Vetrarbrautin skín yfir snæviþöktu La Silla

Í útjaðri Atacamaeyðimerkurinn, fjarri ljósmenguðum borgum í norðurhluta Chile, er himinninn kolsvartur eftir sólsetur. Undir svo dimmum himni geta menn lagt stund á bestu stjörnuathuganir í heiminum í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Næturhiminninn yfir La Silla stjörnustöð ESO er ótrúlega tær. En jafnvel á þessum afskekkta, hálæga og þurra stað er veðrið sem fylgir vetrarmánuðunum ekki umflúið. Stundum leggst snjór yfir fjallstindinn og sjónaukana.

Á þessari mynd er heldur vetrarlegt á La Silla undir stjörnum Vetrarbrautarinnar, slæðunni sem liggur yfir myndina. Frá vinstri til hægri eru 3,6 metra sjónauki ESO, 3,58 metra New Technology Telescope (NTT), 1 metra Schmidt sjónauki ESO og 2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn sem er með snjó á þakinu. Gegnt 3,6 metra sjónauka og ESO sést litla hvolfþakið yfir Coudé Auxiliary Telescope, sem ekki er lengur í notkun, og milli hans og NTT eru vatnstankar stjörnustöðvarinnar.

Þótt snjórinn á La Silla komi mörgum spánskt fyrir sjónir er bæði mjög hlýtt og mjög kalt yfir árið og stundum verður veðrið slæmt.

Myndina tók José Francisco Salgado, einn af ljósmyndurum ESO.

Mynd/Myndskeið:

ESO/José Francisco Salgado (josefrancisco.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1319a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 13, 2013, 10:00 CEST
Stærð:8337 x 5044 px

Um fyrirbærið

Nafn:Coudé Auxiliary Telescope, ESO 1-metre Schmidt telescope, ESO 3.6-metre telescope, MPG/ESO 2.2-metre telescope, New Technology Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
5,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
283,9 KB
1280x1024
427,8 KB
1600x1200
582,0 KB
1920x1200
684,4 KB
2048x1536
844,7 KB

 

Sjá einnig