1 00:00:04,000 --> 00:00:09,000 Þetta er ESOcast! Vísindi í fremstu röð og lífið 2 00:00:09,000 --> 00:00:15,000 á bak við tjöldin hjá ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. 3 00:00:29,000 --> 00:00:35,000 Þann 25. maí 1998, var fyrsti af VLT sjónaukunum fjórum tekinn í notkun. 4 00:00:36,000 --> 00:00:40,000 Á þeim 15 árum sem liðin eru hefur Very Large Telescope kannað alheiminn 5 00:00:41,000 --> 00:00:45,000 í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Hér eru nokkrar af eftirlætis myndunum okkar. 6 00:00:46,000 --> 00:00:50,000 Þessi glæsilega mynd af stórri þyrilvetrarbraut var tekin 21. september 1998. 7 00:00:50,000 --> 00:00:53,000 Hún er ein af fyrstu myndum VLT. 8 00:00:54,000 --> 00:00:57,000 Þessi innrauða mynd af stjörnumyndunarsvæði sýndi fram á að lágmassastjörnur eins og sólin 9 00:00:57,000 --> 00:01:00,000 geta myndast í öflugum stjörnumyndunarhrinum. 10 00:01:01,000 --> 00:01:07,000 Fræg þyrilvetrarbraut sem líkist Mexíkóahatti og skýrir nafngiftina. 11 00:01:08,000 --> 00:01:14,000 Þessi mynd í innrauðu/sýnilegu ljósi sýnir það sem er falið á bak við þykkt rykský. 12 00:01:16,000 --> 00:01:19,000 Samsetning 81 ljósmyndar VLT af Sverðþokunni í Óríon, 13 00:01:19,000 --> 00:01:22,000 tilþrifamiklu og nálægu stjörnumyndunarsvæði. 14 00:01:23,000 --> 00:01:26,000 VLT skyggndist inn í „Stólpa sköpunarinnar“ 15 00:01:26,000 --> 00:01:29,000 með innrauða mælitækinu ISAAC. 16 00:01:30,000 --> 00:01:34,000 Kenjótt skuggaþoka mynduð úr gasi og ryki sem er að hrynja saman 17 00:01:34,000 --> 00:01:37,000 og er lýst upp af nálægri stjörnu. 18 00:01:38,000 --> 00:01:44,000 Ein skarpasta mynd sem tekin hefur verið frá Jörðinni af Satúrnusi. 19 00:01:44,000 --> 00:01:48,000 Dularfull þoka, mótuð af sterkri geislun 20 00:01:48,000 --> 00:01:52,000 frá einni heitustu stjörnu sem vitað er um. 21 00:01:53,000 --> 00:01:56,000 Fullkomin þyrilvetrarbraut 22 00:01:56,000 --> 00:01:59,000 með vel afmarkaðann bjálka í miðjunni og langa þyrilarma. 23 00:02:00,000 --> 00:02:03,000 VLT tók fyrstu myndina af reikistjörnu fyrir utan sólkerfið okkar. 24 00:02:03,000 --> 00:02:06,000 Rauði bletturinn er reikistjarna á braut um brúnan dverg. 25 00:02:08,000 --> 00:02:14,000 Smáatriði í þyrilvetrarbraut með haukfránni sjón VLT. 26 00:02:15,000 --> 00:02:18,000 Mjög virk stjörnumyndunarvetrarbraut. 27 00:02:18,000 --> 00:02:21,000 Hvítu blettirnir í hringnum eru stjörnumyndunarsvæði. 28 00:02:23,000 --> 00:02:26,000 Dularfull vetrarbraut sem gæti hafa gleypt smærri nágranna sinn. 29 00:02:26,000 --> 00:02:29,000 Mörg þúsund nýjar stjörnur myndast innan í henni. 30 00:02:30,000 --> 00:02:36,000 Þessi „fugl“ í geimnum er afleiðing samruna þriggja vetrarbrauta. 31 00:02:38,000 --> 00:02:41,000 Djúpmynd VLT af litlu og fjarlægu svæði í alheiminum 32 00:02:41,000 --> 00:02:44,000 er eins og að kafa ofan í sundlaug sem er full af litríkum mynstrum. 33 00:02:45,000 --> 00:02:48,000 Þökk sé VLT hafa stjörnufræðingar opinberað leyndardóma risasvartholsins 34 00:02:48,000 --> 00:02:52,000 sem lúrir í miðju Vetrarbrautarinnar. 35 00:02:52,000 --> 00:02:55,000 Stjarna 100 sinnum stærri en sólin 36 00:02:55,000 --> 00:02:58,000 sést á þessari hnífskörpu mynd frá VLT víxlmælinum. 37 00:02:59,000 --> 00:03:02,000 Falleg stjörnuþyrping ljósmynduð á örfáum sekúndum 38 00:03:02,000 --> 00:03:05,000 þökk sé stórum safnspegli VLT. 39 00:03:07,000 --> 00:03:13,000 Verksmiðja sem myndar ört stjörnur úr gas- og rykskýjum. 40 00:03:15,000 --> 00:03:18,000 Risavaxið stjörnumyndunarsvæði þar sem gas- og rykský 41 00:03:18,000 --> 00:03:21,000 lýsast upp af orkuríkri geislun frá heitum, ungum stjörnum. 42 00:03:22,000 --> 00:03:25,000 Risaárekstur nokkurra vetrarbrautaþyrpinga 43 00:03:25,000 --> 00:03:28,000 þar sem alls kyns furðufyrirbæri koma fram. 44 00:03:29,000 --> 00:03:32,000 Stjörnuvindar frá ungum stjörnum móta tignarleg mynstur 45 00:03:32,000 --> 00:03:35,000 í gas- og rykskýjunum sem þær fæddust í. 46 00:03:36,000 --> 00:03:39,000 Vetrarbrautapar í 50 milljón ljósára fjarlægð. 47 00:03:39,000 --> 00:03:42,000 Þær sýnast nálægt hver annarri en 100.000 ljósár skilja á milli. 48 00:03:44,000 --> 00:03:47,000 Á þessari mynd sést miðja stjörnumyndunarsvæðis 49 00:03:47,000 --> 00:03:50,000 í ótrúlegum smáatriðum. 50 00:03:50,000 --> 00:03:53,000 Þessi hnífskarpa innrauða ljósmynd VLT gerði stjörnufræðingum kleift 51 00:03:53,000 --> 00:03:57,000 að finna mörg óþekkt fyrirbæri í einu nálægasta stjörnumyndunarsvæðinu við Jörðina. 52 00:03:59,000 --> 00:04:02,000 Almenningur kaus að taka mynd af þessu fyrirbæri með VLT 53 00:04:02,000 --> 00:04:05,000 í samkeppni sem haldin var til að fagna 50 ára afmæli ESO. 54 00:04:06,000 --> 00:04:09,000 Deyjandi stjarna varpar ytri hlutum lofthjúpsins út í geiminn 55 00:04:09,000 --> 00:04:12,000 áður en ævi hennar er á enda. 56 00:04:13,000 --> 00:04:16,000 Svörtu klessurnar fyrir framan þennan bleikglóandi gasbakgrunn eru kallaðar Bok-hnoðrar. 57 00:04:16,000 --> 00:04:18,000 Öflug geislun frá heitum ungum stjörnum í kring mótar þá. 58 00:04:18,000 --> 00:04:22,000 Til hamingju með 15 ára afmælið VLT! 59 00:04:22,000 --> 00:04:25,000 ESOcast er framleitt af ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. 60 00:04:25,000 --> 00:04:28,000 ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, eru fremstu fjölþjóðlegu stjarnvísindasamtök heims, 61 00:04:28,000 --> 00:04:31,000 sem hanna, smíða og starfrækja þróuðustu stjörnusjónauka veraldar.