Mynd vikunnar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
potw1419-is — Mynd vikunnar
Stjörnurákir yfir kaktusum í Atacamaeyðimörkinni
12. maí 2014: Á þessari glæsilegu mynd sjást stjörnurákir í kringum suðurpól himins yfir kaktusum í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Rákirnar eru sýndarslóðir stjarnanna á himninum sem rekja má til snúnings jarðar og koma fram á myndum sem teknar eru á löngum tíma. Önnur mynd, tekin á enn lengri tíma, hefur verið lögð ofan á rákirnar. Á henni sjást mun fleiri daufari stjörnur ásamt vetrarbrautarslæðinni vinstra megin með sínum dökku ryksvæðum og bleikum bjarma Kjalarþokunnar. Hægra meginn sjást líka Magellansskýin tvö, Stóra (ofarlega fyrir miðju) og Litla (neðarlega til hægri).
potw1418-is — Mynd vikunnar
Reikistjörnur raðast upp yfir La Silla
5. maí 2014: Þegar sólin sest yfir La Silla, eina af stjörnustöðvum ESO í Chile, verður til áberandi appelsínugulur bjarmi við sjóndeildarhringinn. Á myndinni, sem David Jones tók í júní 2013, sést uppröðun þriggja reikistjarna yfir sjónaukum ESO. Þríeykið samanstendur af Júpíter (neðst til vinstri, næstum ósýnilegur í sólsetrinu), Venusi (miðju) og Merkúríusi (efst til hægri) — sjá einnig merkta mynd. Uppröðun sem þessi verður á nokkurra ára fresti og er því töluvert sjónarspil fyrir ljósmyndara og stjörnuáhugafók. Þegar þrjú eða fleiri stjarnfræðileg fyrirbæri raðast saman á þennan hátt er það kallað „okstaða“ eða raðstaða. Á annarri okstöðumynd sést svo til sama uppröðun (líka í maí 2013). „Myndin var tekin þegar ég var við mælingar með 3,6 metra New Technology Telescope á La Silla í fimm nætur, svo ég var mjög heppinn að fá mælingatíma á réttu augnabliki til að ná þessari mynd,“ sagði ljósmyndarinn Dave Jones. „Uppröðunin stóð aðeins yfir í viku ...
potw1417-is — Mynd vikunnar
Lamadýr við La Silla
28. apríl 2014: Hér sést sviðnaður hnullungur við La Silla stjörnustöð ESO í Chile, í útjaðri eyðimerkurinnar í um 2 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Á hnullungnum eru nokkrar áletranir — bergrúnir — sem sýna menn og lamadýr. Lamadýr hafa skipað stóran sess í menningu Suður Ameríkumanna, þar sem þau voru bæði uppspretta matar og ullar en líka notuð til að flytja vörur milli staða. Mikilvægi lamadýra endurspeglaðist í trúarbrögðum fólksins sem bjó á svæðinu fyrir tíma Evrópumanna — Inkar tilbáðu marglitt guðlegt lamadýr sem þeir kölluðu Urcuchillay og var sagt vaka yfir dýrunum. Stjörnufræðingar Inka gáfu einnig stjörnumerkinu sem við köllum Hörpuna nafnið Urcuchillay. Lamadýrið er heiðrað enn og aftur stjörnumerkjum Inka. Þeirra stjörnumerki voru mynduð úr dökku blettunum í bjartri vetrarbrautaslæðunni í stað áberandi stjarna eins og í vestrænni hefð. Eitt þessara dimmu stjörnumerkja var kallað Yacana (Lamadýrið), sem nær frá miðju vetrarbrautarinnar í átt að Suðurkrossinum, en nágrannastjarna okkar, Alfa ...
potw1416-is — Mynd vikunnar
Risatrukkur ALMA
21. apríl 2014: Margar hendur vinna létt verk, eins og sagt er, þótt hugsanlega eigi „mörg hjól vinna létt verk“ hér betur við. Hér sést Ottó, annar tveggja flutningabíla ALMA, en hinn heitir Lore. Ottó og Lore sjá um að flytja ALMA loftnetin upp á Chajnantor hásléttuna í um 5000 metra hæð yfir sjávarmáli í norðurhluta Chile. Eftir að hafa komið loftnetunum fyrir þar, sjá bílarnir um að raða þeim upp samkvæmt óskum og þörfum vísindamanna. Í þessu myndskeiði sést Ottó að störfum. Þessir öflugu risabílar voru sérsmíðaðir fyrir ESO af þýska fyrirtækinu Scheuerle Fahrzeugfabrik, fyrirtæki sem býr að glæstri sögu í smíði stórra farartækja eins og Antares eldflauga og olíuborpalls sem vegur 15000 tonn! Flutningabílarnir eru nákvæmlega eins, fyrir utan litinn handriðum ökutækjanna. Otto hefur rauð handrið, eins og sjá má á myndinni, en Lore græn. Hvor trukkur er knúinn tveimur díselvélum sem hvor um sig er 700 hestöfl, svo heildarafl beggja trukka ...
potw1414-is — Mynd vikunnar
Vígahnöttur yfir ALMA
7. apríl 2014: Þessi nýja og fallega mynd, sem er hluti af time-lapse myndskeiði sem tekið var við Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), er önnur glæsileg háskerpumynd frá ESO Ultra HD leiðangrinum. ALMA, sem er í um 5000 metra hæð yfir sjávarmáli á hinni afskekktu Chajnantor hásléttu í Andesfjöllum Chile, var annar áfangastaður ESO ljósmyndaranna fjögurra [1] á 17 daga ferðalagi þeirra. Ljósmyndararnir eru búnir fyrsta flokks Ultra HD búnaði sem hjálpar þeim að fanga glæsilegar myndir eins og þessa [2] [3]. Hér sjást nokkur af þeim 66 loftnetum sem mynda ALMA, með diskana beinda til himins, að rannsaka köld ský í geimnum og leita svara við spurningunni um uppruna okkar í alheiminum. Bjarta ljósrákin litríka yfir ALMA er loftsteinahrap. Grænu, gulllituðu og daufu djúprauðu litirnir skína skært þegar loftsteinninn brennur upp í lofthjúpi Jarðar. Þegar vígahnötturinn, sem er í raun lítil bergögn í geimnum og á fleygiferð, rekst á lofthjúpinn, hitnar loftið ...
potw1411-is — Mynd vikunnar
Vetrarbrautarbogi yfir Paranal
17. mars 2014: Á heiðskírri nótt i Paranal stjörnustöð ESO í Chile er kjörið að halla sér aftur og njóta sjónarspilsins á næturhimninum. Mörg okkar búa í mannmörgum, ljósmenguðum borgum þar sem vetrarbrautarslæðan sést ekki í slíkum smáatriðum. Vetrarbrautin er heimili okkar í geimnum en forngrikkir töldu að hún væri verk guðanna. Sagan segir að þessi ljósaslæða á himninum væri mjólk úr brjósti Heru, konu Seifs. Enska heitið „Milky Way“ er einmitt dregið af grísku goðsögninni. Helleníska orðtakið Γαλαξίας κύκλος, borið fram galaxias kyklos, þýðir „mjólkurhringur“ og er rót nafnsns sem margar þjóðir nota í dag yfir Vetrarbrautina okkar. Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd. Stjörnufræðingur í heimsókn í Paranal sést standa hægra megin á myndinni og dást að útsýninu.
potw1410-is — Mynd vikunnar
Halastjarna Rosettu að vakna til lífsins
10. mars 2014: Þann 20. janúar 2014 vaknaði Rosetta geimfar ESA af værum blundi til að hefja stefnumótt sitt við halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko (67P/CG). Frá sjónarhóli okkar á Jörðinni er halastjarnan 67P/CG nýkomin fram undan sól. Þann 28. febrúar 2014 var Very Large Telescope (VLT) ESO beint að halastjörnunni þegar hún birtist á himninum yfir Paranal stjörnustöðinni í Chile. ESO á í samstarfi við ESA um að fylgjast með halastjörnunni frá Jörðinni þegar Rosetta nálgast hana næstu mánuði. Mælingarnar munu hjálpa til við að undirbúa geimfarið fyrir stefnumót þess við halastjörnuna í ágúst á þessu ári (sjá pot1403a). ESA mun nota þessa nýju mynd og margar aðrar til að betrumbæta siglingakerfi Rosetta og fylgjast með hve mikið ryk halastjarnan gefur frá sér. Myndin vinstra megin var búin til með því að stafla saman nokkrum myndum sem sýna stjörnurnar í bakgrunni — þeim var síðan hliðrað til að vega á móti færslu halastjörnunnar, sem sést ...
potw1407-is — Mynd vikunnar
VST fylgist með Gaia ferðast til þúsund milljón stjarna
17. febrúar 2014: Á þessum nýju myndum Very Large Telescope Survey Telescope (VST) ESO sést Gaia geimsjónauki ESA á áfangastað sínum, um 1,5 milljón km fyrir utan braut jarðar. Gaia var skotið á loft fimmudagsmorguninn 19. desember 2013. Næstu fimm ár mun það útbúa þrívítt kort af Vetrarbrautinni okkar. Frá alda öðli hefur mannkynið reynt að kortleggja himinninn, en Gaia mun færa skilning okkar á nágrenni okkar í geimnum upp á annað stig. Gervitunglið mun mæla staðsetningu og hreyfingu þúsund milljón stjarna í Vetrarbrautinni með mikillli nákvæmni til að kanna myndun, þróun og uppbyggingu Vetrarbrautarinnar. Myndirnar nýju eru afrakstur náins samstarfs milli ESA og ESA sem gengur út að fylgjast með geimfarinu frá Jörðinni. Gaia er nákvæmasta stjarnmælingatæki sem smíðað hefur verið, en til þess að mælingar komi að sem mestu gagni, verðum við að vita nákvæmlega hvar það er í geimnum. Eina leiðin til þess er að fylgjast daglega með staðsetningu og ...
potw1406-is — Mynd vikunnar
Refurinn frábæri
10. febrúar 2014: Lífið þrífst á ólíklegustu stöðum, jafnvel harðneskjulegustu svæðum heims. Í útjaðri hinnar heitu og þurru Atacamaeyðimörk hefur þessi suðurameríski refur vaknað eftir góðan blund og teygir úr sér í hægðum sínum. Eftir að sólin er sest, nýta refirnir sér lækkandi hitastigið í eyðimörkinni og vaka. Fyrir aftan sjást önnur ummerki lífs. Hvíta hvelfingin hýsir svissneska 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukann og ver hann fyrir náttúruöflunum. Þegar myrkrið skellur á í La Silla stjörnustöð ESO, vaknar annað næturdýr til lífsins, stjörnufræðingurinn, sem teygir líka úr sér og býr sig undir að kanna himininn með nýjustu tækni. Malte Tewes, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina og sendi hana inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar. Tenglar Malte Tewes á Flickr
potw1404-is — Mynd vikunnar
Víxlunaráhrif í sundlaug
27. janúar 2014: Stjörnufræðingar stinga sér ekki alltaf til sunds í Residencia í Paranal stjörnustöðinni, en þegar þeir gera það, sýna þeir stundum hvernig eðlisfræðilögmálin virka. Á myndinni sýnir franski stjörnufræðingurinn Jean-Baptiste Le Bouquin hvernig bylgjur eða öldur geta runnið saman og/eða haft víxláhrif og myndað stærri bylgjur. Samruni ljósbylgna er einmitt það sem liggur til grundvallar VLT víxlmælinum: Ljósið sem 8 metra breiðu sjónaukarnir fjórir safna eru látin renna saman með hjálp spegla og ljósganga. Þannig má auka greinigetu eða upplausn sjónaukanna til mikilla muna og, með nægum lýsingartíma, geta myndavélarnar og mælitækin leitt í ljós sambærileg smáatriði og sjónauki með 130 metra safnspegli væri fær um, miklu meira en nokkur sjónauki sem til er. Verðlaunaljósmyndarinn Max Alexander tók myndina. Kíktu einnig á Tribute to ESO’s Unsung Heroes, myndskeið sem ESO birti í tilefni af 50 ára afmæli sínu árið 2012. Myndskeiðið er sett saman úr fjölda mynda, sem flestar voru teknar ...
potw1403-is — Mynd vikunnar
Halastjarna Rosetta
20. janúar 2014: Í dag, 20. janúar, mun Rosetta geimfar ESA vakna eftir 31 mánaða svefn í geimnum í lokaundirbúningi fyrir stefnumót þess við halastjörnuna 67P/Churyumov-Gersimenko (67P/CG). Á myndinni sjást nýlegustu athuganir Very Large Telescope (VLT) ESO á hinni 4 km breiðu halastjörnu en þær voru gerðar 5. október 2013 þegar halastjarnan var í um 500 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Skömmu síðar hvarf hún á bakvið sólina og um leið sjónum okkar frá Jörðinni. Myndin sem hér sést sýnir bæði halastjörnuna án stjarna í bakgrunni (vinstra megin) og feril hennar miðað við fastastjörnur í bakgrunni (hægra megin). Þegar halastjarnan var fyrir framan stjörnuskarann í miðju Vetrarbrautarinnar, var hún enn of fjarri sólinni til að þess að ískjarninn væri virkur og gaf hún því hvorki frá sér gas né ryk og sýnist því stakur punktur. Þegar halastjarnan nálgast sólina mun virknin aukast til muna, yfirborðið hitna og þurrgufa og hali myndast. Athuganirnar marka ...
potw1402-is — Mynd vikunnar
ALMA og Chajnantor í ljósaskiptunum
13. janúar 2014: Þökk sé ljósmyndurum ESO fáum við stundum glæsilegar myndir sem teknar eru í starfstöðvum ESO á afskekktum fjallstindum í Chile. Babak Tafreshi tók þessa fallegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) í ljósaskiptunum. Þessi heillandi mynd gæti verið úr vísindaskáldsögu, þar sem tækniafrekið ALMA stendur úti í hráu en tignarlegu landslagi Chajnantor hásléttunnar, í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).
potw1401-is — Mynd vikunnar
Paranalnætur
6. janúar 2014: Ef þú horfðir upp í næturhiminninn frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile, myndi glæsileg sjón eins og þessi blasa við þér. Á himninum glitra bláar, rauðar, gular og appelsínugular stjörnur, vetrarbrautir, geimþokur og margt fleira. Stjörnufræðingar horfa upp í þennan fallega himinn og reyna að ráða fram úr leyndardómum alheimsins. Til þess nota þeir sjónauka eins og þá sem hér sjást, hjálparsjónauka VLT. Á myndinni eru þrír af hjálparsjónaukunum fjórum, sem eru færanlegir, og beina ljósi í Very Large Telescope víxlmælinn, háþróaðasta sjóntæki heims. Saman mynda þeir einn risasjónauka sem er fær um að greina smáatriði sem sæjust aðeins með sjónauka sem er jafnstór bilinu á milli þeirra.
potw1352-is — Mynd vikunnar
Bjartar nætur í Paranal
30. desember 2013: Þegar nóttin skellur á vakna stjörnustöðvar ESO til lífsins. Stjörnufræðingar og tæknimenn taka sér stöðu og beina sjónaukunum til himins. Á myndinni sést tær og heiðskír stjörnuhiminn yfir Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, sem er langt frá borgarljósunum. Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO, hefur hér fangað kyrrláta fegurð Vetrarbrautarinnar á mynd sem hann tók við Very Large Telescope. Byggingarnar fjórar neðst á myndinni hýsa VLT Sjónaukana fjóra en hver þeirra hefur 8,2 metra breiðan safnspegil. Í kringum þá eru hjálparsjónaukar VLT, auðþekkjanlegir af hvítu hvolfþökunum. Bjarti bletturinn vinstra megin er tunglið sem skín mjög skært en hægra megin er skuggaveran ljósmyndarinn sjálfur að veifa til okkar með því að baða út höndunum. Himininn sést í heild sinni á myndinni því Brammer notaði fisheye linsu við myndatökuna.
potw1351-is — Mynd vikunnar
Hátíðarkveðja frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli
23. desember 2013: Hátíðarkveðja frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli! Við óskum þér gleðilegrar hátíðar og gæfuríks komandi árs 2014! Tenglar Jólakort 2013
potw1350-is — Mynd vikunnar
Stjörnuslóðir yfir VLT í Paranal
16. desember 2013: Babak A. Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd fallegu mynd frá Paranal stjörnustöð ESO. Á henni sjást þrír af fjórum hjálparsjónaukum Very Large Telescope Interferometer (VLTI). Fyrir ofan þá eru langar bjartar slóðir stjarna og markar hver rák sýndarferil stjörnu yfir næturhiminninn vegan snúnings jarðar. Myndatakan eflir líka náttúrlegan lit stjarnanna en liturinn gefur okkur vísbendingu um hitastig þeirra. Rauðustu stjörnurnar eru þrjú þúsund gráðu heitar en þær bláleitu eru yfir tíu til tuttugu þúsund gráðu heitar. Á þessum afskekkta og hálenda stað í Chile er himinninn tær og laus við alla ljósmengun og útkoman er þessi glæsilega ljósasýning.
potw1347-is — Mynd vikunnar
Forn stjörnumerki yfir ALMA
25. nóvember 2013: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stærstu stjörnustöð heims, undir suðurhimninum. Með berum augum sjást nokkur þúsund stjörnur á himninum yfir Chajnantor hásléttunni. Þurr- og tærleiki næturhiminsins þar er ein helsta ástæða þess, að ALMA var komið upp á þessum slóðum. Í efra vinstra horni myndarinnar er björt og þétt þyrping ungra stjarna, Sjöstirnið, sem flest menningarsamfélög til forna þekktu vel til. Fyrir ofan nálægustu loftnetin sést stjörnumerkið Óríon (veiðimaðurinn) og þrjár bláar stjörnur í röð sem mynda belti hans, eða Fjósakonurnar, örlítið til vinstri við rauða ljósið. Samkvæmt goðsögunum var Óríon veiðimaður sem renndi hýru auga til systranna sjö, hinna sjö fögru dætra Atlasar. ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory ...
potw1346-is — Mynd vikunnar
Ný mynd af halastjörnunni ISON
18. nóvember 2013: Þessi nýja mynd af halastjörnunni C/2012 S1 (ISON) var tekin með TRAPPIST sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO, föstudagsmorguninn 15. nóvember 2013. Halastjarnan ISON fannst í september 2012 og kemst næst sólinni í lok nóvember 2013. TRAPPIST hefur fylgst með halastjörnunni ISON frá því um miðjan október á þessu ári, með víðbandsljóssíum eins og þeim sem notaðar voru í þessari myndatöku. Sjónaukinn hefur líka notað sérstakar mjóbandssíur sem einangra ljós frá ýmsum gastegundum, en það gerir stjörnufræðingum kleift að telja hversu margar gassameindir losna frá halastjörnunni. Halastjarnan ISON var fremur kyrrlát þar til 1. nóvember 2013, þegar fyrsta hviðan varð sem tvöfaldaði gasútstreymið frá henni. Þann 13. nóvember, skömmu áður en myndin var tekin, skók önnur stór hviða halastjörnuna og tífaldaði virknina. Nú er halastjarnan nógu björt til að sjást vel með handsjónauka þar sem aðstður leyfa á morgunhimninum í austri. Undanfarnar nætur hefur virknin verið stöðug. Hviðurnar verða til ...
potw1345-is — Mynd vikunnar
Víðmynd af ALMA og Kjalarþokunni
11. nóvember 2013: Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa víðmynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir stjörnubjörtum himni yfir Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllunum í Chile. Rósrauði bjarminn vinstra megin á myndinni er Kjalarþokan sem er í um 7.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum. Þetta glóandi gas- og rykský er ein bjartasta geimþoka himins og inniheldur nokkrar af björtustu og maassamestu stjörnum sem vitað er um í Vetrarbrautinni, til dæmis Eta Carinae. Í eso1208, eso1145 og eso1031 má sjá nokkrar fallegar myndir frá ESO af Kjalarþokunni. ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ...
potw1342-is — Mynd vikunnar
Tvær vetrarbrautir yfir VLT
21. október 2013: Á þessari glæsilegu mynd af heiðskírum himni yfir Chile sjást glitrandi stjörnur og tvær vetrarbrautir yfir einum af fjórum sjónaukum Very Large Telescope (VLT). Þetta er fjórði sjónaukinn en hann kallast Yepun (Venus). Á myndinni eru tvö fyrirbæri heldur frægari en önnur. Vinstra meginn á myndinni sést nokkuð áberandi rák yfir himinninn. Þetta er vetrarbrautin Messier 31 eða Andrómeduþokan. Fyrir ofan hana og örlítið til hægri er björt stjarna sem vísar á vetrarbraut sem er nokkurn veginn í sömu línu. Þessi stjarna heitir Beta Andromedae — einnig þekkt sem Mirach — en hin vetrarbrautin er Messier 33 (daufi bletturinn efst á myndinni). Talið er að þessar vetrarbrautir hafi verkað hvor við aðra í fortíðinni og þá myndað brú úr vetnisgasi sem liggur á milli þeirra. Babak Tareshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd. Tenglar Ljósmyndarar ESO
Niðurstöður 21 til 40 af 123
Segðu okkur þitt álit!
Gerstu áskrifandi að ESO News