Mynd vikunnar 2014

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
potw1451-is — Mynd vikunnar
Hátíðarkveðjur frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli!
22. desember 2014: Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli sendir þér og þínum hátíðarkveðjur! Við óskum þér gleðilegra jól og farsældar á komandi ári 2015! Tenglar: Jólakort 2014
potw1450-is — Mynd vikunnar
Regnbogi rís
15. desember 2014: Regnbogar setja gjarnan kærkominn lit á annars dimma og drungalega daga og er þessi regnbogi engin undantekning. Þessi sjaldséði regnbogi birtist yfir þjónustumiðstöð Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), sem er í um 2.900 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt smábænum San Pedro de Atacama. Þjónustumiðstöðin er grunnbúðir ALMA sjónaukans, sem er nokkru hærra eða í 5.000 metra hæð á Chajnantor hásléttunni. Í þjónustumiðstöðinni er ALMA stjörnustöðinni ekki aðeins stjórnað, heldur eru ný tæki sett saman þar og prófuð áður en þau eru flutt upp á Chajnantor. Prófa verður tæki og setja þau saman í þjónustumiðstöðinni vegna þess að þar er loftið mun þykkara en á hásléttunni og starfsmenn geta unnið vinnuna sína án þess að setja sig í þá hættu sem fylgir vinnu í mikilli hæð. Armin Silber, starsfmaður ESO, tók þessa mynd. Tenglar ALMA
potw1449-is — Mynd vikunnar
Skýjum ofar
8. desember 2014: Af stjörnustöðvum ESO í Chile er La SIlla í minnstri hæð yfir sjávarmáli, um 2.400 metra. Stjörnustöðin er því um 200 metrum lægri en Paranal og helmingi lægra en ALMA á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þrátt fyrir að vera lægsta stjörnustöðin minna skýin sem blasa við undir fótum vísindamanna á La Silla á þá miklu hæð sem stöðin er í. La Silla er í suðurhluta Atacamaeyðimerkurinnar, einum þurrasta stað veraldar, en skýin og loftslagið þurra má rekja til perúíska Humboldt hafstraumsins. Strauminn má rekja til uppfærslu kalds vatns úr djúpum Kyrrahafsins sem streymir norður eftir vesturströnd Suður Ameríku. Hann á raunar sök á þurrleika Atacamaeyðimerkurinnar því þegar þetta kalda vatn kemur upp til yfirborðs sjávar myndast kalt loft við sjávarmál en hlýrra loft í meiri hæð. Stöku sinnum verður þoka og skýjamyndun án úrkomu. Í þessu tilviki var það ekki vandamál því skýin hurfu skömmu eftir ...
potw1448-is — Mynd vikunnar
Óvænt uppgötvun í skýi
1. desember 2014: Hér sést svæði í stjörnumerkinu Sporðdrekanum sem liggur við miðflöt Vetrarbrautarinnar. Á svæðinu eru mörg þétt gas- og rykský sem tengjast sameindaskýinu IRAS 16562-3959 sem sést vel sem appelsínugulur flekkur innan um aragrúa stjarna. Ský eins og þessi eru fæðingarstaðir nýrra stjarna. Í miðju skýsins er bjart fyrirbæri sem kallast G345.4938+01.4677 og sést rétt fyrir utan gas- og rykslæðurnar. Þetta er mjög ung stjarna sem er að myndast þegar skýið hrynur saman vegna þyngdarkraftsins. Stjarnan unga er afar skær og efnismikil — ríflega 15 sinnum efnismeiri en sólin — og kom nýlega við sögu í niðurstöðum frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Hópur stjarnvísindamanna gerði óvænta uppgötvun í G345.4938+01.4677 — í kringum stjörnuna er stór gas- og rykskífa sem og efnisstraumur frá henni. Kenningar segja að við stjörnur eins og G345.4938+01.4677 ætti hvorki að vera slíkur efnisstraumur né skífa, því öflug geislun frá jafn massamiklum ungum stjörnum ýtir oftast efninu ...
potw1447-is — Mynd vikunnar
Hjarta Mira A og fylgistjörnu hennar
24. nóvember 2014: Rannsóknir á rauðum risastjörnum veita stjörnufræðingum ýmsar upplýsingar um sólina og hvernig fyrri kynslóðir stjarna hafa dreift frumefnum lífsins um alheiminn. Ein frægasta rauða risastjarna himins er kölluð Mira A en hún tilheyrir tvístirnakerfinu Mira sem er í um 400 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Á myndinni hefur ALMA svipt hulunni ef ýmsum leyndardómum hennar. Mira A er gömul stjarna sem er þegar farin að varpa efni frá sér út í geiminn. Fylgistjarna Mira A, Mira B, er tvöfalt lengra frá henni en Neptúnus er frá sólinni okkar. Vitað er að Mira A gefur frá sér hægan vind sem mótar efnið í kring. ALMA hefur nú staðfest að fylgistjarnan er gerólík og mun vindasamari. Mira B er heitur, þéttur hvítur dvergur með öflugan stjörnuvind. Mælingarnar nýju sýna hvernig vindar frá stjörnunum tveimur hafa mótað þessa heillandi, fallegu og flóknu þoku. Hjartalaga bólan í miðjunni er komin til fyrir tilverknað öflugra vinda ...
potw1442-is — Mynd vikunnar
Opið hús 2014
20. október 2014: Hér sést mynd sem tekin var á opnu húsi hjá ESO 2014. Á henni sjást börn og fullorðnir hlýða á ævintýri geimsteinsins Pedro. Þetta var einn af sextán viðburðum sem boðið var upp á í höfuðstöðvum ESO í Garching í Þýskalandi hinn 11. október 2014. Þennan dag bauð ESO og aðrar vísinda- og tæknistofnanir í Garching almenningi að kynnast starfi helstu stjarnvísindasamtaka heims. Áður en húsið var opnað klukkan 11 um morguninn beið fólk utandyra spennt eftir því að skoða nýju höfuðstöðvarnar og taka þátt í þeirri dagskrá sem boðið var upp á. Í heild komu 3300 manns í heimsókn og fengu svör við spurningum sínum frá stjörnufræðingum, fylgdust með sýnitilraunum, fengu leiðsögn um höfuðstöðvarnar, hlýddu á fyrirlestra um rannsóknir stjarnvísindamanna og tóku þátt í spjalli við stjörnufræðinga í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Á opna húsinu í ár voru framtíðarverkefni ESO einnig kynnt, þar á meðal ESO Supernova Planetarium & Visitor ...
potw1441-is — Mynd vikunnar
Litfræði vetrarbrauta
13. október 2014: Þessi litríka mynd líkist einna helst abstraktmálverki, eða kannski steintum glerglugga. Í raun er þetta óvenjuleg mynd af vetrarbraut sem tekin var með MUSE mælitækinu á Very Large Telescope ESO. Litir á stjörnuljósmyndum tengjast venjulega raunverulegum lit fyrirbærisins. Á þessari mynd tákna litirnir hins vegar hreyfingu stjarna í risasporvöluþokunni Messier 87 — einni björtustu vetrarbrautinni í Meyjarþyrpingunni, sem er í meira en 50 milljón ljósára fjarlægð. Rauði liturinn á myndinni táknar stjörnur sem eru, að meðaltali, að stefna frá okkur en blái liturinn sýnir stjörnur sem stefna til okkar. Gulu og grænu litirnir eru stjörnur þar á milli. Þetta nýja kort af Messier 87 frá MUSE sýnir hreyfingu stjarnanna betur en nokkru sinni fyrr. Hún sýnir hæga hreyfingu þessa massamikla fyrirbæris — efri vinstri helmingurinn (blár) færist að okkur en neðri hægri hlutinn (rauður) fjarlægist okkur. Á myndinni koma einnig fram nokkur óvænt smáatriði — til dæmis kúvending lita á ...
potw1440-is — Mynd vikunnar
Börn setja saman líkan af spegli E-ELT
6. október 2014: Þessi loftmynd sýnir líkan í réttri stærð af safnspegli European Extremely Large Telescope við Asiago Astrophysical Observatory við Asiago á Ítalíu. Þessi ítalska stjörnustöð var sett á laggirnar árið 1942 en er dvergvaxin í samanburði við risaspegil E-ELT. Reyndar væri hægt að koma allri Asiago stjörnustöðinni fyrir innan í E-ELT speglinum og enn væri nægt pláss eftir. Í kringum spegillíkanið eru börnin sem eiga heiðurinn að verkefninu. Þau lögðu niður 800 1,4 metra pappírssexhyrninga til að setja saman hinn 39 metra E-ELT spegil.
potw1438-is — Mynd vikunnar
Stjörnuslóðir yfir SEST
22. september 2014: Hér sést hinn fimmtán metra breiði Swedish-ESO Submillimeter Telescope (SEST) sem smíðaður var árið 1987 og starfræktur í La Silla stjörnustöð ESO í Chile til ársins 2003. Þegar sjónaukinn var smíðaður var SEST eini útvarpssjónaukinn á suðurhveli Jarðar sem hannaður var til að mæla hálfsmillímetra bylgjulengdir utan úr geimnum. Sjónaukinn ruddi brautina fyrir sjónauka á borð við Atacama Pathfinder Experiment sjónaukanum (APEX) og Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), sem báðir eru á Chajnantor. Á myndinni sjáum við stjörnuslóðir á næturhimninum sem komnar eru til vegna langs lýsingartíma myndavélarinnar. Ljós stjarnanna endurspeglast af loftnetinu úr öllum áttum að myndavélinni. Í bakgrunni sést 3,6 metra sjónauki ESO. José Joaquín Pérez, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd af SEST sjónaukanum í La Silla. Tenglar Myndir teknar með Swedish–ESO Submillimetre Telescope Myndir af Swedish–ESO Submillimetre Telescope
potw1437-is — Mynd vikunnar
Morgunbirta yfir La Silla
15. september 2014: Hér sést La Silla stjörnustöð ESO undir vetrarbrautarslæðunni. La Silla var fyrsta stjörnustöð ESO í Chile, stofnuð upp úr 1960. Vinstra megin á hæðinni fyrir ofan miðja mynd sést ferningslaga byggingin sem hýsir New Technology Telescope (NTT) en hægra megin er hvolfið yfir 3,6 metra sjónauka ESO. Hinn 3,58 metra NTT sjónauki var tekinn í notkun árið 1989 og var sá fyrsti í heiminum sem var útbúinn tölvustýrðum safnspegil. Safnspegillinn er sveigjanlegur og lögun hans er breytt á meðan athuganir standa yfir til að tryggja bestu mögulegu myndgæði. Þessi tækni, kölluð virk sjóntæki, er nú notuð í öllum stærstu sjónaukum heims — þar á meðal Very Large Telescope í Cerro Paranal og í framtíðinni í European Extremely Large Telescope. Á La Silla eru nokkrir aðrir sjónaukar, þar á meaðl Swedich-ESO Submillimeter Telescope (SEST) og fjarstýrði sjónaukinn TAROT sem notaður er ti lað fylgjast með skyndilegum atburðum eins og gammablossum. José ...
potw1436-is — Mynd vikunnar
VLT fylgist með halastjörnu Rosetta
8. september 2014: Bjarti þokubletturinn á miðri mynd er halastjarnan 67P/Churyumov-Gersimenko eða 67P/C-G. Þetta er ekki hvaða halastjarna sem er, heldur viðfangsefni Rosetta geimfars ESO sem nú er djúpt innan í hjúpi halastjörnunnar í innan við 100 kílómetra frá kjarnanum [1]. Rosetta er nú svo nálægt halastjörnunni að eina leiðin til að sjá hana alla er að fylgjast með henni frá Jörðinni. Myndin var tekin 11. ágúst með einum af 8 metra sjónaukum Very Large Telescope (VLT) ESO í Chile. Myndin er sett saman úr 40 stökum myndum sem hver var lýst í um 50 sekúndur. Búið er að fjarlægja stjörnur í bakgrunni til að halastjarnan verði sem skýrust. Rosetta geimfarið er í einum díl í miðjunni en alltof lítið til að koma fram á myndinni. VLT samanstendur af fjórum stökum sjónaukum sem geta unnið saman eða hver í sínu lagi. Myndin sem hér sést var tekin með FORS2 (FOcal Reducer and low ...
potw1434-is — Mynd vikunnar
Stjörnuregn í eyðimörkinni
25. ágúst 2014: Í Atacamaeyðimörkinni í Chile rignir sárasjaldan. Það er aðeins á nokkurra ára fresti sem rignir eða snjóar svo einhverju nemi í La Silla stjörnustöð ESO og þá sem fylgifiskur óvenju hlýs veðurfars á borð við El Niño. Eyðimörkin er einn þurrasti staður Jarðar og því framúrskarandi góður til að rannsaka næturhiminninn. Þótt úrkoma sé sjaldgæf á þessum slóðum geta sumar ljósmyndið látið stjörnurnar líta út eins og regndropa sem falla á fjöllin, eins og hér sést á mynd sem Diana Jucher, doktorsnemi við Niels Bohr stofnunina í Danmörku, tók hinn 21. maí 2013. Í maí 2013 dvaldi Diana í tvær vikur í La Silla við rannsóknir á fjarreikistjörnum í átt að miðju Vetrarbrautarinnar. Á meðan dvöl hennar stóð tók hún nokkrar myndir af stjörnuslóðum frá danska 1,54 metra sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO. Ljósmyndir af stjörnuslóðum eins og þessi eru teknar með því að hafa ljósop myndavélarinnar opið í ...
potw1433-is — Mynd vikunnar
Ský yfir La Silla
18. ágúst 2014: Á þessari mynd, sem stjörnufræðingurinn Alan Fitzsimmons tók hinn 11. júní 2012, sjást sjaldséð ský á himninum yfir La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þetta þurra, eyðilega og stundum vindasama umhverfi virðist ef til vill ekki heppilegasti staðurinn fyrir mannabyggð en það er kjörið fyrir stjörnusjónauka. Þurra loftið hjálpar stjörnufræðingum að losna við algeng vandamál sem trufla mælingar, til dæmis ókyrrð í lofthjúpnum, ljósmengun, raka og (oftast) ský, sem gerir þeim kleift að fá skýrari mynd af alheiminum fyrir ofan. Þennan sjaldséða skýjadag hafði meira að segja létt til þegar kvöldaði og athuganir hófust eins og venjulega. Sjónaukarnir á La Silla — þeirra á meðal tveir stórir sjónaukar ESO: 3,6 metra ESO sjónaukinn og New Technology Telescope (NTT) — eru búnir fyrsta flokks mælitækjum sem gera þeim kleift að fullnýta þær einstöku aðstæður sem ríkja í norðurhluta Chile. Á 3,6 metra ESO sjónaukanum er nú High Accuracy Radial velocity Planet ...
potw1432-is — Mynd vikunnar
Vegur lagður upp á Armazones
11. ágúst 2014: Í dag rekur ESO þrjár stjörnustöðvar í Atacamaeyðimörkinni í Chile: La Silla, Paranal og Chajnantor. Í bakgrunni þessarar myndar sést Paranal, flaggskip ESO og heimili Very Large Telescope (VLT). Á næstu árum mun fjórða stjörnustöðin bætast við: Cerro Armazones, framtíðarstaður European Extremely Large Telescope (E-ELT). E-ELT verður stærsta auga jarðar þegar smíði hans lýkur í kringum 2024 með 39 metra breiðan spegil. Nú um stundir er Cerro Armazones aðeins tengt við Paranal með malarvegi — en eins og sést á myndinni er lagning nýs vegar hafin. Chileska fyrirtækið ICAFAL Ingeniería y Construcción S.A. (ICAFAL) hóf vegavinnuna í mars (ann14019) og er búist við að það taki um 16 mánuði að ljúka við lagningu 7 metra breiðs malbikaðs vegar. Fyrir utan að leggja veginn í gegnum landslagið í Chile mun ICAFAL jafna toppinn á Cerro Armazones svo hægt sé að útbúa nothæfan pall undir E-ELT.
potw1431-is — Mynd vikunnar
Starað út í geiminn
4. ágúst 2014: Í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli, hátt á Chajnantor hásléttunni í Chile, stara loftnet ALMA stjörnustöðvarinnar út í alheiminn í leit að vísbendingum um uppruna okkar í alheiminum. Sléttan er einn hæsti stjörnuskoðunarstaður á Jörðinni. Innan um stjörnuskarann á myndinni sjást Litla og Stóra Magellansskýið hægra megin sem bjartir ljósblettir á himninum. Bæði skýin eru vetrarbrautir — tveir af næstu nágrönnum okkar Vetrarbrautar. Meginmarkmið ALMA er að rannsaka köldustu og elstu fyrirbærin í alheiminum — hinn kalda alheim sem svo er kallaður. Sjónaukaröðin mælir geislun með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir, milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna á rafsegulrófinu. Röðin samanstendur af 66 loftnetum sem hægt er að færa til til þess að mæta þörfum og kröfum vísindamanna og er því stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Þessa glæsilegu mynd af landslaginu í kringum ALMA tók Stéphane Guisard, einn af ljósmyndurum ESO, en hann vinnur sem sjóntækjafræðingur við Very Large Telescope Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli ...
potw1430-is — Mynd vikunnar
Framandi Atacama
28. júlí 2014: Skammt frá ALMA stjörnustöð ESO feykir rúta upp ryki þegar hún ekur yfir eyðimörkina í Chile. Í rútunni eru starfsmenn á leið í níu daga vakt í stjórnstöð ALMA. Í bakgrunni sjáum við tvö eldfjöll með snæviþakta tinda sem stinga sér upp í gegnum skýin. Eldfjöllin tvö eru á landamærum Bólivíu og Chile. Þrátt fyrir að örstutt sé á milli þeirra urðu fjöllin tvö til á mjög mismunandi tímum — Licancabur, eldfjallið vinstra megin, er mun yngra en minni nágranni þess Juriques. Licancabur er þekkt fyrir keilulögun sína og fyrir að geyma hæsta stöðuvatn í heimi. Stöðuvatnið er í 5916 metra hæð yfir sjávarmáli í toppgíg Licancabur en í því finnst fjölbreytt flóra og fána sem menn hafa rannsakað til að sjá hvernig lífi reiðir af í svo harðneskjulegu umhverfi. Sagt er að Licancabur svæðið sé ein besta hliðstæða Mars á Jörðinni og með því að rannsaka lífið sem þar ...
potw1429-is — Mynd vikunnar
Risar að störfum
21. júlí 2014: Þessi víðmynd af flaggskipi ESO í norðurhluta Chile tók Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO. Very Large Telescope (VLT) sést hér hefja störf í Paranal stjörnustöð ESO en í bakgrunni er Vetrarbrautin okkar. Til að útbúa þessa mynd varð Brammer að skeyta saman nokkrum myndum sem teknar voru á tíma til fanga daufa birtu Vetrarbrautarinnar fyrir ofan byggingarnar sem hýsa VLT sjónaukana. Hver bygging er 25 metra há en sjónaukarnir eru nefndir eftir áberandi fyrirbærum næturhimninum á tungumáli Mapuch ættbálksins: Sólin, tunglið, stjörnumerkið Suðurkrossinn og Venus — Antu, Keuyen, Melipal og Yepun. Til vinstri glittir í smærri hjálparsjónauka með hvítu hvolfþaki og Stóra og Litla Magellansskýið þar fyrir ofan. Þegar myndunum er skeytt saman sést hvernig sjónaukabyggingarnar hafa snúist þegar þeir fylgjast með fyrirbærum sem verið er að rannsaka á himninum. Eins og sjá má hefur líka liðið töluverður tími milli mynda þar sem kvöldbirtan er að hverfa fyrir næturhimninum ...
potw1428-is — Mynd vikunnar
Horft djúpt í dimman himinn
14. júlí 2014: Getur þú talið hve ljósdeplarnir á myndinni eru margir? Þetta er djúpmynd sem tekin var með Wide Field Imager (WFI), myndavél á sjónauka af fremur hógværri stærð, 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Myndin er af einu svæði af fimm í COMBO-17 kortlagningarverkefninu (Classifying Objects by Medium-Band Observation með 17 síum), djúpri leit að stjarnfræðilegum fyrirbærum á tiltölulega mjóu svæði á suðurhveli himins. Teknar voru myndir af öllum svæðunum fimm í gegnum sautján mismunandi litsíum. Hver hinna fimm COMBO-17 mynda nær yfir svæði sem er á stærð við fullt tungl. Kortlagningin hefur þegar leitt í ljós mörg þúsund áður óþekkt fyrirbæri — yfir 25 000 vetrarbrautir, tug þúsundir fjarlægra stjarna og dulstirna sem áður voru hulin sjónum okkar og sýna hve margt við eigum enn eftir ólært um alheiminn. Ljós frá fjarlægustu deplunum á myndinni, sem eru vetrarbrautir, hefur verið að ferðast til okkar í níu ...
potw1427-is — Mynd vikunnar
Loftmynd af ESO
7. júlí 2014: Á þessari loftmynd sjást höfuðstöðvar Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO) í Garching bei München í Þýskalandi. Þótt ESO starfræki sjónauka víða í Chile á suðurhveli jarðar, hýsir Garching skrifstofu-, vísinda- og tæknibyggingar ESO, þar sem þróunarvinna fer fram svo stjörnstöðvarnar njóti háþróuðustu tækni sem völ er á. Sveigðu byggingarnar tvær á miðri mynd eru aðalbyggingar höfuðstöðva ESO. Efri byggingin hægra megin var um árabil aðalbygging ESO, en nýlega var hún tengd saman við viðbygginguna með rauða þakinu sem tekin var í notkun í desember 2013. Svarta kringlótta byggingin er tæknibyggingin, þar sem þróun á nýjum mælitækjum fer fram. Báðar aðalbyggingarnar eru tengdar saman með svörtu þríarma byggingunni á miðri mynd. Nýja viðbyggingin, hönnuð af arkitektunum Auer+Weber, hýsir nú vaxandi fjölda starfsfólks ESO og hönnunar- og þróunarstarfið fyrir European Extremely Large Telescope (E-ELT), stærsta auga jarðar. Áður en byggingin var tekin í notkun dreifðist starfsfólkið víða um vísindagarða Garching í svipuðum ...
potw1426-is — Mynd vikunnar
Hughrif, sólsetur
30. júní 2014: Þegar sólin sest undir Paranal stjörnustöðina verður til glæsileg litadýrð og alls kyns blæbrigði sem minna um margt á listaverk eftir Monet. Skýin virðast glóandi fyrir framan síðustu sólargeislunum. Loftið er augljóslega tært og undirstrikar hvers vegna ESO kaus að reisa stjörnustöðvar sínar hér í Chile. Sólstafir og rökkurskuggar frá skýjunum liggja frá sólinni og virðast sameinast í gagnstæðum punkti á himninum. Vinstra megin sjást tveir af fjórum hjálparsjónaukum Very Large Telescope, þar sem þeir bíða þolinmóðir eftir að myrkrið skelli á svo þeir geti hafið störf. Þegar sólin er sest beina 1,8 metra hjálparsjónaukarnir ljósi frá stjörnunum í Very Large Telescope Interferometer (VLTI) sem sameinar það og býr til kristaltærar myndir af alheiminum. Hjálparsjónaukarnir eru á brautum svo hægt sé að færa þá til. Þannig er hægt að skoða himinninn frá mismunandi sjónarhornum. Roger Wesson, vísindamaður hjá ESO í Paranal stjörnustöðinni, tók þessa mynd hinn 8. mars 2013 og ...
Niðurstöður 1 til 20 af 38
Segðu okkur þitt álit!
Gerstu áskrifandi að ESO News