1 00:00:05,670 --> 00:00:10,430 Undanfarna tvo áratugi hafa stjörnufræðingar gert byltingarkennda uppgötvun: 2 00:00:10,430 --> 00:00:16,149 Alheimurinn er ekki aðeins að þenjast út heldur þenst hann út með sívaxandi hraða. 3 00:00:16,149 --> 00:00:19,410 Fyrir þessa uppgötvun á auknum útþensluhraða alheims 4 00:00:19,410 --> 00:00:24,500 voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2011 veitt. 5 00:00:29,070 --> 00:00:30,700 Þetta er ESOcast! 6 00:00:30,700 --> 00:00:33,630 Vísindi í fremstu röð og lífið á bakvið tjöldin hjá ESO 7 00:00:33,630 --> 00:00:35,620 European Southern Observatory, 8 00:00:35,620 --> 00:00:42,640 könnun á undrum alheimsins með þáttarstjórnandanum Dr. J, sem einnig er þekktur sem Dr. Joe Liske 9 00:00:46,500 --> 00:00:47,920 Komið þið sæl og verið velkomin í ESOcast. 10 00:00:47,920 --> 00:00:49,510 Í þessum þætti 11 00:00:49,510 --> 00:00:51,500 munum við skoða hvernig stjörnufræðingar hafa komist að því 12 00:00:51,640 --> 00:00:54,920 að útþensla alheimsins fer sívaxandi 13 00:00:55,260 --> 00:01:00,090 og hvers vegna sú uppgötvun er ekki aðeins mikilvæg fyrir skilning okkar á alheiminum, 14 00:01:00,090 --> 00:01:02,360 heldur fyrir eðlisfræðina í heild sinni. 15 00:01:02,360 --> 00:01:07,690 Fyrir þessa tímamótauppgötvun voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði veitt árið 2011 16 00:01:07,690 --> 00:01:09,890 og mælingar með sjónaukum ESO í Chile 17 00:01:09,890 --> 00:01:13,310 léku þar veigamikið hlutverk. 18 00:01:19,650 --> 00:01:24,940 Alheimurinn sem við búum í varð til í Miklahvelli fyrir um 13,7 milljörðum ára. 19 00:01:26,000 --> 00:01:28,840 Æ síðan hefur alheimurinn þanist út. 20 00:01:28,840 --> 00:01:30,190 Og um árabil hafa stjörnufræðingar 21 00:01:30,190 --> 00:01:34,130 viljað vita meira um eðli útþenslunnar. 22 00:01:34,130 --> 00:01:37,430 Lengi vel voru tvær meginhugmyndir á lofti: 23 00:01:37,430 --> 00:01:42,400 Annað hvort hægði útþenslan smám saman á sér og stöðvaðist að lokum 24 00:01:42,400 --> 00:01:46,770 og síðan félli alheimurinn saman á ný í átt að „Miklahruni“. 25 00:01:47,770 --> 00:01:50,680 Eða kannski þendist alheimurinn út að eilífu. 26 00:01:53,380 --> 00:01:54,850 En hvernig gætu stjörnufræðingar fundið út 27 00:01:54,850 --> 00:01:58,250 hvor hugmyndin væri rétt? 28 00:01:58,250 --> 00:02:00,950 Einfaldasta leiðin til þess 29 00:02:00,950 --> 00:02:04,920 er að mæla nákvæmlega fjarlægðir til mjög fjarlægra vetrarbrauta 30 00:02:04,920 --> 00:02:09,130 og bera mælingarnar síðan saman við spár beggja hugmynda 31 00:02:09,130 --> 00:02:11,000 um þessar tilteknu vetrarbrautir. 32 00:02:11,000 --> 00:02:15,000 Samanburðurinn á mælingum og spánum segði okkur til um 33 00:02:15,000 --> 00:02:17,250 hvor hugmyndin er rétt. 34 00:02:17,250 --> 00:02:18,930 En hvernig virkar þetta? 35 00:02:18,930 --> 00:02:24,200 Hvernig geta stjörnufræðingar mælt nákvæmlega slíkar órafjarlægðir í geimnum? 36 00:02:24,200 --> 00:02:29,320 Þar leika sprengistjörnur lykilhlutverk. 37 00:02:34,250 --> 00:02:38,760 Sprengistjörnur eru sjaldséð stjarnfræðileg fyrirbæri. 38 00:02:39,330 --> 00:02:43,300 Til er ákveðin tegund sprengistjörnu sem kallast gerð Ia 39 00:02:43,300 --> 00:02:47,130 sem hentar ákaflega vel til fjarlægðamælinga í geimnum. 40 00:02:49,160 --> 00:02:50,800 Þessar sprengistjörnur eru mjög bjartar 41 00:02:50,800 --> 00:02:54,540 sem þýðir að þær sjást jafnvel í mjög fjarlægum vetrarbrautum. 42 00:02:54,540 --> 00:02:58,210 Og það sem meira er, er reyndarbirta þeirra alltaf sú sama 43 00:02:58,610 --> 00:03:00,500 svo hægt er að reikna út fjarlægðirnar til þeirra 44 00:03:00,540 --> 00:03:02,970 út frá því hversu bjartar þær sýnast frá jörðinni. 45 00:03:05,690 --> 00:03:08,800 Í kringum 1990 hófu tveir aðskildir rannsóknarhópar 46 00:03:08,800 --> 00:03:12,230 að gera nákvæmar mælingar á þessum sprengistjörnum. 47 00:03:12,230 --> 00:03:13,350 Í mælingar sínar 48 00:03:13,350 --> 00:03:18,480 notuðu stjörnufræðingar til dæmis sjónauka ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile. 49 00:03:20,040 --> 00:03:23,270 Um miðjan tíunda áratuginn voru mælingar á fjarlægum sprengistjörnum 50 00:03:23,270 --> 00:03:26,290 mjög erfiðar en líka mjög spennandi. 51 00:03:26,290 --> 00:03:30,810 Við hjá ESO notuðum 3,6 metra, NTT og 1,5 metra sjónaukana 52 00:03:30,810 --> 00:03:33,600 til að mæla sprengistjörnur með hátt rauðvik 53 00:03:33,600 --> 00:03:36,530 sem höfðu fundist með sjónauka í Tololo stjörnustöðinni sem er skammt frá. 54 00:03:36,670 --> 00:03:39,100 Í þá daga, fyrir 15 árum síðan, 55 00:03:39,100 --> 00:03:42,000 töldum við bókstaflega hverja einustu ljóseind 56 00:03:42,000 --> 00:03:45,770 sem er skemmtileg tilraun að taka þátt í einmitt vegna þess hve hún var krefjandi. 57 00:03:46,300 --> 00:03:49,660 Í þessu sambandi er mikilvægt að átta sig á 58 00:03:49,660 --> 00:03:52,430 að við ætluðum okkur alls ekkert að komast að sívaxandi útþenslu alheimsins 59 00:03:52,430 --> 00:03:56,050 en að fylgjast með nýrri heimsmynd eðlisfræðinnar verða til 60 00:03:56,050 --> 00:03:59,790 hefur að sjálfsögðu verið mjög áhugavert og stórskemmtilegt. 61 00:04:01,700 --> 00:04:04,460 Um leið og við sáum að sprengistjörnurnar voru of langt í burtu 62 00:04:04,460 --> 00:04:07,970 miðað við alheim þar sem þyngdarkrafturinn réði ríkjum 63 00:04:07,970 --> 00:04:10,170 urðum við að gera mælingarnar aftur. 64 00:04:10,170 --> 00:04:13,770 Sú aukna útþensluhröðun sem við mældum með fyrsta sprengistjörnuúrtakinu 65 00:04:13,770 --> 00:04:18,500 leiddi fljótt til nýrrar stærðar í heimsfræði: 66 00:04:18,500 --> 00:04:19,649 Hulduorku. 67 00:04:19,649 --> 00:04:21,430 Við urðum að staðfesta þá niðurstöðu. 68 00:04:21,430 --> 00:04:26,750 Við óskuðum þá eftir tíma í VLT eins og aðrir hópar 69 00:04:29,000 --> 00:04:33,020 til að staðfesta mælingar okkar með betri gögnum frá stærri sjónauka 70 00:04:33,020 --> 00:04:36,780 og til að fá betra úrtak af sprengistjörnum. 71 00:04:38,620 --> 00:04:41,350 Þessi uppgötvun á auknum útþensluhraða alheimsins 72 00:04:41,350 --> 00:04:45,450 er ein sú óvæntasta og mikilvægasta sem gerð hefur verið síðustu áratugi. 73 00:04:45,450 --> 00:04:49,210 Hún var mjög óvænt því fram til þessa 74 00:04:49,210 --> 00:04:53,940 trúðu allir að útþensla alheimsins hlyti að hægja á sér 75 00:04:53,940 --> 00:04:58,500 vegna þyngdartogs alls efnis í alheiminum. 76 00:04:59,000 --> 00:05:03,530 En í ljós kom að alheimurinn er miklu áhugaverðari en svo. 77 00:05:03,530 --> 00:05:06,880 En hvers vegna er þessi aukna útþensla svona mikilvæg? 78 00:05:06,880 --> 00:05:12,450 Vegna þess að tvær mögulegar skýringar eru á aukinni útþenslu: 79 00:05:12,450 --> 00:05:14,820 Fyrri útskýringin er sú 80 00:05:14,820 --> 00:05:20,890 að nærri 3/4 hlutar alheims samanstandi af þessari dularfullu hulduorku. 81 00:05:20,890 --> 00:05:25,500 Hulduorka er dularfull vegna þess að hún veitir neikvæðan þrýsting. 82 00:05:25,700 --> 00:05:27,960 Býsna furðulegt. 83 00:05:27,960 --> 00:05:30,500 Hin skýringin er sú 84 00:05:30,500 --> 00:05:33,320 að eitthvað amar að skilningi okkar á þyngdarkraftinum. 85 00:05:33,320 --> 00:05:38,940 Með öðrum orðum er almenna afstæðiskenning Einsteins kannski ekki alveg kórrétt. 86 00:05:38,940 --> 00:05:40,820 Hver sú sem skýringin er 87 00:05:40,820 --> 00:05:43,800 stöndum við andspænis glænýrri eðlisfræði 88 00:05:43,800 --> 00:05:46,800 og þess vegna er þetta svona mikilvægt 89 00:05:46,800 --> 00:05:51,710 og ástæða þess að uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2011. 90 00:05:51,710 --> 00:05:55,130 Þetta er Dr. J sem kveður fyrir hönd ESOcast. 91 00:05:55,130 --> 00:05:58,610 Fylgstu aftur með nýjum stjarnfræðilegum ævintýrum í næsta þætti. 92 00:06:00,790 --> 00:06:04,000 ESOcast er framleitt af ESO, European Southern Observatory. 93 00:06:04,530 --> 00:06:05,500 ESO, European Southern Observatory, 94 00:06:05,500 --> 00:06:08,000 eru fremstu fjölþjóðlegu stjarnvísindasamtök heims 95 00:06:08,000 --> 00:06:10,500 sem hannar, smíðar og starfrækir öflugustu stjörnustöðvar veraldar. 96 00:06:13,000 --> 00:06:18,140 Handrit: ESO; þýðing: Sævar Helgi Bragason 97 00:06:29,700 --> 00:06:32,500 Nú þegar þú hefur fylgst með því nýjasta frá ESO 98 00:06:34,000 --> 00:06:38,000 skaltu hverfa út í geim með Hubble. 99 00:06:40,780 --> 00:06:42,660 Í Hubblecast er fjallað um nýjust uppgötvanir 100 00:06:42,660 --> 00:06:46,860 frægasta geimsjónauka í heimi, 101 00:06:49,640 --> 00:06:53,050 Hubble geimsjónauka NASA og ESA.