Mynd vikunnar 2012

Subscribe to receive news from ESO in your language!
potw1253-is — Mynd vikunnar
Suðurstjörnur snarsnúast yfir ALMA
31. desember 2012: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir suðurhimninum. Stjörnurnar á himninum minna um margt á verk van Goghs, Stjörnubjört nótt, eða kannski minnir myndin aðdáendur vísindaskáldskapar fremur á geimfar á ógnarhraða um geiminn. Myndin sýnir snúning jarðar eins og hann birtist á löngum lýsingartíma myndarinnar. Þegar jörðin snýst á suðurhvelinu sýnast stjörnurnar hreyfast í kringum suðurpól himins, sem er í daufa stjörnumerkinu Áttungnum milli Suðurkrossins og Magellansskýjanna. Á löngum lýsingartíma mynda stjörnurnar hringlaga slóðir þegar jörðin snýst. Myndin var tekin á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Þar er ALMA sjónaukann að finna en loftnet hans sjást fremst á myndinni. ALMA er öflugasti sjónauki heims til rannsókna á hinum kalda alheimi — sameindagasi og ryki, sem og bakgrunnsgeislun Miklahvells. Þegar smíði ALMA lýkur árið 2013, mun sjónaukinn samanstanda af 54 tólf metra loftnetum og ...
potw1252-is — Mynd vikunnar
Afskekkta ALMA
24. desember 2012: Þessi víðmynd af Chajnantor hásléttunni sýnir staðinn sem Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er að rísa á, eins og hann birtist frá Cerro Chico, nálægum fjallstindi. Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, hefur tekist að fanga það einmanalega andrúmsloft sem þarna ríkir í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Leikur ljóss og skugga málar landslagið og undirstrikar hversu ójarðneskt það er á tíðum. Fremst á myndinni eru ALMA lofnetin samankomin í þyrpingu og minna einna helst á skrítna gesti á sléttunni. Þegar smíði sjónaukans lýkur árið 2013 mynda 66 slík loftnet röðina og munu öll starfa sem ein heild. ALMA er þegar farin að bylta rannsóknum stjörnufræðinga á millímetra og hálfsmillímetra sviðinu. Þótt röðin sé hálfkláruð er ALMA mun öflugari en nokkur annar sambærilegur sjónauki og gerir stjörnufræðinga betur í stakk búna en nokkru sinni fyrr til að rannsaka hinn kalda alheim — sameindagas og ryk sem og ...
potw1251-is — Mynd vikunnar
Paranal og skuggi jarðar
17. desember 2012: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu víðmynd af Paranal stjörnustöð ESO. Í forgrunni sést tilþrifamikið fjallalandslag Atacamaeyðimerkurinnar. Vinstra megin, á þeim tindi sem rís hæst, er Very Large Telescope (VLT) ESO og fyrir framan hann, litlu neðar, er VISTA sjónaukinn (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy). Í bakgrunni mála litir sólarupprásar himininn yfir Paranal í fallegum pastellitum. Við sjóndeildarhringinn má sjá ský yfir Kyrrahafinu — sem er aðeins 12 km frá Paranal. Fyrir ofan sjóndeildarhringinn, þar sem skýin bera við himinn, sést dökk slæða. Þetta er skugginn sem reikistjarnan jörð varpar á eigin lofthjúp. Þetta fyrirbæri sést stundum í kringum sólarupprás og sólsetur, sé himininn heiður og ekkert sem byrgir sýn út að sjóndeildarhringnum — aðstæður sem svo sannarlega eru í Paranal stjörnustöðinni. Fyrir ofan skugga jarðar er bleikleitur bjarmi sem kallast belti Venusar. Venusarbeltið má rekja til ljóss frá sólinni sem lofthjúpur jarðar dreifir þegar ...
potw1250-is — Mynd vikunnar
Stjörnur á snúningi
10. desember 2012: Við fyrstu sýn lítur þessi mynd út eins og abstrakt listaverk úr nútímanum, en í raun er þetta mynd tekin á löngum tíma af næturhimninum yfir Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllum Chile. Þegar jörðin snýst í átt að nýjum degi, mynda stjörnur Vetrarbrautarinnar litríkar rákir yfir eyðimerkurhimninum. Fremst sést hátæknivæddur stjörnusjónauki, dálítið draumkenndur á þessari mynd. Þessi heillandi mynd var tekin í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor hásléttunni, heimili Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukans, sem hér sést. APEX er 12 metra breiður sjónauki sem safnar ljósi á millímetra og hálfsmillímetra sviðinu. Stjörnufræðingar nota APEX til að rannsaka fyrirbæri á borð við köld gas- og rykský, þar sem nýjar stjörnur verða til, og elstu og fjarlægustu vetrarbrautir alheims. APEX er forveri Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), byltingarkennds sjónauka sem ESO og alþjóðlegir samstarfsaðilar eru að koma upp og starfrækja á Chajnantor hásléttunni. Þegar smíði ALMA lýkur árið 2013 mun röðin ...
potw1249-is — Mynd vikunnar
Frá Antu til Yepun — VLT í smíðum
3. desember 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Very Large Telescope (VLT), flaggskip ESO á Cerro Paranal í Chile, samanstendur af fjórum stórum aðalsjónaukum sem hver um sig hefur 8,2 metra breiðan safnspegil, auk fjögurra færanlegra 1,8 metra hjálparsjónauka. Ljósmyndir okkar þennan mánuðinn sýna einn af aðalsjónaukunum í smíðum en hin myndin sýnir útlit annars í dag. Á gömlu myndinni sést fyrsti aðalsjónaukinn í smíðum snemma í verkferlinu seint í október árið 1995. Búið er að steypa grunninn og festa neðri fasta hluta málmhvolfsins við hann. Fyrstu hlutarnir af þeim hluta hvelfingarinnar sem snýst hefur ...
potw1248 — Mynd vikunnar
Two Planet-hunters Snapped at La Silla
26. nóvember 2012: For centuries, philosophers and scientists have wondered about the possibility of habitable planets outside the Solar System. Today, this idea is more than speculation: many hundreds of exoplanets have been discovered over the last couple of decades, by astronomers all over the world. Various different techniques are used in this search for new worlds. In this unusual photograph, telescopes using two of these methods, the ESO 3.6-metre telescope with the HARPS spectrograph, and the space telescope CoRoT, have been captured in the same shot. The photograph was taken by Alexandre Santerne, an astronomer who studies exoplanets himself. The High Accuracy Radial velocity Planetary Search (HARPS) spectrograph, the world’s foremost exoplanet hunter, is an instrument on ESO’s 3.6-metre telescope. The open dome of this telescope can be seen on the left of this image, behind the angular enclosure of the New Technology Telescope. HARPS finds exoplanets by detecting small changes in ...
potw1247-is — Mynd vikunnar
Ísfélagar APEX
19. nóvember 2012: Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn — sem hér sést á þessari fallegu mynd sem Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók — er eitt af verkfærunum sem ESO notar til að skyggnast út fyrir svið sýnilegs ljóss. Sjónaukinn er staðsettur á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Í forgrunni myndarinnar sést þyrping hvítra ísstrýta. Ísstrýturnar eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast á hálendum svæðum, venjulega í meira en 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Stýrturnar eru úr þunnum, hörðnuðum snjó eða ís og snúa blöðin í átt að sólinni. Þær eru stundum nokkrir sentímetrar á hæð upp í nokkra metra. APEX er tólf metra breiður sjónauki sem nemur ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir. Stjörnufræðingar sem nota APEX til sinna rannsókna, geta séð fyrirbæri sem eru ósýnileg á styttri bylgjulengdum. Sjónaukinn gerir þeim kleift að kanna sameindaský — þétt svæði úr gasi og geimryki þar sem nýjar stjörnur verða til ...
potw1246-is — Mynd vikunnar
Ein mynd, margar sögur
12. nóvember 2012: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af himninum yfir Paranal stjörnustöð ESO með fjölmörgum djúpfyrirbærum. Greinilegust er Kjalarþokan, rauðglóandi á miðri mynd. Kjalarþokan er í stjörnumerkinu Kilinum, um 7.500 ljósár frá jörðinni. Þetta glóandi gas- og rykský er bjartasta þokan á himninum og geymir nokkrar af björtustu og massamestu stjörnum sem vitað er um í vetrarbrautinni okkar, eins og Eta Carinae. Kjalarþokan er kjörin fyrir þá stjörnufræðinga sem rannsaka leyndardómana á bak við myndun og dauða massamikilla stjarna. Þú getur skoðað nokkrar nýlegar og fallegar myndir af Kjalarþokunni frá ESO hér: eso1208, eso1145 og eso1031. Fyrir neðan Kjalarþokuna sjáum við Óskabrunnsþyrpinguna (NGC 3532). Þessi lausþyrping ungra stjarna dregur nafn sitt af því, að í gegnum stjörnusjónauka, lítur hún út eins og mynt sem glitarar á botni óskabrunns. Lengra til hægri sjáum við Lambda Centauri þokuna (IC 2944), glóandi vetnisský og nýfæddar stjörnur, sem stundum er kölluð ...
potw1245-is — Mynd vikunnar
Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar
5. nóvember 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Á myndum þessa mánaðar, sem teknar voru í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, sést samanburður á byggingarsvæði í nóvember árið 1999 við daginn í dag: Gistiaðstöðu stjörnustöðvarinnar sem kallast Paranal Residencia. Hugsaðu þér breytinguna þá og nú: Glymjandi hamrar og borvélar og hávaði í dráttarvélum og krönum hafa horfið á braut og í staðinn risin friðsæl eyðimerkurbygging sem setur svip á umhverfi sitt. Byggingin er gerð úr náttúrulegum efnum og litum og smíðuð inn í lægði í eyðimörkinni sem tryggir að hún fellur vel inn ...
potw1244-is — Mynd vikunnar
Staður til að kanna köldustu leyndardóma alheims
29. október 2012: Á þessari fallegu víðmynd sem Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO tók, sést Chajnantor hásléttan í Atacamaeyðimörkinni í Chile böðuð síðustu geislum sólar. Á sléttunni er Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn sem sjá má vinstra megin á myndinni. Frá þessum afvikna stað í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli, rannsakar APEX hinn „kalda alheim“. APEX er tólf metra breiður sjónauki sem nemur ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir. Stjörnufræðingar sem nota APEX til sinna rannsókna, geta séð fyrirbæri sem eru ósýnileg á styttri bylgjulengdum. Sjónaukinn gerir þeim kleift að kanna sameindaský — þétt svæði úr gasi og geimryki þar sem nýjar stjörnur verða til — sem eru dökk og hulin ryki í sýnilegu og innrauðu ljósi en skína skært á þessum löngum bylgjulengdum. Stjörnufræðingar nota þessa gerð ljóss til að rannsaka eðlis- og efnafræðina í skýjunum. Tíðnisviðið er einnig kjörið til að rannsaka sumar af elstu og fjarlægustu vetrarbrautum í alheiminum. Frá því ...
potw1243-is — Mynd vikunnar
VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki
22. október 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Frá því í desember 2009 hefur Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA) kortlagt suðurhimininn frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Á samanburðarmynd þessa mánaðar sést VISTA í smíðum annars vegar og í dag hins vegar. Eldri myndin var tekin síðla árs 2004 og sýnir bygginguna yfir sjónaukanum í smíðum. Grind hvolfsins situr á sívalningslaga grunni, umlukinn vinnupalli. VISTA er staðsettur á tindi um 1.500 metrum norðaustur af Cerro Paranal þar sem Very Large Telescope ESO er að finna. Þegar sjónaukinn var í smíðum var tindurinn ...
potw1242-is — Mynd vikunnar
Frá varadekki til fíngerðs blóms
15. október 2012: IC 5148 er falleg hringþoka í um 3000 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Trönunni. Þokan er nokkur ljósár í þvermál og vex á um 50 kílómetra hraða á sekúndu — hraðast allra þekktra hringþoka. Hringþokur eru kallaðar plánetuþokur (planetary nebula) á ensku því þegar menn sáu þær fyrst, litu þær út eins og plánetur í gegnum sjónaukana. Hringþokur eiga samt ekkert skylt við reikistjörnur. Þegar stjarna, álíka massamikil og sólin eða örlítið massameiri, nálgast ævilok sín, varpar hún frá sér ytri lögum sínum út í geiminn. Gasið þenst út og lýsist upp af heitum kjarna stjörnunnar í miðjunni og hringþoka verður til sem oft eru mjög fallegar. Þessi tiltekna hringþoka sést sem daufur efnishringur í gegnum áhugamannasjónauka en stjarnan — sem kólnar og verður hvítur dvergur — skín í miðju gatsins. Útlitsins vegna nefndu stjörnufræðingar IC 5148 Varadekkjarþokuna. ESO Faint Object Spectrograph and Camera (EFOSC2) á New Technology Telescope ...
potw1241-is — Mynd vikunnar
VISTA fyrir sólarlag
8. október 2012: Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile er þekktust fyrir Very Large Telescope (VLT), flaggskip ESO. Á síðustu árum hefur staðurinn einnig orðið heimili tveggja kortlagningarsjónauka í hæsta gæðaflokki. Þessir nýju meðlimir í Paranal fjölskyldunni eru hannaðir til að taka ljósmyndir af stórum svæðum á himninum bæði hratt og djúpt. Annar þeirra, 4,1 metra Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA), er staðsettur á næsta fjallstindi, ekki ýkja langt frá Paranaltindi. Hann sést á þessari fallegu mynd sem ljósmyndari ESO, Babak Tafreshi, tók frá Paranal. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki heims og hefur verið í notkun frá desember 2009. Í neðra hægra horni myndarinnar sést byggingin yfir VISTA fyrir framan, að því er virðist, endalausan fjallgarð sem teygir sig út til sjóndeildarhringsins. Þegar sólsetrið nálgast varpa fjöllin lengri skuggum sem smám saman færast yfir brúnleita litatóna hins glæsilega eyðimerkurlandslags sem umlykur Paranal. Fljótlega hverfur sólin undir sjóndeildarhringinn og sjónaukarnir í ...
potw1240-is — Mynd vikunnar
Eldkeilan Licancabur stendur vörð yfir Chajnantor
1. október 2012: Á þessari fallegu mynd sést Chajnantor hásléttan — heimili Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) — með hið tignarlega Licancabur eldfjallið í bakgrunni. Fremst sést skógur af ísstrýtum. Þessar strýtur eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast aðallega á hálendum stöðum. Þær eru þunnar snjó- eða ísmyndanir með skarpar brúnir sem stefna í átt að sólinni og eru frá nokkrum sentímetrum upp í nokkra metra að stærð. Þú getur fræðst meira um ísstrýtur í eldri mynd vikunnar (potw1221). Licancabur eldfjallið rís upp í 5.920 metra hæð og er helsta landslagseinkenni San Pedro de Atacama svæðisins í Chile. Keilulögunin gerir það auðþekkjanlegt, jafnvel úr mikilli fjarlægð. Fjallið er staðsett á syðsta hluta landamæra Chile og Bólivíu. Í toppgíg eldfjallsins er eitt hæsta stöðuvatn heims. Þetta vatn hefur fangað athygli líffræðinga sem rannsaka hvernig örverur geta þrifist í því þrátt fyrir mjög harðneskjulegt umhverfi, mikla útfjólubláa geislun og mikinn kulda. Það hvernig örverur í Licancabur ...
potw1239-is — Mynd vikunnar
Erfið vinnunótt framundan
24. september 2012: Sólsetur er venjulega merki um að enn öðrum vinnudegi sé lokið. Borgarljósin kvikna þegar fólk heldur til síns heima, áfram um að njóta kvöldsins og eiga góðan nætursvefn. Þetta á hins vegar ekki við um stjörnufræðinga sem starfa í stjörnustöð eins og Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Athuganir hefjast um leið og sólin hefur gengið til viðar. Allt þarf að vera klárt þegar húmar að. Þessi panoramamynd sýnir Very Large Telescope (VLT) ESO fyrir framan fallegt sólarlag á Cero Paranal. Byggingar VLT eru áberandi á myndinni en sjónaukarnir í þeim eru reiðubúnir að rannsaka alheiminn. VLT er öflugasti stjörnusjónauki heims sem samanstendur af fjórum sjónaukum með 8,2 metra safnspegla og fjórum 1,8 metra hjálparsjónaukum sem sjást vinstra megin á myndinni. Sjónaukarnir geta unnið saman sem einn risasjónauki, ESO Very Large Telescope Interferometer (VLTI), sem gerir stjörnufræðingum kleift að greina fínustu smáatriði. Þessi skipan er aðeins notuð í takmarkaðan fjölda nátta ...
potw1238-is — Mynd vikunnar
ALMA og stjörnubjartur himinn — Tignarleg sjón
17. september 2012: Það er einstaklega ánægjulegt að vera undir kristaltærum himni á næturnar. En ef þú ert staddur eða stödd á í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor sléttunni í Andesfjöllum Chile, einum besta stjörnuathugunarstað heims, getur það verið ógleymanlegt. Hér sést víðmynd af nokkrum loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) fyrir framan glæsilegan, stjörnubjartan næturhiminn. Í forgrunni sjáum við nokkur loftnet ALMA að störfum. Sléttan sýnist sveigð vegna bjögunar frá víðlinsunni sem notuð var. ALMA er öflugasti sjónauki heims til rannsókna á hálfsmillímetra- og millímetra-geislun úr geimnum. Smíði ALMA verður lokið árið 2013 þegar 66 loftnet verða starfandi á staðnum. Um þessar mundir standa yfir fyrstu athuganir sjónaukans (Early Science Observations). Þótt röðin sé ekki tilbúin er sjónaukinn þegar farinn að skila framúrskarandi niðurstöðum og er betri en allir aðrir hálfsmillímetra sjónaukar. Á himninum fyrir ofan loftnetin glitra óteljandi stjörnur eins og fjarlægir gimsteinar. Tvö fyrirbæri eru mest áberandi. Fyrst ...
potw1237 — Mynd vikunnar
A Timeless Sanctuary in Santiago — The ESO Guesthouse, Then and Now
10. september 2012: ESO turns fifty this year, and to celebrate this important anniversary, we are showing you glimpses into our history. Once a month during 2012, a special Then and Now comparison Picture of the Week shows how things have changed over the decades at the La Silla and Paranal Observatory sites, the ESO facilities in Santiago de Chile, and the Headquarters in Garching bei München, Germany. This month, we are showing a part of ESO that feels almost timeless. After a long intercontinental flight to Santiago, or the night-shifts of an observing run at the telescopes, what could be better than a comfortable staging post at which to recover and rest before the next part of the journey? From the organisation’s earliest years, ESO’s Guesthouse in Santiago has provided just this for visitors to the observatory’s sites in Chile. Our Then and Now photographs this month show the guesthouse lounge, in ...
potw1236-is — Mynd vikunnar
Risabóla sem kemur á óvart
3. september 2012: Á þessari nýju og litríku mynd sést stjörnumyndunarsvæðið LHA 120-N44 [1] í Stóra Magellansskýinu, lítilli fylgivetrarbraut okkar vetrarbrautar. Mynd frá 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile af sýnilegu ljósi hefur verið skeytt saman við myndir af innrauðu ljósi og röntgengeislun sem teknar voru með geimsjónaukum. Svæðið inniheldur gas, ryk og ungar stjörnur en í miðju þess er stjörnuþyrpingin NGC 1929. Stærstu stjörnurnar í henni gefa frá sér sterka geislun og varpa frá sér efni með miklu offorsi á formi stjörnuvinda. Þær eiga skamma en kröftuga ævi fyrir höndum sem endar á því, að þær springa. Stjörnuvindarnir og höggbylgjur frá sprengistjörnum hafa skapað stórt holrúm, sem kallast risabóla, í umlykjandi gasi. Mælingar Chandra röntgengeimsjónauka NASA (sýndar bláar) sýna heitustu svæðin sem vindarnir og höggbylgjurnar hafa myndað en innrauð gögn frá Spitzer geimsjónauka NASA (sýndar rauðar) marka þá staði þar sem ryk og kaldara gas er að finna. ...
potw1235-is — Mynd vikunnar
Nóttin leggst yfir Paranal
27. ágúst 2012: Ímyndaðu þér að þú sért nýbúin(n) að horfa á fallegt sólsetur ofan af tindi Cerro Paranal. Þegar myrkrið hellist hægt og bítandi yfir Atacamaeyðimörkina, opna Very Large Telescope (VLT) sjónaukar ESO öflug augu sína og horfa út í alheiminn. Á þessari glæsilegu 360 gráðu víðmynd getur þú virt fyrir þér útsýnið, rétt eins og ef þú stæðir þarna við suðurjarðar VLT pallsins. Fremst er verið að opna einn fjögurra hjálparsjónauka VLT. Vinstra megin við hann hefur sólin sest undir skýjabreiðuna yfir Kyrrahafinu sem liggur yfirleitt undir hæð Paranal. Á svæðinu sjást þrír aðrir hjálparsjónaukar fyrir framan stóru byggingarnar sem hýsa 8,2 metra sjónaukana fjóra. Við hægri enda myndarinnar glittir í Residencia og aðrar byggingar í grunnbúðunum, nokkuð í burtu. Ímyndaðu þér að þú sért umvafin(n) djúpri kyrrð þegar nóttin skellur á. Ekkert truflar nema gnauðið í vindinum eða mjúk hreyfing risasjónaukanna. Þá er erfitt að gera sér í hugarlund þá ...
potw1234-is — Mynd vikunnar
Leysigeislastjarna skannar stjörnuhimininn
20. ágúst 2012: Öflugur leysigeisli frá Very Large Telescope (VLT) ESO skreytir næturhimininn yfir Atacamaeyðimörkinni í Chile á þessari fallegu mynd sem Julien Girard tók. Snúningur jarðar á þeim 30 mínútum sem myndin var lýst — og færsla leysigeislans þegar sjónaukinn vó á móti þessari hreyfingu — veldur því að geislinn virðist dreifa úr sér. Snúningur jarðar er einnig ástæða þess, að stjörnurnar birtast okkur sem rákir á myndinni en í þeim sést sá hárfíni litamunur sem er á mörgum þeirra. Leysigeislinn er notaður til að útbúa ljóspunkt — gervistjörnu — með því að örva natríumatóm í 90 km hæð yfir jörðinni svo þau glóa. Mælingar á þessum leiðarstjörnum eru notaðar til að leiðrétta bjögunina sem lofthjúpur jarðar orsakar og kemur fram í mælingum. Þessi tækni kallast aðlögunarsjóntækni. Stundum eru bjartar náttúrulega stjörnur líka notaðar í aðlögunarsjóntækni en leysgeislanum má beina hvert sem er á himninum og nýta tæknina þar sem engar bjartar ...
Niðurstöður 1 til 20 af 53
Segðu okkur þitt álit!
Subscribe to receive news from ESO in your language
Accelerated by CDN77