Tilkynningar 2012

ann12100-is — Tilkynning
Fylgst með þvergöngu Venusar í tunglskininu
14. desember 2012: Þann 6. júní 2012 gekk Venus fyrir sólina frá jörðu séð og birtist sem svartur blettur á skífu sólar. Næst sést þverganga Venusar ekki fyrr en 5. desember 2117. Þverganga þessa árs sást ekki frá stjörnustöðvum Chile því sólin var undir sjóndeildarhring. Þrátt fyrir það nýtti hópur ítalskra stjörnufræðinga undir forystu Paolo Molaro við Instututo Nazionale di Astrofisica við Trieste háskóla, tækifærið og gerði óvenjulega og krefjandi tilraun með því að skoða sólarljósið sem endurkastaðist af tunglinu, til að sjá hvernig það breyttist á meðan þvergangan stóð yfir. Mælingarnar voru gerðar með High Accuracy Radial Velocity Planet Searcher (HARPS) litrófsritanum á 3,6 metra sjónauka ESO í La Silla í Chile og gætu hjálpað stjörnufræðingum að finna reikistjörnur á braut um fjarlægar stjörnur. Stjörnufræðingarnir hafa birt niðurstöður sínar í tímaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society. Frekari upplýsingar Sagt er frá þessu í greininni „Detection of the Rossiter–McLaughlin effect in ...
ann12099-is — Tilkynning
Samantekt time-lapse myndskeiða af ALMA birt
12. desember 2012: Samantekt „time-lapse“ myndskeiða af Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hefur verið birt. Myndskeiðið er safn „time-lapse“ myndefnis af ALMA í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile og sýnir samræmdan dans loftnetanna þegar þau rannsaka heiðskíran næturhimininn fyrir ofan. Myndskeiðið er nokkrar mínútur og sýnir loftnetin við ýmsar aðstæður: Þegar nóttin hellist yfir og við dögun, undir tunglsljósi eða fyrir framan miðju Vetrarbrautarinnar glitrandi á dimmum himni og innan um ljós frá farartækjum og loftnetunum sjálfum. Athuganirnar eru gerðar undir tignarlegum næturhimninum í Chile. Í samantektinni, sem ESO gerði með myndefni frá Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi (twanight.org) og José Francisco Salgado (josefrancisco.org), ljósmyndurum ESO, sést aðeins lítill hluti af loftnetum raðarinnar. Þegar smíði ALMA lýkur mun sjónaukinn samanstanda af 66 loftnetum sem dreifast yfir allt að 16 kílómetra breitt svæði og verður hann þá stærsti sjónauki veraldar. Þótt sjónaukinn sé ekki tilbúinn sem stendur hefur röðin að hluta til verið tekin í ...
ann12070-is — Tilkynning
Heimildarmyndin Europe to the Stars komin út
4. október 2012: Heimildarmyndin Europe to the Stars er komin út. Hægt er að sækja hana ókeypis á vefnum eða kaupa eintak af henni. Í myndinni er fjallað um fyrstu 50 árin í rannsóknum ESO á suðurhimninum. Þetta hófst allt árið 1962 þegar ESO sáttmálinn var undirritaður — hápunkturinn í draumi fremstu stjörnufræðinga fimm Evrópuríkja, Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Hollands og Svíþjóðar. Fimmtíu árum seinna hafa þessir draumar orðið að veruleika þökk sé staðfestu ESO við ætlunarverkið. Europe to the Stars er sagan af þessu ævintýri — saga um forvitni, hugrekki og elju. Saga um uppgötvanir á dýpstu ráðgátum og leyndardómum alheimsins og saga um hönnun, smíði og rekstur öflugustu stjörnusjónauka á jörðinni. Myndinni er skipt í átta kafla [1] en í hverjum þeirra er athyglinni beint að mikilvægum þætti í sögu ESO. Í Europe to the Stars er fjallað um stofnun ESO og útskýrt hvernig sjónaukar eru smíðaðir og starfræktir en með myndinni ...
ann12069-is — Tilkynning
ESOcast 48: Að smíða stórt
2. október 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. Áttundi og síðasti þátturinn í þessari röð skýrir frá því hvernig ESO mun fullnægja óskum stjörnufræðinga með smíði sífellt stærri sjónauka sem byggja á þeirri reynslu sem aflað hefur verið undanfarin fimmtíu ár sem öflugasta stjörnustöð heims. Á Chajnantor hásléttunni er fyrsti sjónaukinn í næstu kynslóð sjónauka ESO næstum tilbúinn. Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Asíu, mun samanstanda af 66 hárnákvæmum loftnetum þegar hann verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Loftnetin mynda einn risasjónauka sem gerir ALMA kleift að greina fínustu smáatriði í hinum kalda alheimi, sjá myndun fyrstu vetrarbrautanna og skyggnast inn í rykský úr sameindagasi — stjörnumyndunarsvæði þar sem nýjar stjörnur ...
ann12057-is — Tilkynning
ESOcast 47: Í leit að lífi
3. september 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. Í þessum aukaþætti — ESOcast 47 — skoðum við eina mikilvægustu leit sem stjörnufræðingar hafa lagt í undanfarnar aldir: Leitina að lífi í alheiminum. ESO hefur leikið mikilvægt hlutverk í þessari merku vegferð. 3,6 metra sjónauki ESO hefur náð einna mestum árangri í leitinni að fjarreikistjörnum. Með HARPS litrófsritanum á honum hafa stjörnufræðingar fundið meira en 150 reikistjörnur. Very Large Telescope (VLT) hefur einnig lagt sitt af mörkum til rannsókna á fjarreikistjörnum. Sem dæmi tóku stjörnufræðingar fyrstu ljósmyndina af reikistjörnu utan okkar sólkerfis árið 2004 (eso0428). Það sem meira er hefur stjörnufræðingum líka tekist að greina lofthjúp risajarðar, reikistjörnunnar GJ 1214b sem er 2,6 sinnum stærri en jörðin. Þeim ...
ann12055-is — Tilkynning
Enn skarpari mynd af alheiminum
24. ágúst 2012: Uppfærð útgáfa á hinu vinsæla ESO Top 100 Images appinu er nú fáanleg í iTunes. Með þessari nýju útgáfu, sem kemur út skömmu fyrir 50 ára afmæli ESO, eru kostir retina skjásins og fjögurra kjarna grafíkurinnar í þriðju kynslóð iPad nýttir. Appið er ókeypis og breytir iPad-inum þínum í glugga að alheiminum sem gerir notendum kleift að skoða og njóta 100 glæsilegra ljósmynda af fjarlægum vetrarbrautum og geimþokum, tignarlegu eyðimerkurlandslagi að nóttu til og öflugustu sjónaukum veraldar. Myndirnar eru glæsilegri en nokkru sinni fyrr þökk sé hnífskarpa retina skjánum (sem inniheldur milljón fleiri pixla en háskerpusjónvarp). Öllum myndum fylgja skýringartextar en þær eru stöðugt uppfærða til að halda í við flæði nýrra og glæsilegra mynda frá háþróuðustu sjónaukum heims sem ESO starfrækir í Atacamaeyðimörkinni. Auðvelt er að sækja myndirnar og koma fyrir í bakgrunni iPadsins. Af öðrum nýjungum má nefna atriðaskrá sem gerir notendum kleift að hoppa yfir í tilteknar ...
ann12053-is — Tilkynning
ESOcast 46: Að fanga ljósið
1. ágúst 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. ESOcast 46 er sjötti þátturinn í þessari röð. Í honum er sagt frá fyrsta flokks myndavélum og litrófsritum sem hjálpa öflugum sjónaukum ESO að safna og greina dauft ljósið úr víðáttum alheimsins. Án þessara tækja væru augu ESO á himninum blind. Stjörnuljósmyndir nútímans eru gerólíkar þeim sem teknar voru upp úr 1960. Þá notuðu stjörnufræðingar stórar ljósmyndaplötur úr gleri sem voru ekki mjög næmar og erfitt að meðhöndla. Í dag nota sjónaukar ESO marga af stærstu og næmustu rafeindanemum í heiminum. Þeir fanga næstum hverja einusu ljóseind og draga fram allar mögulegar upplýsingar. Til dæmis hefur OmegaCAM myndavélin á VLT Survey Telescope 32 ljósnema sem hefur verið staflað saman ...
ann12052-is — Tilkynning
ESO gefur út The Messenger nr. 148
30. júlí 2012: Nýjasta hefti tímarits ESO The Messenger, sem kemur út ársfjórðunslega, er nú aðgengilegt á vefnum. Í blaðinu er sagt frá því nýjasta frá ESO en umfjöllunarefnin eru allt frá nýjum sjónaukum og tækjum til nýjustu uppgötvana. Það sem ber hæst er: Grein um framgang European Extremely Large Telescope (E-ELT) verkefnisins.  Lýsing á POPIPIaN, ljósmyndaskrá af nýuppgötvuðum hringþokum á suðurhveli.  Umfjöllun um rannsóknir á massamiklum stjörnum handan Magellansskýjanna með X-shooter litrófsritanum.  Sagan á bak við notkun á endurnýjanlegri orku í Paranal stjörnustöðinni.
ann12050-is — Tilkynning
ESOcast 45: Útbreiðslustarf
2. júlí 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. ESOcast 45 — Útbreiðslustarf — er fimmti þátturinn í þessari röð. Í honum er kastljósinu beint að boðskap ESO um forvitni, undrun og innblásturs sem miðlað er í gegnum samvinnu og útbreiðslustarf. Samvinna hefur enda ætíð lagt grunninn að árangri ESO frá því að samtökin voru stofnuð fyrir fimmtíu árum. Saman tryggja aðildarríkin bestu mögulegu stjarnvísindarannsóknir í stærstu stjörnustöðvum heims. ESO starfar náið með iðnaði, háskólum og rannsóknastofnunum um allan heim við þróun á tækni í hæsta gæðaflokki. Og með því að efla áhuga almennings býður ESO upp á fjölmargar leiðir til að uppgötva alheiminn og býður öllum að taka þátt í þessu spennandi ævintýri. Horfðu á þáttinn til ...
ann12049-is — Tilkynning
Ársskýrsla ESO árið 2011 komin út
2. júlí 2012: Ársskýrsla ESO fyrir árið 2011 er komin út. Í henni er greint frá því helsta sem Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli gerði á síðasta ári, þar á meðal: Greint frá markverðustu rannsóknum stjörnustöðva ESO, nýjustu niðurstöðum rannsókna á fjarreikistjörnum og myndun reikistjarna; rannsóknum á miðju okkar vetrarbrautar, virkum vetrarbrautakjörnum, fyrstu stjörnunum og endurjónun í alheiminum. Samantekt af helstu rannsóknum sjónauka ESO.  Staðan á mælitækjum til stjörnufræðirannsókna í La Silla Paranal stjörnustöðinni, nákvæm lýsing á nýjum mælitækjum og uppfærslum.  Nýjustu fréttir frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) og European Extremely Large Telescope (E-ELT) verkefnunum.
ann12048-is — Tilkynning
Sjálfvirkur Marsjeppi prófaður í Paranal stjörnustöð ESO
20. júní 2012: Þegar ESA, Geimvísindastofnun Evrópu, vildi prófa hugmyndir fyrir Marsjeppa framtíðarinnar þurfti landslag sem var eins líkt Mars og mögulegt var. Atacamaeyðimörkin í norður Chile, þar sem Paranal stjörnustöð ESO er til staðar, passaði fullkomlega. Ekki er unnt að aka jeppum á Mars með beinum hætti frá jörðinni — útvarpsmerki eru allt að 40 mínútur að berast til og frá Mars. Þess í stað er þeim sendar leiðbeiningar sem þeir framkvæma síðan sjálfstætt. Marsjeppar nútímans fara fremur hægt yfir og reglulega þarf að senda þeim uppfærslur frá jörðinni. Fyrir skömmu vann teymi frá ESA að tilraunum sem munu gera jeppum framtíðarinnar að ferðast miklu lengra upp á eigin spýtur. Í Paranal stjörnustöð ESO fékk tilraunateymið húsaskóla og aðstöðu fyrir bæði hópin og tækin á köldum og vindasömum nóttum. Í tvær vikur var frumgerð af jeppa sem kallast Seeker ekið um svæði skammt frá VLT og líkist Mars nokkuð mikið. Teymið fylgdist ...
ann12047-is — Tilkynning
23. hefti Science in School komið út!
18. júní 2012: Nýjasta hefti tímaritsins Science in School, sem dreift er ókeypis, er nú aðgengilegt í net- og prentútgáfu. Þetta evrópska tímarit er helgað vísindakennurum og inniheldur fjölmargar áhugaverðar greinar og verkefni fyrir nemendur. Í 23. hefti tímaritsins er fjallað um mörg spennandi viðfangsefni, þar á meðal verkefni í vísindakennslu þar sem nemendur geta smíðað sína eigin útvarpssjónauka eða jarðskjálftamæla og lært um sól- og tunglmyrkva. Fjallað er um vísindi í fremstu röð í greinum um rannsóknir á því hvernig krabbamein myndast þegar litningar eru rifnir í sundur og hvers vegna sumir fæðast með einkenni beggja kynja. Í öðrum greinum er útskýrt hvernig sólarrafhlöður bjóða upp á aðra orkulind, grein um reynslu kennara sem heimsóttu CERN, sýnt hvernig stærðfræði leynist víða þar sem maður býst ekki endilega við því og útskýrir hvernig leiðangur til Suðurheimskautsins gæti hjálpað til við skipulagningu mannaðrar Marsferðar. Science in School er gefið út af EIROforum, samstarfsverkefni átta ...
ann12046-is — Tilkynning
Serge Brunier, stjörnuljósmyndarinn heimsþekkti, bloggar í beinni frá stjörnustöðvum ESO
18. júní 2012: Serge Brunier, stjörnuljósmyndarinn heimsþekkti og ljósmyndari ESO, er kominn aftur til stjörnustöðva ESO í Chile og mun að þessu sinni deila reynslunni í gegnum blogg sem vefsíðan Skypix Science et Vie hýsir. Bloggin eru bæði á ensku og frönsku. Einnig er hægt að fylgjast með ævintýrum Serge á Twitter með því að leita að auðkenninu #ESOlive. Serge var í La Silla stjörnustöðinni sem er í útjaðri Atacamaeyðimerkurinnar, um 600 km norður af Santiago, höfuðborg Chile, í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar starfrækir ESO nokkra afkastamestu 4 metra sjónauka í heiminum. Frá La Silla liggur leið Serges lengra norður í Chile til Paranal stjörnustöðvarinnar þar sem Very Large Telescope er að finna og til Cerro Armazones, sem er skammt frá en þar mun ESO byggja European Extremely Large Telescope — stærsta auga jarðar.
ann12041-is — Tilkynning
ESOcast 44: Alheimur í öðru ljósi
5. júní 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. ESOcast 44 — Alheimur í öðru ljósi — er fjórði þátturinn í þessari röð. Allt frá stofnun ESO fyrir fimmtíu árumhafa samtökin stórbætt þekkingu okkar á alheiminum með nýjum kynslóðum sjónauka. En fleiri leiðir eru til að safna ljósi frá fjarlægum fyrirbærum. Í þessum þætti skoðum við hvernig ESO hefur hjálpað stjörnufræðingum að kanna alheiminn á lengri bylgjulengdum eins og í innrauðu ljósi og á útvarpssviðinu. Mannsaugað greinir aðeins lítinn hluta rafsegulrófsins. Augu okkar greina ekki ljós með lengri bylgjulengdir en rauðar eða styttri en fjólubláar. En með því að rannsaka himingeiminn á lengri bylgjulengdum geta stjörnufræðingar skoðað fyrirbæri sem eru of köld til að gefa frá sér sýnilegt ...
ann12039-is — Tilkynning
Tólfta hefti Communicating Astronomy with the Public komið út
31. maí 2012: Tólfta hefti Communicating Astronomy with the Public (CAPjournal), ókeypis, ritrýnds tímarits fyrir fólk sem starfar við vísindamiðlun, er nú aðgengilegt á vefnum. Meðal þess sem ber hæst í þessu hefti er umfjöllun um ýmis tól sem sérfræðingar í vísindamiðlun nota til að mæla hversu vel þeir ná til markhópsins — hvernig þeir vita hvað virkar, með öðrum orðum. Í annarri grein er fjallað um Mars Crowdsourcing Experiment, verkefni þar sem kannað er hvort tölvuleikjaspilarar geti stutt við vísindarannsóknir með því að merkja svæði á yfirborði Mars. Í þessu hefti er einnig grein um Multiverso verkefnið en í því leiða saman hesta sína stjörnufræðingur og tónlistarmaður með það markmið að auka áhuga fólks á stjörnufræði. Frá því síðla árs 2009 hefur verkefnið náð til tugþúsunda manna á Spáni með ýmsum hætti, til dæmis í gegnum plötuútgáfu og tónleika.
ann12036-is — Tilkynning
Reinhard Genzel hlýtur Tycho Brahe verðlaunin 2012
30. maí 2012: Stjarnvísindafélag Evrópu [1] hefur veitt prófessor Reinhard Genzel Tycho Brahe verðlaunin árið 2012. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framlag sitt til evrópskra nær-innrauðra mælitækja og rannsókna á vetrarbrautum. Þýski stjörnufræðingurinn Reinhard Genzel — stjórnandi Max Planck Institute for Extraterrestrial Physics — og samstarfsfólk hans á heiðurinn að SINFONI mælitækinu, nær-innrauðum heilsviðslitrófsrita á Very Large Telescope ESO. Tækið var tekið í notkun árið 2005 og hefur æ síðan vegið þungt í rannsóknum á fjarlægum vetrarbrautum en þó einkum á Vetrarbrautinni okkar. Undanfarna tvo áratugi hefur hópur Genzels fylgst með stjörnum á hreyfingu í kringum miðju Vetrarbrautarinnar með New Technology Telescope ESO í La Silla stjörnustöðinni og Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni. Með mælingum sínum hafa stjörnufræðingarnir fundið bestu sönnunargögnin hingað til um að í miðjunni sé risasvarthol (eso0846). Niðurstöðurnar hafa gefið mönnum einstakt tækifæri til að rannsaka víxlverkun svartholsins við nágrenni sitt. Nýlega notaði hópur hans Very Large Telescope ESO ...
ann12032-is — Tilkynning
ESO gerir samning um þróun aðlögunarsjóntækja E-ELT
22. maí 2012: ESO hefur færst skrefi nær smíði European Extremely Large Telescope (E-ELT) með samningi sem undirritaður hefur verið um forhönnun á fjórða spegli (M4) aðlögunarsjóntækja E-ELT [1] við AdOptica samstarfið, sem samanstendur af ADS International (Ítalíu) og Microgate (Ítalíu). Spegillinn verður merkur áfangi í þróun aðlögunarsjóntækja því hann verður stærsti aðlögunarspegill sem smíðaður hefur verið. Hann er nauðsynlegur svo unnt verði að nýta getu E-ELT til fulls og gera stjörnufræðingum kleift að gera stórar uppgötvanir næsta áratug. M4 spegillinn er hluti af aðlögunarsjóntækjakerfi E-ELT sem sér um að leiðrétta óskýrar myndir sem hljótast af ókyrrð í lofthjúpi jarðar og áhrif vinds á stuðningskerfi sjónaukans. Þegar þessum merkilega, sveigjanlega spegli verður komið fyrir í sjónaukanum gerir hann E-ELT kleift að ná fræðilegri hámarksupplausn [2]. M4 spegillinn verður um 2,5 metrar í þvermál en aðeins 2 millímetrar að þykkt svo hægt er að sveigja hann líkt og filmu. Undir honum verða meira en ...
ann12035-is — Tilkynning
Helmingurinn kominn: 33 loftnet ALMA á Chajnantor
15. maí 2012: Á Chajnantor hásléttunni í norðurhluta Chile heldur flóknasta stjörnustöð jarðar, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), áfram að vaxa. Þann 12. maí 2012 var enn eitt lofnet ALMA flutt upp á Chajnantor og urðu loftnetin þá í heild 33 talsins. Þar með hefur helmingi loftneta ALMA verið komið fyrir en samanlagt verða þau 66 þegar yfir lýkur árið 2013. Í þessum risaloftnetum, fimmtíu og fjórum 12 metra breiðum og tólf 7 metra breiðum, eru mjög næm mælitæki sem greina millímetra- og hálfsmillímetrageislun utan úr geimnum. Fyrsta loftnetið var flutt upp í stjórnstöðina, sem er í 5.000 metra hæð, í september 2009 (sjá eso0935). Þessi misserin, þegar smíði ALMA er um það bil að ljúka, fjölgar loftnetunum hratt. Loftnet ALMA eru í hæsta gæðaflokki. Hvert og eitt vegur um 100 tonn svo sérsmíðaða flutningabíla þarf til að flytja þau frá þjónustumiðstöðinni upp í stjórnstöðina, sem er í meiri hæð. Bílarnir tveir auk ...
ann12033-is — Tilkynning
ESOcast 43: Að sjá skýrt
10. maí 2012: Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky. Í þriðja þætti þessarar raðar — 43. þætti ESOcast — er sagt frá flaggskipi ESO: Very Large Telescope (VLT). Í þættinum skoðum við hátæknina á bakvið sjónaukann sem hefur veitt stjörnufræðingum óviðjafnanlega sýn á alheiminn. Til að ná skörpum myndum af himninum þarf VLT að glíma við tvö veigamikil atriði sem bjaga myndir af fyrirbærum himins. Í fyrsta lagi aflagast speglar vegna stærðar þeirra. Þetta vandamál er leyst með tölvustýrðu stuðningskerfi — virkum sjóntækjum — sem tryggja að speglarnir halda réttir lögun á öllum stundum. Í öðru lagi gerir ókyrrð í lofthjúpi jarðar stjörnurnar móðukenndar. Aðlögunarsjóntæki leiðrétta bjögun lofthjúpsins í rauntíma með hjálp sveigjanlegra, tölvustýrðra spegla sem breyta lögun ...
ann12031-is — Tilkynning
Viðburðir í tilefni 50 ára afmælis ESO
27. apríl 2012: Viðburðarstjórum býðst nú að taka þátt í alþjóðlegri röð samræmdra viðburða þann 5. október 2012 þegar 50 ár verða liðin frá stofnun Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Haldið verður upp á rannsóknir Evrópumanna á suðurhimninum með margvíslegum hætti. ESO býður almenningsstjörnustöðvum, stjörnuverum, vísindasöfnum, listasöfnun og fleiri opinberum stöðum, sem og fólki sem starfar á slíkum vettvangi, að hafa umsjón með einum af þessum viðburðum. Aðalviðburðurinn verður bein útsending frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile þar Very Large Telescope (VLT), öflugasta stjörnusjónauka heims fyrir sýnilegt ljós, er að finna. Einnig verður birt glæsileg áður óséð stjörnuljósmynd frá ESO. Fyrir utan beinu útsendinguna og birtingu nýju myndarinnar, munu fulltrúar ESO heimsækja staðina, fjalla um stjörnustöðvar ESO og kynna nýjustu niðurstöður þeirra. Skipuleggjendur eiga líka kost á að bæta við ýmsu öðru aukreitis eins og kynningarefni, fyrirlestrum, sýningum, til dæmis Awesome Universe (50 ára afmælissýningu ESO) eða öðru. Hægt er að fá ýmsa varninga fyrir viðburðinn, ...
Niðurstöður 1 til 20 af 33