Sólsetur í Paranal stjörnustöðinni

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu mynd af Paranal stjörnustöð ESO við sólsetur. Himininn er fallega heiðríkur og gefur okkur hugmynd um þær framúrskarandi aðstæður sem þar ríkja; eina meginástæðu þess að ESO kaus að koma Very Large Telescope (VLT), flaggskipi sínu, fyrir á Paranal.

VLT — sem sést á Cerro Paranal, hæsta tindinum á myndinni sem rís 2.600 metra yfir sjávarmál — er öflugasta stjörnustöð heims fyrir sýnilegt ljós. VLT samanstendur af fjórum aðalsjónaukum, hver með 8,2 metra breiða safnspegla, og fjórum 1,8 metra hjálparsjónaukum. VLT sér sýnilegt og innrautt ljós en meðal þess sem sjónaukinn hefur áorkað er að taka fyrstu ljósmyndina af fjarreikistjörnu (sjá eso0515) og fylgjast með stjörnum á braut um svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar (sjá eso0846 og eso1151).

Á Cerro Paranal er einnig VLT Survey Telescope (VST). Sjá má glitta í bygginguna sem hýsir hann á fjallstindinum, rétt fyrir framan eina af stærri byggingum VLT sjónaukanna. VST er nýjasta viðbótin í Paranal stjörnustöðina en fyrstu myndir hans voru birtar árið 2011 (sjá eso1119). Hann státar af 2,6 metra breiðum safnspegli sem gerir hann að stærsta kortlagningarsjónauka heims fyrir sýnilegt ljós.

VISTA, Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy, er annar kortlagningarsjónauki í Paranal stjörnustöðinni og sést hann rétt fyrir neðan VLT sjónaukana. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki heims með 4,1 metra breiðan safnspegil og nemur nær-innrautt ljós. Sjónaukinn var tekinn í notkun árið 2009 (sjá eso0949).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1305a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 4, 2013, 10:00 CET
Stærð:3026 x 3302 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Desert, Very Large Telescope, Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy, VLT Survey Telescope
Tegund:Unspecified : Planet : Feature : Surface : Mountain
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
2,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
222,0 KB
1280x1024
368,6 KB
1600x1200
535,6 KB
1920x1200
454,6 KB
2048x1536
853,3 KB

 

Sjá einnig