Um ESO

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og öflugasta stjörnustöð heims. ESO tryggir stjarnvísindamönnum rannsóknaaðstöðu á heimsmælikvarða og nýtur til þess stuðnings Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Írlands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. Nokkrar aðrar þjóðir hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í samstarfinu.

Meginmarkmið ESO, sem sett var í Sáttmálanum 1962, er að veita stjarnvísindamönnum fyrsta flokks aðstöðu til þess að þeir geti stundað vísindarannsóknir í hæsta gæðaflokki við bestu aðstæður. Árlega leggja aðildarríki ESO til um 198 milljónir evra til starfseminnar en hjá ESO starfa um 700 manns. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnustöðvar heims leggur ESO grunn að mikilvægum uppgötvunum í vísindum. Það býður upp á möguleika við þróun nýrrar tækni og samstarfi við hátæknifyrirtæki sem er góður stökkpallur fyrir evrópskan iðnað.

Höfuðstöðvar ESO (vísinda-, tækni- og þjónustumiðstöðvar samtakanna) eru staðsettar í Garching nærri Munchen í Þýskalandi. Í Chile rekur ESO einnig Vitacura miðstöðina auk þriggja stjörnustöðva þar í landi. ESO hyggur á smíði hins 39 metra breiða European Extremely Large optical/near-infrared Telescope, ELT, sem verður „stærsta auga jarðar“.

„Hjá ESO er stundum næstum einstök alþjóðleg samvinna og allt er gert af þeim sem geta það best, óháð ríkisfangi eða stofnun. Þessi andi, þar sem allir gera sitt besta, er gott fordæmi fyrir alla Evrópu.“

Mrs. Maria van der Hoeven, fyrrverandi mennta-, menningar- og vísindamálaráðherra Hollands

eso headquarters garching

Höfuðstöðvar ESO

Chile Map

Staðir í ChileBrochure: Reaching New Heights in Astronomy

Bæklingur: Reaching New Heights in Astronomy (PDF File)