Fréttatilkynningar 2012

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1213is — Fréttatilkynning
VISTA starir djúpt út í alheiminn
21. mars 2012: VISTA sjónauki ESO hefur tekið stærstu innrauðu djúpmynd af himninum sem til er. Myndin er af allvenjulegum bletti á himninum en er hluti af UltraVISTA kortlagningunni og á henni eru yfir 200.000 vetrarbrautir. Hún er lítill hluti af risavöxnu safni fullunnra ljósmynda úr öllum kortlagningarverkefnum VISTA sem ESO hefur nú gert aðgengilegt stjörnufræðingum um allan heim. UltraVISTA er sannkölluð gullnáma fyrir stjörnufræðinga sem rannsaka fjarlægar vetrarbrautir í árdaga alheimsins en líka fjölmörg önnur rannsóknarefni.
eso1212is — Fréttatilkynning
Matarvenjur vetrarbrauta á unglingsaldri
14. mars 2012: Nýjar mælingar Very Large Telescope ESO hafa lagt fram nýja og mikilvæga þekkingu á vexti vetrarbrauta á unglingsaldi. Í stærstu rannsókn sinnar tegundar hafa stjörnufræðingar komist að því að vetrarbrautirnar breyttu matarvenjum sínum á táningsárunum um það bil 3 til 5 milljörðum ára eftir Miklahvell. Við upphaf þessa skeiðs nærðust vetrarbrautirnar einkum á samfelldu flæði gass en uxu síðar meir að mestu með því að háma í sig smærri vetrarbrautir.
eso1211is — Fréttatilkynning
Vetrarbrautir í nánu sambandi
7. mars 2012: VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile hefur tekið mynd af heillandi hópi gagnvirkra vetrarbrauta í Herkúlesarþyrpingunni. Á hnífskarpri myndinni sjást óvenju mikil smáatriði í mörg hundruð vetrarbrautum. Lýsingartíminn var aðeins þrjár klukkustundir en myndin sýnir glöggt hve vel í stakk búinn VST sjónaukinn og stóra myndavélin OmegaCAM eru til að kanna nágrenni okkar í alheiminum.
eso1210is — Fréttatilkynning
VLT uppgötvar aftur líf á jörðinni
29. febrúar 2012: Stjörnufræðingar hafa beint Very Large Telescope ESO að tunglinu og þannig fundið vísbendingar um líf í alheiminum — á jörðinni. Við fyrst sýn virðist það harla hversdagslegt að finna líf á reikistjörnunni okkar en alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga notaði til þess nýstárlega aðferð sem gæti nýst okkur í framtíðinni til að finna líf annars staðar í alheiminum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði tímaritsins Nature sem kom út 1. mars 2012.
eso1209is — Fréttatilkynning
APEX beinir sjónum sínum að dökkum skýjum í Nautinu
15. febrúar 2012: Á nýrri mynd APEX (Atacama Pathfinder Experiment) sjónaukans í Chile sést hlykkjótt tíu ljósára löng geimryksslæða. Í henni leynast nýfæddar stjörnur og þétt gasský sem eru á mörkum þess að falla saman og mynda enn fleiri stjörnur. Þetta er eitt nálægasta stjörnumyndunarsvæðið við jörðu. Svo kaldar eru agnir geimryksins að gera þarf mælingar á bylgjulengdum í kringum einn millímetra, eins og þessar sem gerðar voru með LABOCA myndavélinni á APEX, til að greina daufan bjarma þeirra.
eso1208is — Fréttatilkynning
VLT tekur nákvæmustu innrauðu ljósmyndina af Kjalarþokunni
8. febrúar 2012: Very Large Telescope ESO hefur tekið nákvæmustu myndina hingað til af stjörnumyndunarsvæði sem nefnist Kjalarþokan. Á myndinni koma í ljós fjölmörg áður óséð fyrirbæri, vítt og breitt um þetta glæsilega landslag gass, ryks og ungra stjarna. Þetta er ein glæsilegasta mynd sem tekin hefur verið með VLT.
eso1207is — Fréttatilkynning
Vangasvipur stjörnumyndunarsvæðis
1. febrúar 2012: Hér sést ný mynd stjörnumyndunarsvæðinu NGC 3324. Hún var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Litadýrðin verður til þegar ungar og heitar stjörnur í NGC 3324 gefa frá sér sterka útfjólubláa geislun sem fær gas- og rykskýið til að glóa en heggur um leið út holrúm í því.
eso1206is — Fréttatilkynning
Viðburðarík æska massamestu vetrarbrauta nútímans
25. janúar 2012: Með hjálp APEX sjónaukans hafa stjörnufræðingar fundið sterkustu tengslin hingað til milli öflugustu stjörnumyndunarhrina í hinum unga alheimi og massamestu vetrarbrauta nútímans. Snemma í sögu alheimsins blómstruðu vetrarbrautirnar í miklum stjörnumyndunarhrinum sem stöðvuðust svo snarlega, að vetrarbrautirnar enduðu sem þau massamiklu og rólegu fyrirbæri aldraðra stjarna sem við sjáum í dag. Stjörnufræðingar hafa fundið líklegan sökudólg fyrir óvæntum endi stjörnumyndunarhrinunnar: Tilkoma risasvarthola.
eso1205is — Fréttatilkynning
Gormur í nýjum búningi
19. janúar 2012: Þessi nýja og glæsilega mynd af Gormþokunni (Helix Nebula) var tekin með VISTA sjónauka ESO í Paranal stjörnustöðinni. Myndin sýnir þokuna í innrauðu ljósi og koma þá í ljós slæður úr köldu gasi sem ekki sjást í sýnilegu ljósi. Í bakgrunni sést fjöldi stjarna og vetrarbrauta.
eso1204is — Fréttatilkynning
Aragrúi reikistjarna í vetrarbrautinni okkar
11. janúar 2012: Alþjóðlegt teymi vísindamanna, þar á meðal þriggja stjörnufræðinga frá European Southern Observatory (ESO), hefur notað svonefnd örlinsuhrif til að meta fjölda reikistjarna í vetrarbrautinni okkar. Eftir að hafa skoðað milljónir stjarna í vetrarbrautinni yfir sex ára tímabil hafa stjörnufræðingarnir ályktað sem svo að reikistjörnur á braut um aðrar stjörnur sé regla frekar en undantekning. Niðurstöðurnar verða birtar í tímaritinu Nature sem kemur út 12. janúar 2012.
eso1203is — Fréttatilkynning
El Gordo — „Feit“ fjarlæg vetrarbrautaþyrping
10. janúar 2012: Alþjóðlegt teymi stjörnufræðinga hefur fundið gríðarheita, unga og massamikla vetrarbrautaþyrpingu — þá stærstu sem sést hefur í hinum fjarlæga alheimi — með hjálp Very Large Telescope (VLT) ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, Chandra röntgengeimsjónauka NASA og Atacama Cosmology Telescope. Greint er frá uppgötvuninni þann 10. janúar 2012 á 219. fundi bandaríska stjarnvísindafélagsins sem fram fer í Austin í Texas.
eso1202is — Fréttatilkynning
ESO fagnar 50 ára afmæli sínu
5. janúar 2012: Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð heims, 50 ára afmæli sínu. Afmælisárið er kjörið til að líta til baka í sögu ESO, fagna vísinda- og verkfræðilegum afrekum og skoða þau metnaðarfullu verkefni sem eru framundan. Að þessu tilefni hyggst ESO skipuleggja nokkra spennandi viðburði á árinu.
eso1201is — Fréttatilkynning
Bleikleitur kjarni Omegaþokunnar
4. janúar 2012: Ný mynd af Omegaþokunni, sem tekin var með Very Large Telescope (VLT) ESO, er ein sú skarpasta sem náðst hefur af henni frá jörðinni. Á henni sést rykug, rósbleik miðja þessa fræga stjörnumyndunarsvæðis og ótrúleg smáatriði í þessu landslagi gass, geimryks og nýmyndaðra stjarna.
Niðurstöður 41 til 53 af 53