Gluggi að alheiminum

Artist impression of the ELTHjá ESO hefur orðið til mikil sérþekking í skipulagningu, smíði og rekstri stórra stjörnusjónauka á afskekktum stöðum. Með Very Large Telescope ESO, öflugasta stjörnusjónauka heims, hafa margar uppgötvanir verið gerðar.

Þessi sérþekking er ESO mikilvæg í þróun risasjónaukans ELT fyrir evrópska stjörnufræðinga. Grunnhönnunin lá fyrir í árslok 2006. Verið er að leggja lokahönd á hönnun sjónaukans en hún ein og sér kostar 57 milljónir evra. Markmið ESO er að sjónaukinn verði starfhæfur snemma á næsta áratug. Þessu til viðbótar hafa yfir 30 evrópskar vísindastofnanir og hátæknifyrirtæki kannað tæknilega þætti risasjónauka samkvæmt 6. rammaáætlun um hönnun ELT sem er að hluta fjármögnuð af framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins. ELT er vísindaverkefni sem byggir á hátækni og felur í sér nýsköpun. Verkefnið býður upp á samstarf við hátæknifyrirtæki og þróun tækninýjunga sem mun nýtast í evrópskum iðnaði.

ELT nýtur víðtæks stuðnings evrópskra vísindamanna. Hann er eini sjónaukinn sem ætlaður er til rannsókna á sýnilegu ljósi í vegvísi European Strategy Forum on Research Infrastructure. Hann er auk þess mjög áberandi í evrópska stjörnufræðivegvísinum ASTRONET.

Forysta Evrópu í þessu stóra verkefni mun án efa auka hróður evrópskra vísinda og evrópsks iðnaðar.