Fréttatilkynningar

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso1333is — Fréttatilkynning
Snjór í ungu sólkerfi
18. júlí 2013: Í fyrsta sinn hefur mynd náðst af snælínu í ungu og fjarlægu sólkerfi. Snælínan er í skífu í kringum stjörnuna TW Hydrae, sem líkist sólinni okkar, og mun hún veita okkur mikilvægar upplýsingar um myndun reikistjarna og halastjarna og þá þætti sem ákvarða efnasamsetningu þeirra, sem og upplýsingar um sögu okkar sólkerfis. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í Science Express.
eso1332is — Fréttatilkynning
Sundurtætt af svartholi
17. júlí 2013: Nýjar athuganir Very Large Telescope ESO hafa í fyrsta sinn sýnt risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar tæta í sig gasský. Svo mjög hefur teygst á skýinu að fremsti hluti þess hefur þegar komist næst svartholinu og stefnir nú burt frá því á meira en 10 milljón km hraða á klukkustund, á meðan hali skýsins er enn að falla í átt til þess.
eso1331is — Fréttatilkynning
Ómskoðun með ALMA leiðir í ljós ófædda risastjörnu
10. júlí 2013: Nýjar mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa gefið stjörnufræðingum bestu myndina hingað til af risastjörnu verða til í dökku rykskýi. Móðurkviður stjörnunnar er meira en 500 sinnum massameiri en sólin — sá stærsti sem fundist hefur í Vetrarbrautinni — og er enn að vaxa. Glorsoltin fósturstjarnan í skýinu hámar í sig efni sem þýtur til hennar. Búist er við að skýið muni geta af sér mjög skæra stjörnu sem verður allt að 100 sinnum massameiri en sólin.
eso1330is — Fréttatilkynning
Fjarlægt dulstirni varpar ljósi á vetrarbraut sem nærist
4. júlí 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope hafa fundið fjarlæga vetrarbraut sem svolgrar í sig gas úr nágrenni sínu. Gas sést falla inn að vetrarbrautinni í straumi sem knýr bæði áfram myndun nýrra stjarna og snúning vetrarbrautarinnar. Þetta eru bestu beinu sönnunargögnin hingað til sem renna stoðum undir þá kenningu, að vetrarbrautir togi til sín og nærist á efni úr nágrenni sínu til að vaxa og mynda stjörnur. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kom út 5. júlí 2013.
eso1329is — Fréttatilkynning
Heimsfrumsýning á IMAX® þrívíddarmyndinni Hidden Universe
1. júlí 2013: Þann 28. júní 2013 var þrívíddarmyndin Hidden Universe frumsýnd í IMAX® kvikmyndahúsum og öðrum kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin var fyrst sýnd í Great Lakes Science Center í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum og degi síðar, þann 29. júní, í Tycho Brahe stjörnuverinu í Kaupmannahöfn. Í myndinni eru heimsins bestu stjörnusjónaukar sýndir í mestu upplausn innan um dáleiðandi þrívíddarmyndir af fyrirbærum í geimnum og þrívíddarlíkönum af þróun alheimsins.
eso1328is — Fréttatilkynning
Þrjár reikistjörnur í lífbelti nálægrar stjörnu
25. júní 2013: Hópur stjörnufræðinga hefur blandað saman nýjum mælingum á Gliese 667C við eldri mælingar HARPS litrófsritans á 3,6 metra sjónauka ESO í Chile og fundið sólkerfi með að minnsta kosti sex reikistjörnum. Þrjár þessara reikistjarna eru svonefndar risajarðir á því svæði í sólkerfinu þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi og því gætu þær mögulega verið lífvænlegar. Þetta er fyrsta sólkerfið sem finnst með fullskipuðu lífbelti.
eso1327is — Fréttatilkynning
Óvænt ryk í kringum risasvarthol
20. júní 2013: Víxlmælir Very Large Telescope ESO hefur gert nákæmustu mælingarnar hingað til af ryki í kringum risavarthol í miðju virkrar vetrarbrautar. Stjörnufræðingar bjuggust við að finna glóandi ryk á kleinuhringslaga svæði í kringum svartholið en þess í stað fannst það einnig fyrir ofan og undir kleinuhringinn. Athuganirnar sýna að rykið fýkur burt sem kaldur vindur frá svartholinu — óvænt niðurstaða og nokkuð sem viðteknar kenningar eiga erfitt með að útskýra en segir okkur hvernig risasvarthol þróast og verka við umhverfi sitt.
eso1326is — Fréttatilkynning
Ný tegund breytistjörnu fundin
12. júní 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu svissneska 1,2 metra Euler sjónaukann í La Silla stjörnustöð ESO í Chile hafa fundið nýja tegund sveiflustjarna. Uppgötvunin byggir á mælingum á hárfínum birtubreytingum stjarna í þyrpingu. Mælingarnar leiddu í ljós áður óþekkta eiginleika þessara stjarna sem ganga í berhögg við viðteknar kenningar og vekja upp spurningar um uppruna sveiflanna.
eso1325is — Fréttatilkynning
ALMA finnur halastjörnuverksmiðju
6. júní 2013: Stjörnufræðingar hafa með hjálp Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) tekið mynd af svæði umhverfis unga stjörnu, þar sem rykagnir geta vaxið með því að límast saman. Þessi uppgötvun leysir gamla ráðgátu um vöxt rykagna í efnisskífum stjarna svo þær geti að lokum myndað halastjörnur, reikistjörnur og aðra berghnetti. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kom út 7. júní 2013.
eso1324is — Fréttatilkynning
Léttasta fjarreikistjarnan sem náðst hefur á mynd?
3. júní 2013: Hópur stjörnufræðinga hefur með hjálp Very Large Telescope ESO náð mynd af daufu fyrirbæri nálægt bjartri stjörnu. Massi fyrirbærisins er talinn milli fjórum til fimm sinnum meiri en massi Júpíters, svo hér gæti verið um að ræða massaminnstu reikistjörnu sem ljósmynduð hefur verið fyrir utan sólkerfið okkar. Uppgötvunin er afar mikilvæg og eflir skilning okkar á myndun og þróun sólkerfa.
eso1323is — Fréttatilkynning
Lág-natríumkúr lykillinn að háum aldri stjarna
29. maí 2013: Stjörnufræðingar hafa lengst af búist við því að stjörnur sem líkjast sólinni varpi mestum hluta lofthjúps síns út í geiminn undir lok ævinnar. Nýjar mælingar sem gerðar voru á stórri stjörnuþyrpingu með hjálp Very Large Telescope ESO sýna að meirihluti stjarna sem rannsakaðar voru, komust aldrei á þetta stig á ævi sinni — öfugt við það sem búist var við. Stjörnufræðingarnir komust að því, að magn natríums í stjörnunum bendir sterklega til þess hvernig þær enda ævi sína.
eso1322is — Fréttatilkynning
Very Large Telescope ESO fagnar góðum árangri í 15 ár
23. maí 2013: Með þessari nýju og glæsilegu mynd af stjörnumyndunarsvæði heldur ESO upp fimmtán árangursrík ár Very Large Telescope — þróaðasta stjörnusjónauka heims. Á myndinni sjást þykkir rykhnoðrar fyrir framan bleikglóandi gasský sem stjörnufræðingar nefna IC 2944. Dökku ógegnsæju klessurnar minna einna helst á blekdropa sem fljóta í jarðarberjakokteil. Lögun þeirra er mótuð af öflugri geislun sem berst frá björtum nálægum ungum stjörnum.
eso1321is — Fréttatilkynning
Dulin slæða í Óríon
15. maí 2013: Á þessari nýju og glæsilegu mynd af geimþoku í stjörnumerkinu Óríon sést það sem virðist vera logandi slæða á himinhvolfinu. Appelsínugula bjarmann má rekja til daufrar birtu sem berst frá köldum rykögnum í geimnum, á bylgjulengd sem er of löng til að mannsaugað fái greint. Myndin var tekin með Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukanum sem ESO starfrækir í Chile.
eso1320is — Fréttatilkynning
Ringulreið í stjörnumyndunarsvæði
2. maí 2013: Þessi glæsilega mynd af NGC 6559 var tekin með danska 1,54 metra sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Myndin sýnir vel þá ringulreið sem ræður ríkjum þegar stjörnur verða til í sameindaskýjum í geimnum.
eso1319is — Fréttatilkynning
Einstein hafði rétt fyrir sér — hingað til
25. apríl 2013: Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO og útvarpssjónauka víða um heim, hafa fundið og rannsakað sérkennilegt tvístirni sem samanstendur af massamestu nifteindastjörnu sem fundist hefur hingað til og hvítri dvergstjörnu sem hringsólar um hana. Þetta nýja og furðulega tvístirni gerir mönnum kleift að gera prófanir á almennu afstæðiskenningu Einsteins sem áður voru ómögulegar. Hingað til hafa mælingarnar komið nákvæmlega heim og saman við spár afstæðiskenningarinnar en brjóta í bága við sumar aðrar óhefðbundnari kenningar. Niðurstöðurnar eru birtar í tímaritinu Science sem kemur út 26. apríl 2013.
eso1318is — Fréttatilkynning
ALMA staðsetur ungar vetrarbrautir á mettíma
17. apríl 2013: Hópur stjörnufræðinga hefur notað ALMA (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) sjónaukann nýja til að staðsetja meira en 100 frjósamar hrinuvetrarbrautir frá árdögum alheims. Geta ALMA er slík að á örfáum klukkustundum gerði sjónaukinn jafnmargar mælingar á vetrarbrautunum og gerðar hafa verið með öllum öðrum sambærilegum sjónaukum í heiminum samanlagt í meira en áratug.
eso1317is — Fréttatilkynning
Drungaleg, græn bóla
10. apríl 2013: Á þessari nýju og forvitnilegu mynd frá Very Large Telescope ESO sést grænglóandi hringþoka, IC 1295, sem umlykur daufa, deyjandi stjörnu í um 3.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Skildinum. Þetta er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af þessu fyrirbæri.
eso1316is — Fréttatilkynning
Ungar, heitar og bláar
27. mars 2013: Þessar fallegu björtu, bláu stjörnur tilheyra þyrpingunni NGC 2547, hópi nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Seglinu. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.
eso1315is — Fréttatilkynning
Þyrilvetrarbraut prýdd dofnandi sprengistjörnu
20. mars 2013: Í um 35 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni, í stjörnumerkinu Fljótinu, er þyrilvetrarbrautin NGC 1637. Árið 1999 hýsti þessi annars kyrrláta þyrilvetrarbraut mjög bjarta sprengistjörnu. Stjörnufræðingar sem rannsökuðu eftirhreytur sprengingarinnar með Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile tóku þessa glæsilegu mynd af þessari tiltölulega nálægu vetrarbraut.
eso1314is — Fréttatilkynning
Krónprinshjón Danmerkur heimsækja Paranal stjörnustöð ESO
15. mars 2013: Þann 14. mars 2013 heimsótti hans hátign, krónprinsinn af Danmörku og eiginkona hans, krónprinsessan, Paranal stjörnustöð ESO í opinberri heimsókn sinni til Chile. Í Paranal nutu þau leiðsagnar framkvæmdarstjóra ESO, Tim de Zeeuw, um aðstöðu ESO sem er í heimsflokki.
Niðurstöður 61 til 80 af 261