Mynd vikunnar 2012

Subscribe to receive news from ESO in your language!
potw1233-is — Mynd vikunnar
Órion vakir yfir ALMA
13. ágúst 2012: Veiðimaðurinn Óríon stendur vörð yfir loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á næturhimninum yfir Chile. Merkið er auðþekkjanlegt með Fjósakonurnar þrjár í belti Óríons. Myndin var tekin frá suðurhveli jarðar og sýnir sverð Óríons fyrir ofan beltið. Í sverðinu er eitt glæsilegasta fyrirbæri næturhiminsins — Sverðþokan í Óríon — sem sést sem „stjarna“ í miðju sverðsins en með berum augum við góðar aðstæður má þar koma auga á móðublett. ALMA loftnetin þrjú sem sjást á þessari mynd eru aðeins lítill hluti af gervallri ALMA röðinni sem telur í heild 66 loftnet. ALMA sameinar merki frá þessum loftnetum í einn risasjónauka, allt að 16 km breiðann, með tækni sem kallast víxlmælingar. Þótt smíði sjónaukans ljúki ekki fyrr en 2013 hófust fyrstu mælingar með hluta raðarinnar síðla árs 2011. ALMA býr við framúrskarandi aðstæður til rannsókna á himingeimnum þar sem sjónaukinn situr á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í ...
potw1232-is — Mynd vikunnar
Frá malarvegi til fullkomnustu stjörnustöðvar heims
6. ágúst 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Á þessum myndum sést útsýnið frá innganginum að Paranal stjörnustöðinni í norðpur Chile. Horft er í átt að tindi Cerro Paranal eins og hann kom fyrir sjónir árið 1987 og eins og hann lítur út í dag. Árið 1983 var Cerro Paranal svæðið fyrst kannað sem möguleg staðsetning Very Large Telescope (VLT) en í hópi þeirra sem rannsökuðu svæðið var þáverandi framkvæmdarstjóri ESO, Lodewijk Woitjer (sjá The Messenger nr. 64, bls. 5-8 fyrir frekari upplýsingar). Árið 1987 var malarvegur lagður upp á fjallið og varanleg athugunarstöð komið ...
potw1231-is — Mynd vikunnar
Ungar stjörnur í rauðu hýði
30. júlí 2012: Á jörðinni tengjast hýði nýju lífi. Í geimnum eru líka „hýði“ en í stað þess að verja púpur þegar þær umbreytast í mölflugur, eru þær fæðingarstaðir nýrra stjarna. Rauða skýið sem sést á þessari mynd sem tekin var með EFOSC2 tækinu á New Technology Telescope ESO, er gott dæmi um stjörnumyndunarsvæði af þessu tagi. Skýið nefnið RCW 88 og er í um tíu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni og um níu ljósár í þvermál. Það er ekki úr silki eins og hýði mölflugu, heldur glóandi vetnisgasi sem umlykur nýmyndaðar stjörnur. Nýju stjörnurnar urðu til þegar vetnisgasskýin féllu saman undan eigin þyngdarkrafti. Nú þegar skína sumar þróaðari stjörnurnar skært og sjást jafnvel í gegnum skýið. Þessar heitu, ungu stjörnur eru mjög orkuríkar og gefa frá sér mikið magn útfjólublárrar geislunar sem hrifsa rafeindir af vetnisatómum í skýinu og skilja eftir jákvætt hlaðna kjarna — róteindir. Þegar róteindirnar fanga rafeindirnar aftur geta ...
potw1230-is — Mynd vikunnar
Grunnbúðir Paranal úr lofti
23. júlí 2012: Frá þessu sjónarhorni er horft yfir Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal í Atacamaeyðimörkinni í Chile og grunnbúðir stjörnustöðvarinnar fyrir neðan. Nálægt miðju sést Paranal Residencia, griðarstaður þeirra sem starfa á fjallinu, með hvítu hvolfi á þaki sínu. Vinstra megin við Residencia, hinumegin vegarins, er íþróttahús staðarins en vinstra megin við það er viðhaldsbyggingin (Mirror Maintenance Building, MMB) þar sem risaspeglar VLT eru annað slagið hreinsaðir og endurhúðaðir. Á bak við þá byggingu er aflstöð stjörnustöðvarinnar og enn lengra til vinstri er tækjabyggingin. „Stjörnuslóðin“ vindur sig upp fjallshlíðina í forgrunni en það er gönguslóði frá Residencia upp á fjallstindinn. Sólin settist um það bil kortéri áður en þessi mynd var tekin og baðaði grunnbúðirnar fallegu appelsínugulu ljósi. Í rökkrinu sjást fínir drættir landslagsins þar sem skuggarnir gefa hæðunum meiri dýpt. Slíkt sést aðeins á Paranal á „gullklukkutímanum“ fyrir sólarupprás eða eftir sólsetur, því sólskinið á daginn gefur ekki góð ...
potw1229-is — Mynd vikunnar
ALMA loftnet á ferðinni
16. júlí 2012: Á þessari mynd sést eitt af evrópsku loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) þar sem verið er að flytja það í þjónustumiðstöð verkefnisins. Frá því að þessi mynd var tekin hafa fleiri loftnet bæst við og verið tekin í notkun á Chajnantor þar sem ALMA hefur þegar hafið rannsóknir þótt röðin sé aðeins tilbúin að hluta (sjá eso1137). Fimmtudaginn 12. júlí var svo lokað fyrir umsóknir fyrir næsta rannsóknarfasa ALMA. Meira en 1100 umsóknir bárust frá stjörnufræðingum um allan heim. ALMA gerir mælingar í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli frá Chajnantor sléttunni. Þegar smíði sjónaukans lýkur verður ALMA röð 66 hárnákvæmra 12 og 7 metra loftneta sem dreifast um allt að 16 km breitt svæði en vinna sem einn sjónauki sem greinir 0,32 til 3,6 millímetra bylgjulengdir. Meira en helmingi loftnetanna 66 hefur þegar verið komið fyrir á Chajnantor (sjá ann12035). >ESO leggur tuttugu og fimm evrópsk loftnet til verkefnisins ...
potw1228-is — Mynd vikunnar
Kattarloppan endurblönduð
9. júlí 2012: Kattarloppuþokan sést hér á mynd sem var sett saman úr ljósmyndum sem teknar voru með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum og af stjörnuáhugamönnunum Robert Gendler og Ryan M. Hannahoe. Þokan dregur nafn sitt af löguninni sem er augljós í rauðglóandi gasskýjunum fyrir framan kolsvartan og stjörnum stráðann himingeiminn. Myndin var búin til með því að skeyta saman athugunum sem gerðar voru með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile (sjá eso1003) og ljósmynd sem Gendler og Hannahoe tóku með 0,4 metra sjónauka á 60 klukkustundum. Upplausn athugana 2,2 metra MPG/ESO sjónaukans var blandað saman (með því að nota birtu þeirra) við litaupplýsingar úr myndum Gendlers og Hannahoes og útkoman er þessi fallega blanda úr gögnum atvinnu- og áhugamannasjónauka. Litaupplýsingarnar draga fram daufa, bláa þokumóðu í miðjunni sem sést ekki á upprunalegu mynd ESO en gögn ESO sýna þó fínni smáatriði. Heildarniðurstaðan er mynd sem er miklu betri en ...
potw1227-is — Mynd vikunnar
Vin í eyðimörkinni
2. júlí 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching við München í Þýskalandi. Frá því í febrúar 2002 (eso0205) hefur Paranal Residencia verið dvalarstaður fólks sem vinnur vaktavinnu við aðalstjörnustöð ESO, Paranal í Atacamaeyðimörkinni í Chile þar sem Very Large Telescope (VLT) ESO er að finna. Gerhard Hüdepohl, ljósmyndari ESO, tók Fyrr og ný ljósmyndir þessa mánaðar, sem veita okkur einstaka sýn á smíði þessara vinar í eyðimörkinni. Gamla myndin sýnir Residencia í smíðum í lok ársins 2000. Bygging, sem er L-laga og byggð neðanjarðar, var hönnuð af þýsku arkitektastofunni Auer+Weber. Hún er í svipuðum lit og eyðimörkin og fellur ...
potw1226-is — Mynd vikunnar
Mars árið 2099?
25. júní 2012: Á kaldri, dimmri nóttu á Mars, í miðri skraufþurri eyðimörk, lýsa manngerð ljós upp mjóan veg sem liggur upp að einmannalegri byggingu ofan á gömlu fjalli. Unnandi vísindaskáldsagna gæti að minnsta kosti lesið það út úr þessari næstum ójarðnesku mynd. Myndin sýnir í raun Paranal stjörnustöð ESO, heimili Very Large Telescope (VLT). Engu að síður er auðvelt að ímynda sér þennan stað sem Mars í framtíðinni, hugsanlega í aldarlok. Einmitt þess vegna kallar ljósmyndarinn Julien Girard þessa mynd „Mars 2099“. Paranal stjörnustöð ESO er í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli á einum þurrasta og afskekktasta stað jarðar, Atacamaeyðimörkinni í Chile. Landslagið minnir svo á Mars að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) og NASA prófuðu Marsjeppana sína á svæðinu. Til dæmis prófaði teymi frá ESA Seeker jeppan sjálfvirka á staðnum eins og lesa má um í ann12048. Myndin var tekin skömmu eftir sólsetur. Horft er í suðvesturátt að VLT frá VISTA sjónaukanum sem ...
potw1225-is — Mynd vikunnar
Leysigeisli Yepun og Magellansskýin
18. júní 2012: Lofthjúpur jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hann veldur því að fyrirbæri himins sýnast þokukennd í gegnum sjónauka á jörðu niðri. Til að vinna bug á þessu nta stjörnufræðingar aðlögunarsjóntæki sem leiðrétta bjögun lofthjúpsins í rauntíma með tölvustýrðum speglum. Speglarnir aflagast mörg hundruð sinnum á sekúndu og vega þannig upp á móti ókyrrðinni í lofthjúpnum. Þessi fallega mynd sýnir Yepun [1], einn fjögurra 8,2 metra sjónauka Very Large Telescope (VLT) ESO, þar sem hann skýtur öflugum gulum leysigeisla hátt upp í himininn. Á hverri nóttu spillir þessi ljósgeisli frá VLT kristaltærum himninum yfir Paranal, en af góðri ástæðu. Hlutverk leysigeislans er að útbúa gervistjörnu í um 90 km hæð yfir jörðinni. Þar rekst hann á natríumatóm sem taka að glóa svo úr verður gervistjarna. Þessi leysgeislastjarna (Laser Guide Star eða LGS) er hluti af aðlögunarsjóntækjum VLT. Ljósið sem gervistjarnan gefur frá sér er grannskoðað og notað til að vinna gegn ...
potw1224-is — Mynd vikunnar
Fossandi vetrarbrautarslæða
11. júní 2012: Margar stjörnuljósmyndir fanga glæsilegt útsýni okkar á himininn og er þessi sem hér sést ekki undanskilin. Myndin er þó nokkuð óvenjuleg. Bak við Very Large Telescope (VLT) ESO virðist sem vetrarbrautarslæðan fossi niður eða rísi til himins eins og reykstólpar. Ástæðan er sú að myndin nær yfir himinhvolfið allt, frá hvirfilpunkti út á sjóndeildarhringinn, 360 gráður. Fossarnir tveir eru í raun ein slæða: Flötur Vetrarbrautarinnar sem liggur í boga yfir himininn milli sjóndeildarhringa. Vegna vörpunar á flata, rétthyrnda mynd hefur myndin bjagast svo slæðan flest út yfir alla efstu brún myndarinnar. Til að átta þig betur á myndinni skaltu ímynda þér að vinstri hliðin sé föst við þá hægri þannig að þær liggi í kringum þig og að efsti hlutinn sé dreginn saman í einn punkt beint fyrir ofan haustamótin. Þannig nær hún öllu himinhvolfinu yfr okkur. Vinstra megin á myndinni sést skuggamynd af vindpoka stjörnustöðvarinnar, þar sem hann er ...
potw1223-is — Mynd vikunnar
Tölvubúnaður ESO í gegnum tíðina — Miklar tækniframfarir
4. júní 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching við München í Þýskalandi. Ljósmyndir þessa mánaðar sýna okkur hve miklar breytingar hafa orðið á tölvubúnaði ESO í gegnum tíðina. Á báðum myndum sést austurríski stjörnufræðingurinn Rudi Albrecht fyrir framan tölvukerfi ESO með nokkurra áratuga millibili. Eldri myndin var tekin árið 1974 í skrifstofum ESO í Santiago í Chile en á henni sést Albrecht með blýant í hönd að skoða kóða fyrir framan fjarrita. Hann er þarna að vinna við hugbúnað fyrir Spectrum Scanner mælitækið á eins metra sjónauka ESO [1] í La Silla stjörnustöðinni. Í Santiago voru gögnin unnin með ...
potw1222-is — Mynd vikunnar
Suðurhluti Vetrarbrautarinnar yfir ALMA
28. maí 2012: Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO, tók þessa fallegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir vetrarbrautarslæðunni. Himininn sem sést á myndinni er til marks um þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem eru á hinni 5.000 metra háu Chajnantor sléttu í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Á myndinni sjást stjörnumerkin Kjölurinn og Seglið. Á miðri mynd, ofarlega til vinstri og niður til hægri, sjást dökk rykský í Vetrarbrautinni. Bjarta appelsínugula stjarnan uppi, vinstra megin er Suhail í Seglinu en hægra megin við hana, ofarlega á miðri mynd, er Avior í Kilinum, önnur álíka appelsínugul stjarna. Milli þeirra eru þrjár aðrar bjartar, bláar stjörnur sem mynda „L“. Þær tvær sem eru vinstra megin tilheyra Seglinu en sú til hægri Kilinum. Undir þessum stjörnum, á miðri mynd, sést bleikur bjarmi Kjalarþokunnar (eso1208). ESO leggur til 25 af 66 loftnetum ALMA fyrir hönd Evrópu. Loftnetin tvö sem eru næst okkur á myndinni, sem sjá má ...
potw1221-is — Mynd vikunnar
Ísstrýtur í tunglskininu á Chajnantor
21. maí 2012: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd af forvitnilegu fyrirbæri á Chajnantorsléttunni þar sem Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er að finna. Þessar sérkennilegu ísmyndanir kallast penitentes eftir spænska orðinu yfir strýtur. Þær lýsast upp í tunglskininu sem sést hægra megin á myndinni. Vinstra megin, hærra á lofti, glittir í Litla og Stóra Magellansskýin en rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn, lengst til vinstri, sést daufur rauðleitur bjarmi Kjalarþokunnar. Ísstrýtur eru náttúrulegar ísmyndanir sem finnast aðallega á mjög hálendum svæðum eins og í Andesfjöllum Chile, venjulega í yfir 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þær eru þunnir broddar eða blöð úr hörðnuðum snjó eða ís sem myndast gjarnan í þyrpingum og vísa blöðin í átt að sólinni. Þær eru oft fáeinir sentímetrar á hæð og minna þá á nýslegið gras upp í fimm metrar og líkjast þá ísskógi í miðri eyðimörkinni. Ekki er vitað með vissu hvernig ísstrýturnar verða til. Í ...
potw1220-is — Mynd vikunnar
VLT gerður klár fyrir enn skarpari myndir
14. maí 2012: Hér sést fjórði sjónauki (UT4) Very Large Telescope (VLT) ESO þegar verkfræðingar ESO tóku hann í stutta yfirhalningu. Búið er að umvefja hann vinnupalli tímabundið svo hægt sé að koma nýju aðlögunarsjóntækjakerfi (Adaptive Optics Facility (AOF)) fyrir. Þar með verður UT4 breytt í sjónauka sem er fullbúinn aðlögunarsjóntækjum. AOF mun leiðrétta bjögun sem rekja má til lofthjúps jarðar og gera sjónaukanum kleift að taka miklu skarpari myndir en áður með HAWK-I og MUSE mælitækjunum. Verið er að bæta ýmsum nýjum hlutum við UT4 sem tilheyra AOF. Þar á meðal er sveigjanlegur aukaspegill (deformable secondary mirror (DSM)): Þunn spegilsskel sem er 1,1 metri að þvermáli en aðeins 2 millímetrar að þykkt. Undir þessum næfurþunna spegli eru meira en þúsund hreyfiliðir sem breyta lögun spegilsins allt að þúsund sinnum á sekúndu og vega þannig upp á móti bjögun sem hlýst af ókyrrð í lofthjúpi jarðar. Sveigjanlegi aukaspegillinn er stærsti aðlögunarspegill sem smíðaður ...
potw1219-is — Mynd vikunnar
Þrír gerólíkir sjónaukar á La SIlla
7. maí 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Myndirnar tvær, sem hér sjást, voru teknar frá hæsta tindi La Silla fjalls sem rís 2.400 metra yfir sjávarmál á jaðri Atacamaeyðimerkurinn í Chile. Á La Silla var fyrsta stjönustöð ESO komið upp. Gamla myndin var tekin árið 1975 og sýnir nokkra flutningabíla og annan búnað sem notaður var við smíði á hvolfþaki 3,6 metra sjónauka ESO, sem þá var í smíðum á bakvið ljósmyndarann. Vinstra megin sjást vatnstankar stöðvarinnar. Á nýju myndinni hafa þrír nýir gerólíkir sjónaukar risið. Hægra megin við vatnstankinn er New Technology Telescope ...
potw1218-is — Mynd vikunnar
Sólin, tunglið og sjónaukar yfir eyðimörkinni
30. apríl 2012: Ójarðnesk fegurð Atacamaeyðimerkurinn, heimili Very Large Telescope (VLT) ESO, teygir sig yfir sjóndeildarhringinn á þessari mynd. Á Cerro Paranal, hæsta tindinum á miðri mynd, eru VLT risasjónaukarnir fjórir, hver með 8,2 metra breiðan safnspegil. Á fjallstindinum vinstra megin við Cerro Paranal er kortlagningarsjónaukinn VISTA. Þessi 4,1 metra breiði sjónauki kortleggur stór svæði á himninum í leit að áhugaverðum fyrirbærum sem VLT og aðrir sjónaukar, bæði á jörðinni og í geimnum, kanna nánar. Aðstæður til að skoða næturhimininn á þessu svæði eru meðal þess besta sem gerist í heiminum. Hægra megin á þessari 360 gráðu víðmynd gengur sólin til viðar yfir Kyrrahafinu og varpar löngum skuggum yfir fjallendið. Vinstra megin glitrar tunglið á himninum. Eftir skamma stund opna sjónaukarnir augun og rannsóknir hefjast. Þessa fallegu mynd tók Serge Brunier, ljósmyndari ESO. Hún er ein fjölmargra ljósmynda sem til eru af sjónaukum ESO, fögru landslaginu í kring og himninum fyrir ofan þá. ...
potw1217-is — Mynd vikunnar
Tunglið og vetrarbrautarslæðan
23. apríl 2012: Þessa fallegu víðmynd af ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array í Andesfjöllunum í Chile, tók Stéphane Guisard, ljósmyndari ESO. Hér sést Chajnantor sléttan sem er í yfir 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og svo skraufþurr að hvergi í heiminum eru betri aðstæður fyrir þessa tegund stjörnusjónauka sem rannsakar millímetra og hálfsmillímetra geislun utan úr geimnum. Á myndinni sjást fjölmörg stór loftnet. Fullbúin verður ALMA útbúin 54 svona loftnetum sem eru 12 metra breið. Yfir röðinni sést tignarleg, bogadregin vetrarbrautarslæðan. Þegar myndin var tekin var tunglið við miðju vetrarbrautarinnar á himninum og baðar loftnetin með birtu sinni. Vinstra megin á himninum má sjá Stóra og Litla Magellansskýið, stærstu dverg-fylgivetrarbrautir okkar, sem bjarta móðubletti. Nærri Litla Magellansskýinu glitrar björt loftsteinarák. Hægra megin sjást nokkur minni 7 metra loftnet ALMA en tólf slík munu saman mynda Atacama Compact Array. Enn lengra til hægri sést bjarminn frá tæknibyggingu stjörnustöðvarinnar. Fyrir aftan hana rís tindur Cerro ...
potw1216-is — Mynd vikunnar
APEX stendur vörð á Chajnantor
16. apríl 2012: Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn horfir til himins eina tunglbjarta nótt á Chajnantor, einum hæsta og þurrasta stjörnuathugunarstað í heiminum. Stjarnfræðilegar gersemar prýða himininn fyrir ofan sjónaukann og eru til vitnis um þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem Atacama svæðið í Chile hefur upp á að bjóða. Vinstra megin við sjónaukann skína stjörnurnar sem mynda hala Sporðdrekans. Oddinn mynda tvær stjörnur sem eru þétt saman. Þvert yfir himininn liggur svo ljósleit vetrarbrautaslæðan. Milli Sporðdrekans og næsta stjörnumerkis til hægri, Bogmannsins, sem gnæfir yfir APEX, sést glitrandi stjörnuþyrping. Þetta er lausþyrpingin Messier 7 sem einnig er þekkt undir nafninu Ptólmæosarþyrpingin. Undir Messier 7 og örlítið til hægri er Fiðrildaþyrpingin, Messier 6. Lengra til hægri, rétt fyrir ofan brún APEX, er dauft ský sem lítur út eins og móðublettur. Það er Lónþokan fræga (sjá nærmynd í eso0936). Loftnet APEX er 12 metra breitt svo hann er stærsti staki hálfsmillímetra sjónaukinn á suðurhveli ...
potw1215-is — Mynd vikunnar
Umhverfis Chajnantor — 360 gráðu víðmynd
9. apríl 2012: Þótt fjallið Cerro Chico rísi heila 5.300 metra yfir sjávarmál er það aðeins lítil hæð í tignarlegu landslagi Andesfjallanna. Nafnið merkir einmit „litlafjall“ á spænsku. Frá Cerro Chico er hins vegar glæsilegt útsýni yfir Chajnantor hásléttuna. Á þessari 360 gráðu víðmynd er horft beint í norðaustur þar sem hæstu eldfjöllin — sem flest eru yfir 5.000 metra há — stinga upp kollinum. Á miðri myndinni er sjálft Cerro Chajnantor. Hægra megin á sléttunni glittir í Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukann og Cerro Chascon þar fyrir aftan. Enn lengra til hægri, í suðausturátt, sést Chajnantorsléttan næstum í heild sinni. Auk APEX sjónaukans má sjá þrjú loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hægra megin. Fjölmörg önnur loftnet hafa bæst við frá því að myndin var tekin. Vinstra megin við Cerro Chajnantor sést Cerro Toco. Enn lengra til vinstri, í norðvestri, rís eldkeilanLicancabur. Á Chajnantorsléttunni, sem er í 5.000 metra hæð, er loftið ...
potw1214-is — Mynd vikunnar
La Silla, fyrsta stjörnustöð ESO — Fyrsta stjörnustöð ESO fyrr og nú
2. apríl 2012: Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi. Sögulega myndin var tekin í kringum 1970 frá gistiaðstöðunni á La Silla sem staðsett er lægra á fjallinu en sjónaukarnir. Á myndinni er horft í átt að hæsta tindi fjallsins sem er vinstra megin. Málmbyggingin á tindinum er ekki sjónauki heldur vatnstankur. Hvíta hvolfið á miðri mynd er 1 metra Schmidt sjónauki ESO sem tekinn var í notkun í febrúar 1972. Lengst til hægri, rétt fyrir ofan hrygginn, er 1 metra sjónauki ESO og vinstra megin við hann glittir í Grand Prisme Objectif sjónaukann. Á nýju myndinni ...
Niðurstöður 21 til 40 af 53
Segðu okkur þitt álit!
Subscribe to receive news from ESO in your language
Accelerated by CDN77