ELT í tölum

  • Þvermál safnspegils: 39 metrar
  • Flatarmál ljóssöfnunarsvæðis: 978 fermetrar


Artist impression of the ELT

39 metrar í þvermál

Safnspegill sjónaukans er 39,3 metrar í þvermál. Hann verður stærsti stjörnusjónauki heims til rannsókna á sýnilegu ljósi. Sjónaukinn verður fjórum til fimm sinnum stærri en öflugustu sjónaukar dagsins í dag og safnar allt að 15 sinnum meira ljósi. Hann verður auk þess mun stærri en Þrjátíu metra sjónaukinn og Magellan-risasjónaukinn, aðrir tveir fyrirhugaðir risasjónaukar.

Næstum 800 stakir speglar

Ómögulegt er að smíða svo stóran spegil í heilu lagi. Þess vegna verður 39,3 metra breiði safnspegillinn settur saman úr 798 sexhyrndum 1,4 metra breiðum og 5 cm þykkum speglum. Þetta er gert svo hægt sé að framleiða speglana í miklu magni svo draga megi úr kostnaði. Annars yrði ELT alltof kostnaðarsamur.