84 00:08:04,930 --> 00:08:08,750 tókst að tengja tvö loftnet saman. 85 00:08:12,120 --> 00:08:16,410 Nemar í hverju loftneti skrásetja fínustu blæbrigði 86 00:08:16,410 --> 00:08:19,710 daufu merkjanna sem loftnetin safna. 87 00:08:21,600 --> 00:08:25,040 Nemarnir eru þeir næmustu sinnar tegundar 88 00:08:25,040 --> 00:08:27,520 og eru kældir með helíumgasi 89 00:08:27,520 --> 00:08:31,280 niður í aðeins fjórar gráður yfir alkul. 90 00:08:34,890 --> 00:08:37,100 Nýjum hæðum náð 91 00:08:41,470 --> 00:08:44,750 Fyrstu tilbúnu loftnetin eru á leið 92 00:08:44,750 --> 00:08:46,840 upp í stjórnstöð raðarinnar. 93 00:08:48,160 --> 00:08:52,500 Tveir sérsmíðaðir flutningabílar — Otto og Lore — 94 00:08:52,500 --> 00:08:55,740 flytja 100 tonna loftnetin til og frá. 95 00:08:56,440 --> 00:08:59,580 Otto ekur varfærnislega upp hlykkjóttan veginn 96 00:08:59,580 --> 00:09:02,210 og flytur hátækniloftnetið upp 97 00:09:02,210 --> 00:09:05,000 á hásléttuna. 98 00:09:06,260 --> 00:09:10,400 Í kjölfar þessa fyrsta loftnetsins komu fljótlega mörg önnur. 99 00:09:14,220 --> 00:09:16,340 Að standast væntingar 100 00:09:18,240 --> 00:09:21,550 Fyrstu athuganirnar með tveimur og síðan þremur 101 00:09:21,550 --> 00:09:23,900 loftnetum í einu voru gerðar. 102 00:09:24,950 --> 00:09:27,480 Þetta var lykilpróf fyrir ALMA röðina. 103 00:09:28,580 --> 00:09:31,400 Og öll stóðust það með glæsibrag! 104 00:09:35,230 --> 00:09:38,030 Millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir 105 00:09:38,030 --> 00:09:41,750 gefa stjörnufræðingum einstaka sýn á alheiminn. 106 00:09:42,540 --> 00:09:45,780 En til að fá þá skerpu sem stjörnufræðingar krefjast, 107 00:09:45,780 --> 00:09:48,890 þyrfti stakur sjónauki að vera 108 00:09:48,890 --> 00:09:52,890 nokkrir kílómetrar í þvermál og ógjörlegt að smíða! 109 00:09:53,200 --> 00:09:57,250 Þess í stað notar ALMA 66 aðskilin loftnet 110 00:09:57,250 --> 00:09:59,720 sem hægt er að dreifa yfir sléttuna 111 00:09:59,720 --> 00:10:03,700 með allt að 16 kílómetra hámarksbili. 112 00:10:04,520 --> 00:10:08,210 Loftnetin eru tengd saman og merkin sem þau nema sameinuð. 113 00:10:08,510 --> 00:10:13,960 Afraksturinn er einn risasjónauki, jafnstór röðinni allri, 114 00:10:13,960 --> 00:10:19,500 með meiri næmni og upplausn en áður hefur þekkst. 115 00:10:24,200 --> 00:10:27,080 Að skilja þessi samtvinnuðu merki 116 00:10:27,080 --> 00:10:31,440 krefst hjálpar hálægustu ofurtölvu heims. 117 00:10:32,180 --> 00:10:35,040 Með 134 milljónir örgjörva 118 00:10:35,040 --> 00:10:39,400 sem gera 17 billjarða útreikninga á sekúndu 119 00:10:39,400 --> 00:10:42,860 — jafn marga og öflugasta ofurtölva í heiminum — 120 00:10:42,920 --> 00:10:45,840 sameinar ALMA ofurtölvan á Chajnantor 121 00:10:45,840 --> 00:10:50,150 og ber saman merkin frá öllum loftnetunum. 122 00:10:56,430 --> 00:11:00,110 Þegar sífellt fleiri loftnet bætast við á Chajnantor, 123 00:11:00,110 --> 00:11:05,270 tekur þjónustumiðstöðin, stjórnstöð stjörnustöðvarinnar, 124 00:11:05,270 --> 00:11:11,840 á sig mynd í aðeins þægilegri hæð eða 2.900 metra yfir sjávarmáli. 125 00:11:13,000 --> 00:11:15,960 Staðurinn er iðandi af fólki allan sólarhringinn 126 00:11:15,960 --> 00:11:18,260 sem stjórnar sjónaukanum, 127 00:11:18,260 --> 00:11:22,430 sér um prófanir og viðhald á loftnetum og öðrum búnaði. 128 00:11:23,590 --> 00:11:25,880 Og er híbýli starfsfólks ALMA 129 00:11:25,880 --> 00:11:29,550 á dag- og næturvöktum í stjörnustöðinni. 130 00:11:39,230 --> 00:11:41,670 Skrifstofurnar í Santiago 131 00:11:44,040 --> 00:11:46,840 Í Santiago, höfuðborg gestaþjóðarinnar Chile 132 00:11:46,840 --> 00:11:50,760 voru byggðar aðalskrifstofur ALMA. 133 00:11:53,470 --> 00:11:57,200 Hér starfa tæknimenn, vísindamenn og stjórnendur 134 00:11:57,200 --> 00:12:00,450 sameiginlegrar skrifstofu ALMA. 135 00:12:09,670 --> 00:12:11,560 Sýnt fram á yfirburði 136 00:12:14,320 --> 00:12:17,280 Áður en smíði sjónaukans lauk 137 00:12:17,280 --> 00:12:20,630 hófust fyrstu mælingar 138 00:12:20,630 --> 00:12:23,120 með hluta loftnetanna. 139 00:12:24,480 --> 00:12:27,400 ALMA hafði opnað augun! 140 00:12:33,430 --> 00:12:36,220 Mörg þúsund vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, 141 00:12:36,220 --> 00:12:41,200 kepptust um að vera á meðal fárra útvalinna sem fengju að nota sjónaukann fyrst. 142 00:12:43,560 --> 00:12:46,230 Þótt loftnetin væru að 16 talsins 143 00:12:46,230 --> 00:12:51,000 var ALMA þegar orðinn öflugasti sjónauki sinnar tegundar. 144 00:12:57,610 --> 00:13:02,240 Fyrstu mælingar uppfylltu vonir og væntingar allra. 145 00:13:06,120 --> 00:13:08,020 Loftnetsvetrarbrautirnar, 146 00:13:08,020 --> 00:13:12,550 tvær mjög bjagaðar vetrarbrautir að rekast saman. 147 00:13:13,640 --> 00:13:17,070 Í sýnilegu ljósi sjáum við stjörnurnar í vetrarbrautunum 148 00:13:17,070 --> 00:13:21,600 en ALMA sýnir köldu, þéttu gasskýin 149 00:13:21,600 --> 00:13:24,660 sem nýjar stjörnur myndast úr. 150 00:13:30,320 --> 00:13:35,430 Hjarta vetrarbrautarinnar Centaurus A. 151 00:13:35,430 --> 00:13:41,040 ALMA skyggnist í gegnum ógegnsæjar rykslæður sem hylja miðjuna. 152 00:13:45,960 --> 00:13:50,460 Mynd af nálægri stjörnu, Fomalhaut, veitir vísbendingar 153 00:13:50,460 --> 00:13:53,880 um myndun og þróun sólkerfa. 154 00:13:57,400 --> 00:14:01,610 Geimryk sem fannst umhverfis brúnan dverg 155 00:14:01,610 --> 00:14:03,450 bendir til þess að bergreikistjörnur 156 00:14:03,450 --> 00:14:07,220 gætu jafnvel verið mun algengari í alheiminum en við töldum. 157 00:14:11,180 --> 00:14:14,320 Sykursameindir fundust í kringum unga 158 00:14:14,320 --> 00:14:16,790 stjörnu á borð við sólina í fyrsta sinn: 159 00:14:16,790 --> 00:14:20,720 Byggingareiningar lífs á réttum stað, á réttum tíma 160 00:14:20,720 --> 00:14:24,800 til að vera hlutar af nýjum reikistjörnum í mótun umhverfis stjörnuna. 161 00:14:29,330 --> 00:14:35,780 Óvænt þyrilbygging í efninu í kringum öldnu stjörnuna R Sculptoris 162 00:14:35,780 --> 00:14:39,480 opinberar leyndardóma deyjandi stjörnu. 163 00:14:44,740 --> 00:14:46,950 Miklir straumar úr gasi 164 00:14:46,950 --> 00:14:48,480 flæða yfir geil 165 00:14:48,480 --> 00:14:52,140 í efnisskífunni í kringum unga stjörnu. 166 00:14:52,140 --> 00:14:55,200 Lykilstig í myndun risareikistjarna 167 00:14:55,200 --> 00:14:58,120 séð í fyrsta sinn. 168 00:14:58,120 --> 00:15:02,800 Og allt þetta áður en röðin var fullkláruð! 169 00:15:05,240 --> 00:15:07,520 Í átt að nýjum sjóndeildarhring 170 00:15:10,270 --> 00:15:13,830 Vígsla ALMA markar tilkomu sjónaukans. 171 00:15:13,830 --> 00:15:16,340 Ferðin hefur verið löng. 172 00:15:16,340 --> 00:15:18,670 ALMA hefur vaxið úr hugmynd 173 00:15:18,670 --> 00:15:20,520 í verkefni í smíðum 174 00:15:20,520 --> 00:15:22,960 yfir í fullstarfhæfa stjörnustöð 175 00:15:22,960 --> 00:15:27,600 og sannarlega í hnattrænt vísindasamstarf. 176 00:15:36,750 --> 00:15:40,730 Í kyrrlátri en afskekktri fegurð Atacamaeyðimerkurinnar í Chile 177 00:15:40,730 --> 00:15:43,220 er ALMA tiilbúin fyrir framtíðina. 178 00:15:43,830 --> 00:15:46,440 Með þessum stórkostlega sjónauka 179 00:15:46,440 --> 00:15:49,440 munu stjörnufræðingar um allan heim skyggnast dýpra 180 00:15:49,440 --> 00:15:52,600 inn í falda leyndardóma alheimsins. 181 00:15:53,040 --> 00:15:58,160 Í leit að uppruna okkar í alheiminum! 182 00:16:03,680 --> 00:16:09,720 ALMA 183 00:16:18,240 --> 00:16:22,840 Til allra þeirra sem drifnir eru áfram af forvitninni til að spyrja stærstu spurninganna. 184 00:16:23,480 --> 00:16:28,930 Handrit: ESO; þýðing: Sævar Helgi Bragason