Lore á ferðinni

Á þessari mynd sést annar af tveimur flutningabílum ALMA, Lore, að flytja eitt af 7 metra loftnetum ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array. Lore og tvíburabíllinn Ottó, eru tveir skærgulir, 28 hjóla, sérsmíðaðir bílar sem flytja loftnet ALMA um Chajnantor hásléttuna í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þannig er hægt að breyta uppröðun sjónaukaraðarinnar til að gera sem bestar mælingar á tilteknu viðfangsefni. Þeir flytja líka loftnetin milli Chajnantor og sjórnstöðvarinnar, sem er neðar, til viðhalds.

ALMA samanstendur af meginröð fimmtíu 12 metra breiðra loftneta og aukaröð tólf 7 metra breiðra og fjögurra 12 metra breiðra loftneta sem kallast Atacama Compact Array (ACA). Lore er að flytja eitt af smærri 7 metra loftnetum ACA. Minnsta mögulega bil á milli 12 metra loftnetanna er 15 metrar; ella myndu þau rekast á. Þetta lágmarksbil á milli loftnetanna setur mörk á hámarksstærð þeirra fyrirbæra sem greina má á himninum. Það þýðir að meginröðin getur ekki séð útjaðra víðfeðmustu fyrirbæranna, eins og risavaxin sameindaský í Vetrarbrautinni okkar eða nálægar vetrarbrautir. ACA er sérstaklega hugsuð til að hjálpa ALMA að gera betri mælingar á þessum víðfeðmu fyrirbærum. Hægt er að koma þeim þéttar fyrir sem gerir þau betur í stakk búin fyrir mælingar á víðfeðmari fyrirbærum.

Í forgrunni myndarinnar sést þyrping hvítra ísstrýta. Ísstrýturnar eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast á hálendum svæðum, venjulega í meira en 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Stýrturnar eru úr þunnum, hörðnuðum snjó eða ís og snúa blöðin í átt að sólinni. Þær eru stundum nokkrir sentímetrar á hæð upp í nokkra metra.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)

Um myndina

Auðkenni:potw1318a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 6, 2013, 10:00 CEST
Stærð:5212 x 3468 px

Um fyrirbærið

Nafn:ALMA transporters, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
4,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
297,1 KB
1280x1024
462,5 KB
1600x1200
632,3 KB
1920x1200
716,2 KB
2048x1536
962,1 KB

 

Sjá einnig