Fréttatilkynningar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso1009is — Fréttatilkynning
Himnesk leðurblaka
3. mars 2010: Á þessari nýju mynd ESO sést NGC 1788, fremur fíngerð þoka, staðsett í dimmu og fremur lítt könnuðu horni stjörnumerkisins Óríons. Þótt þetta drungalega ský sé tiltölulega langt frá björtu stjörnum Óríons hafa öflugir vindar þeirra og sterk geislun mótað þokuna og myndað í henni fjölmargar ungar sólir.
eso1008is — Fréttatilkynning
Eldur, ljós og vindur
24. febrúar 2010: ESO hefur birt nýja og fallega ljósmynd af NGC 346, bjartasta stjörnumyndunarsvæðinu í Litla Magellanskýinu sem er nágrannavetrarbraut okkar í 210.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Túkaninum. Massamiklar stjörnur gefa frá sér ljós, vind og hita sem dreifir glóandi gasi í þessari stjörnuþyrpingu svo úr verður tjásuleg þoka sem minnir á köngulóarvef. Eins og öll önnur stjarnfræðileg fyrirbæri breytist NGC 346 með tímanum. Fleiri stjörnur myndast úr gasinu og rykinu í þokunni en þegar þær kvikna, blása þær afgangsryki og -gasi burt og breyta þannig ásýnd þessa fallega svæðis.
eso1007is — Fréttatilkynning
Stjörnufræðingar finna frumstæðustu stjörnurnar fyrir utan Vetrarbrautina okkar
17. febrúar 2010: Eftir áralanga leit hafa frumstæðustu stjörnurnar fyrir utan Vetrarbrautina okkar loksins fundist. Nýjar mælingar, sem gerðar voru með Very Large Telescope ESO, hafa verið notaðar til að leysa mikilvæga stjarnvísindalega ráðgátu um elstu stjörnurnar í nágrenni Vetrarbrautarinnar, nokkuð sem er mikilvægt fyrir skilning okkar á fyrstu stjörnum alheims.
eso1006is — Fréttatilkynning
Óríon í nýju ljósi
10. febrúar 2010: Á þessari glæsilegu mynd sem tekin var með VISTA, nýjum kortlagningarsjónauka ESO, er hulunni svipt af fjölmörgum leyndardómum Sverðþokunnar í Óríon. Vítt sjónsvið sjónaukans gerir honum kleift að ljósmynda þokuna í heild sinni og með innrauðri sjóna sinni skyggnist hann djúpt inn í ryksvæði sem venjulega eru okkur hulin og leiðir þannig í ljós áhugaverða hegðun mjög ungra og virkra stjarna sem þar leynast.
eso1005is — Fréttatilkynning
Stjörnurnar á bakvið tjöldin
3. febrúar 2010: ESO hefur birt glæsilega mynd VLT af risastóru stjörnumyndunarsvæði í kringum NGC 3603 þar sem stjörnur eru stöðugt að myndast. Í þessari fallegu þoku er ein bjartasta og þéttasta þyrping ungra, massamikilla stjarna í Vetrarbrautinni okkar, sem er þar af leiðandi kjörin nálæg hliðstæða mjög virkra stjörnumyndunarsvæða í öðrum vetrarbrautum. Í þyrpingunni er massamesta stjarna sem hefur verið „vigtuð“ hingað til.
eso1004is — Fréttatilkynning
Stjörnufræðingar í svartholaleit setja nýtt fjarlægðarmet
27. janúar 2010: Stjörnufræðingar hafa með hjálp Very Large Telescope ESO fundið svarthol í annarri vetrarbraut og er það því fjarlægasta svarthol sem fundist hefur. Svartholið er líka næst massamesta svarthol sem menn hafa fundið hingað til eða fimmtán sinnum massameira en sólin. Svartholið er í slagtogi við stjörnu sem sjálf verður svarthol innan tíðar.
eso1003is — Fréttatilkynning
Á slóð alheimskattarins
20. janúar 2010: ESO hefur birt nýja og glæsilega mynd af risastóru gas- og rykskýi sem nefnist Kattarloppuþokan eða NGC 6334. Á þessu svæði, sem er að miklu leyti hulið ryki, er fjöldi massamikilla stjarna að myndast skammt frá hjarta Vetrarbrautarinnar.
eso1002is — Fréttatilkynning
VLT mælir litróf fjarreikistjörnu með beinum hætti í fyrsta sinn
13. janúar 2010: Með því að rannsaka sólkerfi þriggja reikistjarna, sem líkist stækkaðri útgáfu af sólkerfinu okkar, hafa stjörnufræðingar gert fyrstu beinu litrófsmælingarnar — tekið „fingraförin“ [1] — á reikistjörnu á braut um fjarlæga stjörnu [2] og þannig fengið nýja innsýn í myndum og efnasamsetningu reikistjarna. Niðurstöðurnar marka tímamót í leitinni að lífi annars staðar í alheiminum.
eso1001is — Fréttatilkynning
ALMA nær mikilvægum áfanga
4. janúar 2010: Mikilvægur áfangi hefur náðst í Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) stjörnustöðinni sem tryggir að þessi nýi, byltingarkenndi sjónauki mun koma til með að skila hágæða myndum af alheiminum. Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar og verkfræðingar tengt saman þrjú loftnet á hinum 5000 metra háa mælingarstað stjörnustöðvarinnar í norður Chile. Þrjú samtengd loftnet marka upphafið að nákvæmum myndum af hinum kalda alheimi í betri upplausn en áður hefur þekkst. Þau eru jafnframt það sem upp á vantar svo leiðrétta megi villur sem koma upp þegar þegar aðeins tvö loftnet eru samtengd.
eso0949is — Fréttatilkynning
VISTA: Nýr kortlagningarsjónauki tekinn í notkun
11. desember 2009: Nýr sjónauki — VISTA (the Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) — hefur verið tekinn í notkun í Paranal stjörnustöð ESO og hafa fyrstu myndirnar verið birtar. VISTA er innrauður kortlagningarsjónauki, sá stærsti í heiminum sem helgaður er kortlagningu himins. Sjónaukinn hefur stóran safnspegil, vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki sem munu draga upp nýja mynd af suðurhimninum. Nýjar og glæsilegar myndir af Logaþokunni, miðju Vetrarbrautarinnar og vetrarbrautaþyrpingunni í Ofninum sýna getu sjónaukans vel.
eso0940is — Fréttatilkynning
Litríkt stjarnfræðilegt skartgripaskrín opnað
29. október 2009: Myndir teknar með þremur sjónaukum, Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal, 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni og Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sýna hina glæsilegu lausþyrpingu Skartgripaskrínið í glænýju ljósi.
eso0938is — Fréttatilkynning
Lítill en öflugur nágranni Vetrarbrautarinnar
14. október 2009: Í dag birtir ESO nýja og glæsilega mynd af einni nálægustu nágrannavetrarbraut okkar, Barnardsþokunni eða NGC 6822. Í vetrarbrautinni er nokkuð öflug stjörnumyndun og fjöldi forvitnilegra geimþoka eins og bólan sem sést ofarlega til vinstri á myndinni. Vegna smæðar og sérkennilegrar lögunar flokka stjörnufræðingar NGC 6822 sem óreglulega dvergvetrarbraut. Lögun hennar hjálpar stjörnufræðingum að skilja hvernig vetrarbrautir víxlverka, þróast og gleypa stundum hverja aðra og skilja þá eftir sig stjörnusvermi.
eso0936is — Fréttatilkynning
Þríleiknum lokið
28. september 2009: Þriðja myndin í GigaGalaxy Zoom verkefni ESO hefur verið birt. Þar með lýkur á glæstan hátt köfun okkar inn í Vetrarbrautina. Nýjasta myndin fylgir í kjölfar tveggja annarra sem birst hafa síðustu tvær vikur af himninum eins og hann sést með berum augum og í gegnum áhugamannasjónauka. Þriðja myndin er stórglæsileg 370 milljón pixla mynd af Lónþokunni í þeirri dýpt og þeim gæðum sem stjörnufræðingar þurfa í viðleitni sinni til að skilja alheiminn.
eso0935is — Fréttatilkynning
ALMA sjónaukinn nær nýjum hæðum
23. september 2009: ALMA stjörnustöðin (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) hefur stigið stórt skref fram á við — og upp á við. Í fyrsta sinn hefur eitt af loftnetum stjörnustöðvarinnar verið flutt upp í 5000 metra hæð á Chajnantor sléttuna í Andesfjöllum Chile með sérsmíðuðum risaflutningabíl. Loftnetið vegur um 100 tonn, er 12 metra breitt og var flutt á þann stað þar sem það mun skyggnast út í alheiminn í einstaklega þurru háfjallalofti sem er kjörið fyrir mælingar ALMA.
eso0934is — Fréttatilkynning
Þysjað inn að miðju Vetrarbrautarinnar
21. september 2009: Önnur myndin af þremur í GigaGalaxy Zoom verkefni ESO hefur verið birt. Um er að ræða nýja og glæsilega 340 milljón pixla mynd af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar eins og hún birtist í gegnum áhugamannasjónauka frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile.
eso0932is — Fréttatilkynning
ESO birtir glæsilega og gagnvirka 360 gráðu víðmynd af öllum næturhimninum
14. september 2009: Fyrsta myndin af þremur í GigaGalaxy Zoom verkefninu — ný og glæsileg 800 milljón pixla víðmynd af næturhimninum eins og hann birtist frá stjörnustöðvum ESO í Chile — hefur verið birt. Verkefnið gerir stjörnuáhugafólki kleift að skoða og upplifa alheiminn eins og hann sést með berum augum frá dimmustu og bestu stjörnuathugunarstöðum heims.
eso0931is — Fréttatilkynning
NGC 4945: Ekki svo fjarskyld frænka Vetrarbrautarinnar
2. september 2009: ESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af nálægri vetrarbraut sem margir stjörnufræðingar telja að líkist Vetrarbrautinni okkar. Þótt þessi vetrarbraut, sem nefnist NGC 4945, sé á rönd benda athuganir til að stjörnusvermurinn sé þyrilþoka, eins og Vetrarbrautin okkar, með bjarta arma og bjálka í miðjunni. Kjarni NGC 4945 er bjartari og þar leynist líklega risasvarthol sem er að gleypa í sig efni og gefa um leið frá sér orku út í geiminn.
eso0930is — Fréttatilkynning
Þrjár þokur í Þrískiptuþokunni
26. ágúst 2009: Í dag birtir ESO nýja mynd af Þrískiptuþokunni (e. Trifid Nebula) sem sýnir vel hvers vegna hún er í miklu uppáhaldi stjörnuáhugamanna og stjörnufræðinga. Þessi stóra stjörnuverksmiðja dregur nafn sitt af dökku rykslæðunum sem skipta þokunni í þrennt. Þrískiptaþokan er sjaldséð blanda þriggja tegunda þoka þar sem nýjar og öflugar stjörnur eru að myndast.
eso0926is — Fréttatilkynning
Örn af stjarnfræðilegri stærð
16. júlí 2009: Í dag birtir ESO nýja og glæsilega mynd af svæðinu í kringum Arnarþokuna, stjörnumyndunarsvæði þar sem nýmótaðar stjörnuþyrpingar höggva risastöpla úr gasinu og rykinu.
eso0925is — Fréttatilkynning
Nýtt portrett af vatnslitadýrð Omegaþokunnar
7. júlí 2009: Omegaþokan er stjörnumyndunarsvæði þar sem nýfæddar stjörnur lýsa upp og móta stóran pastellitaðan ævintýraheim gass og ryks, eins og sjá má á nýrri ljósmynd ESO.
Niðurstöður 241 til 260 af 261