Fréttatilkynningar

Subscribe to receive news from ESO in your language!
eso1409is — Fréttatilkynning
VLT skoðar stærsta gula reginrisann
12. mars 2014: Nýlega var Very Large Telescope Interferometer ESO beint að stærstu gulu stjörnunni — stjörnu sem er ein af tíu stærstu stjörnum sem fundist hafa hingað til. Þessi guli reginrisi reyndist meira en 1300 sinnum breiðari en sólin okkar og hluti af tvístirnakerfi, þar sem stjörnurnar liggja svo þétt saman að þær snertast. Mælingarnar spanna meira en sextíu ára tímabil og komu að hluta til frá stjörnuáhugamönnum en þær benda líka til að þessi sjaldgæfa og magnaða stjarna breytist ört og hafi verið gripin glóðvolg á mjög skammvinnu skeiði á ævi sinni.
eso1408is — Fréttatilkynning
Halastjörnuárekstrar skýra óvænta gasklumpa í kringum unga stjörnu
6. mars 2014: Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukann í norðurhluta Chile, tilkynntu í dag um óvænta uppgötvun á klumpum úr kolmonoxíðsgasi í rykskífunni í kringum Beta Pictoris. Þetta kemur á óvart því búast má við að ljós frá stjörnunni eyði slíku gasi. EItthvað — sennilega tíðir árekstrar lítilla íshnatta eins og halastjarna — hljóta að valda stöðugri endurnýjun á gasinu. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í tímaritinu Science.
eso1407is — Fréttatilkynning
MUSE opnar augun
5. mars 2014: Nýstárlegu tæki sem kallast MUSE (Multi Unit Spectroscopic Explorer) hefur verið komið fyrir í Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile. Í fyrstu mælingalotunni var MUSE beint að fjarlægum vetrarbrautum, björtum stjörnum og ýmsum öðrum fyrirbærum og athuganirnar mjög góðu.
eso1406is — Fréttatilkynning
Demantar í hala Sporðdrekans
19. febrúar 2014: Á þessari nýju ljósmynd sem tekin var úr La Silla stjörnustöð ESO í Chile, sést bjarta stjörnuþyrpingin Messier 7. Þyrpingin sést vel með berum augum við hala stjörnumerkisins Sporðdrekans og er raunar ein mest áberandi lausþyrping stjarna á himninum — sem gerir hana líka að mikilvægu rannsóknarefni stjörnufræðinga.
eso1405is — Fréttatilkynning
Innri gerð smástirnis könnuð í fyrsta sinn
5. febrúar 2014: Fyrstu sönnunargögnin um að smástirni gætu haft mjög breytilega innri gerð hafa fundist með hjálp New Technology Telescope ESO. Með einstaklega nákvæmum mælingum hafa stjörnufræðingar fundið út að mismunandi hlutar smástirnisins Itokawa hafa ólíkan eðlismassa. Fyrir utan að varpa ljósi á ýmsa leyndardóma tengda tilurð smástirnisins, geta upplýsingar um það sem leynist undir yfirborði þess líka sýnt hvað gerist þegar hnettir í sólkerfinu rekast saman og gefið vísbendingar um myndun reikistjarna.
eso1404is — Fréttatilkynning
Fyrsta veðurkortið af brúnum dverg
29. janúar 2014: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur notað Very Large Telescope ESO til að útbúa fyrsta veðurkortið af nálægasta brúna dvergnum við Jörðina. Stjörnufræðingarnir útbjuggu kort af dökkum og ljósum svæðum í lofthjúpi WISE J104915.57-531906.1B, sem gengur óformlega undir nafninu Luhman 16B og er annar tveggja nýuppgötvaðra brúnna dverga sem mynda par í aðeins sex ljósára fjarlægð frá sólinni. Niðurstöðurnar birtust þann 30. janúar 2014 í tímaritinu Nature.
eso1403is — Fréttatilkynning
Sýnishorn úr fjársjóðskistu kortlagningarsjónauka
22. janúar 2014: Þessa glæsilegu nýju ljósmynd af Lónþokunni var tekin með VLT Survey Telescope (VST) í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Þessi risavaxna gas- og rykþoka hýsir ungar stjörnuþyrpingar og er lýst upp af ungum og mjög skærum stjörnum. Myndin er hluti af verkefni sem snýst um að kortleggja himinninn en alls standa yfir ellefu slík verkefni með sjónaukum ESO. Að lokum verður til mjög umfangsmikið og opinbert gagnsafn fyrir allt stjarnvísindafólk í heiminum.
eso1402is — Fréttatilkynning
Reikistjarna finnst í kringum tvíburasystur sólar í stjörnuþyrpingu
15. janúar 2014: Stjörnufræðingar hafa fundið þrjár reikistjörnur á braut um stjörnur í Messier 67 stjörnuþyrpingunni með HARPS reikistjörnuleitartæki ESO í Chile og fleiri sjónaukum víða um heim. Þótt hingað til hafi yfir þúsund reikistjörnur fundist fyrir utan sólkerfið okkar, hafa örfáar fundist í stjörnuþyrpingum. Ein reikistjarnanna nýju gengur um stjörnu sem er sjaldgæf tvíburasystir sólar — stjarna sem er næstum alveg eins og sólin okkar.
eso1401is — Fréttatilkynning
ALMA finnur rykverksmiðju í nálægri sprengistjörnuleif
6. janúar 2014: Í fyrsta sinn hafa nýjar mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukans leitt í ljós mikið af nýlega mynduðu ryki í leifum ungrar sprengistjörnu. Komist þetta ryk í gegnum umbreytingu og út í mðgeiminn, gæti það skýrt rykugt og dökkleitt útlit margra vetrarbrauta.
eso1350is — Fréttatilkynning
Stækkaðar höfuðstöðvar ESO opnaðar
5. desember 2013: Þann 4. desember 2013 fór fram opnunarathöfn fyrir nýja viðbyggingu við höfuðstöðvar ESO í Garching bei München í Þýskalandi. Fulltrúar aðildarríkjanna í ESO ráðinu, yfirvöld úr nágrenninu, arkitektarnir Auer+Weber+Assozilerte, verktakinn BAM Deutchsland AG og framkvæmdarhópur ESO voru viðstaddir athöfnina.
eso1349is — Fréttatilkynning
ESO fær stjörnuver og fræðslumiðstöð að gjöf
3. desember 2013: ESO hefur fengið stjörnuver og fræðslumiðstöð að gjöf við höfuðstöðvar sínar í Garching bei München í Þýskalandi. Miðstöðin verður glæsilegur vettvangur fyrir miðlun stjarnvísinda til almennings, þökk sé Klaus Tschira Stiftung sem hefur boðist til að fjármagna bygginguna.
eso1348is — Fréttatilkynning
Líf og dauði í Stóra Magellansskýinu
27. nóvember 2013: Stóra Magellansskýið er ein nálægasta vetrarbrautin við okkur. Nýverið notuðu stjörnufræðingar Very Large Telescope ESO til að skoða eitt af óþekktari svæðum hennar. Á myndinni sést gas- og rykský að mynda heitar, nýjar stjörnur sem aftur móta sérkennileg form í skýið. Á myndinni sjást líka slæður sem sprengistjörnur hafa myndað.
eso1347is — Fréttatilkynning
Ungar stjörnur móta glæsilegt landslag í geimnum
13. nóvember 2013: Stjörnufræðingar hjá ESO hafa tekið bestu myndina hingað til af forvitnilegum skýjum í kringum stjörnuþyrpinguna NGC 3572. Á nýju myndinni sést hvernig vindar frá heitum, ungum stjörnum hafa myndað sérkennilegar bólur, boga og form sem kallast fílsranar í gas- og rykskýin. Björtustu stjörnurnar í þypringunni eru mun efnismeiri en sólin okkar og munu enda ævina sem sprengistjörnur.
eso1346is — Fréttatilkynning
ESO fagnar 50 ára samstarfsafmæli með Chile
6. nóvember 2013: Í dag eru 50 ár liðin frá því að samstarf hófst milli Chile og ESO. Þetta samstarf hefur reynst afar árangursríkt og gert bæði stjarnvísindum í Evrópu og Chile að færa mörk vísinda, tækni og menningar inn í framtíðina.
eso1345is — Fréttatilkynning
Forseti Chile heimsækir Paranal til að tilkynna um afsal á landi undir E-ELT
28. október 2013: Við athöfn sem fram fór í gær í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, afhenti Sebastián Piñera, forseti Chile, skjöl sem nýlega voru undirrituð þar sem ríkisstjórn Chile afsalar landinu í kringum Cerro Armazones til ESO. Cerro Armazones, sem er 3060 metra hár fjallstindur um 20 km frá Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal, verður framtíðarheimili European Extremely Large Telescope (E-ELT).
eso1344is — Fréttatilkynning
ALMA kannar leyndardóma risasvartholastróka
16. október 2013: Tveir alþjóðlegir hópar stjörnufræðinga hafa beint Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) að strókum risasvarthola í miðjum tveggja vetrarbrauta og kannað áhrifin sem þeir hafa á nágrenni sitt. Stjörnufræðingarnir náðu bestu myndunum hingað til af gasi í kringum nálægt en kyrrlátt svarthol, sem og óvæntum myndum af grunni öflugs efnisstróks skammt frá svartholi í órafjarlægð.
eso1343is — Fréttatilkynning
Nærmynd af Toby Jug þokunni
9. október 2013: Very Large Telescope ESO tók þessa óvenju nákvæmu mynd af Toby Jug þokunni, gas- og rykskýi sem umlykur rauða risastjörnu. Á myndinni sést vel bogamyndunin sem einkennir þokuna svo hún minnir á litla drykkjarkönnu með handfangi.
eso1342is — Fréttatilkynning
Seinasta loftnet ALMA afhent
1. október 2013: Síðasta loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) verkefnisins hefur verið afhent ALMA stjörnustöðinni. Smíði loftnetsins, sem er tólf metra breitt, var í höndum evrópska AEM samstarfsins og markar árangursríka afhendingu 25 evrópskra loftneta — stærsti verktakasamningur ESO til þessa.
eso1341is — Fréttatilkynning
Kaldur bjarmi stjörnumyndunar
25. september 2013: Nýju mælitæki sem kallast ArTeMIS hefur verið komið fyrir á APEX — Atacama Pathfinder Experiment. APEX er 12 metra breiður sjónauki hátt í Atacamaeyðimörkinni sem nemur millímetra- og hálfsmillímetrageislun — milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna í rafsegulrófinu — og er stjörnufræðingum mikilvægt tól til að sjá lengra út í alheiminn. Nýja myndavélin hefur þegar náð glæsilegri mynd af Kattarloppuþokunni.
eso1340is — Fréttatilkynning
Ungar stjörnur matreiðast í Rækjuþokunni
18. september 2013: Glóandi gasskýið á þessari mynd er stórt stjörnumyndunarsvæði sem kallast Rækjuþokan. Myndin var tekin með VLT Survey Telescope í Paranal stjörnustöð ESO í Chile og er að öllum líkindum sú skýrasta sem tekin hefur verið af þokunni. Á myndinni sjást heitar, nýfæddar stjörnur hreiðra um sig í skýjaslæðum þokunnar.
Niðurstöður 41 til 60 af 1059