
In response to the COVID-19 pandemic, ESO has taken a number of measures to ensure the safety of staff and visitors, including cancelling public visits and activities to its observatories. For more information, please check the ‘COVID-19 coronavirus measures at ESO’ announcement.
En respuesta a la pandemia de COVID-19, ESO ha tomado una serie de medidas para garantizar la seguridad del personal y sus visitantes, incluida la cancelación de visitas y actividades públicas. Para obtener más información, por favor consulte el anuncio “Medidas adoptadas por ESO ante el coronavirus COVID-19”.
Um ESON
ESO education and Public Outreach Department hefur komið upp tenglsanet í aðildarríkjum ESO og fleiri löndum. Meðlimir þess eru tengiliðir ESO við fjölmiðla í sínu heimalandi og gegna því hlutverki að segja frá starfsemi ESO, fréttatilkynningum og svo framvegis. Á sama tíma geta þeir komið á gagnlegum tengslum milli fjölmiðla og vísindamanna á þessu sviði. Meðlimir tengslanetsins (ESON), eða fulltrúar þeirra, er alla jafna fólk sem hefur vísindamiðlun að fullu starfi og þekkir til helstu aðila í sínu landi, eins og fjölmiðla og háskólafólks, og á í reglulegum samskiptum við þá. Tengiliðirnir geta fundið þjóðleg sjónarhorn á fréttir af samtökunum, hafa mikinn hug á að koma starfsemi ESO á framfæri og leggja reglulega sitt af mörkum um hver sé besta leiðin að þeim markmiðum. Í hnotskurn er hlutverk þeirra að: „Vera tengiliðir ESO við fjölmiðla og hafa umsjón með miðlun stjarnvísinda í aðildarríkjunum og mögulegum aðildarríkjum, með það markmið að koma ESO á framfæri og vekja athygli á þeim fjölmörgu þáttum stjarnvísinda sem veitir fólki innblástur.“ Hér er hægt að nálgast.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um ESON: https://www.eso.org/public/outreach/eson.html
Contact and Biography
Sævar Helgi Bragason
Center for Astrophysics and Cosmology
University of Iceland
Dunhaga 5 (Tæknigarður)
107 Reykjavík
Iceland
Tel: +354-896-1984
E-mail: eson-iceland@eso.org
Sævar er fæddur 17. apríl 1984. Hann hefur haft áhuga á stjörnufræði eins og lengi og hann man eftir en heillaðist gjörsamlega þegar hann sá Satúrnus í fyrsta sinn í gegnum sjónauka á unga aldri. Hann hefur kennt stjörnufræði í nokkrum framhaldsskólum og verið leiðbeinandi í Háskóla unga fólksins um árabil en auk þess starfað við vísindamiðlun á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Sævar er einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins og er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, stærsta félags áhugamanna um stjörnufræði og stjörnuskoðun á Íslandi. Hann stundar nú nám í stjarneðlisfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð en hefur áður stundað nám í jarðfræði við Háskóla Íslands. Af öðrum áhugamálum má nefna gönguferðir um íslenska náttúru, fótboltagláp (ástríðufullur aðdáandi Liverpool), ljósmyndun og að hugsa um son sinn sem fæddist á gamlársdag árið 2010.