Útvarpsvetrarbrautin Centaurus A séð með ALMA

Þessi mynd samanstendur af mælingum ALMA og nær-innrauðum mælingum annars sjónauka af risaútvarpssporvölunni Centaurus A. Mælingar ALMA eru sýndar í grænum, gulum og appelsínugulum litum en þær sýna staðsetningu og hreyfingu gass í vetrarbrautinni. Þetta eru skörpustu og nákvæmustu mælingar af þessu tagi sem gerðar hafa verið.

ALMA var stillt til að greina merki geislunar með 1,3 millímetra bylgjulengd sem berst frá kolmónoxíðgasi. Snúningur gassins í vetrarbrautinni veldur örlítilli færslu á bylgjulengdinni vegna Dopplerhrifa og sést hún sem litabreyting á myndinni. Grænu gasskýin stefna til okkar en appelsínugulari skýin fjarlægast okkur. Sjá má að gasið vinstra megin við miðju nálgast okkur en hægra megin stefnir það frá okkur. Þannig sést snúningsstefna gassins um vetrarbrautina.

Mælingar ALMA hafa verið lagðar ofan á nær-innrauða ljósmynd SOFI mælitækisins á New Technology Telescope (NTT) sjónauka ESO.

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO); ESO/Y. Beletsky

Bookmark and Share

Um myndina

Auðkenni:eso1222a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Maí 31, 2012, 17:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1222
Tengdar tilkynningar:annlocal12001-es
Stærð:1225 x 1225 px

Um fyrirbærið

Nafn:Centaurus A
Tegund:• Local Universe : Galaxy : Activity : AGN
• X - Galaxies

Image Formats

Stór JPEG
348,6 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
231,2 KB
1280x1024
330,7 KB
1600x1200
422,5 KB
1920x1200
466,5 KB
2048x1536
592,2 KB

Sjá einnig