Glitrandi stjörnuborði — Suðurvetrarbrautin yfir La Silla

Þessa víðmynd tók Alexandre Santerne af skífu Vetrarbrautarinnar á kaldri vetrarnóttu í glitrandi snjó í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Frá okkar sjónarhóli, innan í Vetrarbrautinni, birtist skífan okkur sem glitrandi stjörnuslæða þvert yfir himininn. Á myndinni er Vetrarbrautin okkar bogadregin vegna gleiðlinsunnar sem notuð var við myndatökuna.

Vinsta megin á myndinni stingur 3,6 metra sjónauki ESO upp kollinum yfir hæðina en á honum er HARPS (High Accuracy Radial velocity Planet Searcher) sem skilað hefur mestum árangri tækja á jörðinni í leit að fjarreikistjörnum. Lengst til hægri er svissneski 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukinn sem stjörnustöðin í Genf smíðaði og starfrækir.

Ýmsar ástæður eru fyrir því, að La Silla er heppilegur staður til stjörnuathugana og almennt til rannsaka Vetrarbrautina okkar. Í fyrsta lagi er stjörnustöðin á suðurhveli jarðar sem gefur okkur betra útsýni á ríkulegri miðsvæði vetrarbrautarinnar og, í öðru lagi, er staðurinn langt frá ljósmengun og í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli, svo næturnar eru dimmar og lofthjúpurinn heiður.

Alexandre sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar. Frá því að Alexandre sendi sína mynd í hópinn, hefur hann einnig orðið að ljósmyndara ESO.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/A. Santerne 

Um myndina

Auðkenni:potw1314a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 8, 2013, 10:00 CEST
Stærð:15533 x 3802 px

Um fyrirbærið

Nafn:ESO 3.6-metre telescope, Panorama, Swiss 1.2-metre Leonhard Euler Telescope
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way

Myndasnið

Stór JPEG
21,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
329,0 KB
1280x1024
455,3 KB
1600x1200
613,2 KB
1920x1200
733,2 KB
2048x1536
869,2 KB

 

Sjá einnig