Heimsóknir í starfsstöðvar ESO

Þessi vefsíða er til á spænsku á chileska vefsvæðinu.

Heimsóknir í starfsstöðvarnar í Chile

ESO býður ferðamönnum, nemendum og fjölmiðlum í heimsókn í starfsstöðvar sínar í La Silla og Paranal og fjölmiðla í ALMA starfsstöðina í Chile. Aðgengið er takmarkað svo heimsóknir eru skipulagðar fyrirfram þannig að þær trufli ekki vinnu í stjörnustöðvunum.

Athugaðu að fyrir allar fjölmiðlaheimsóknir þarf að afla leyfis fyrirfram ESO education and Public Outreach Department. Leiðarvísir fyrir fjölmiðla hér.

ESO Observatories Topographic Route Map
Leiðarkort um starfsstöðvar ESO í Chile. Mynd: ESO

Almennar heimsóknir í Paranal stjörnustöðina

Heimsóknir ferðamanna og námsmanna í Paranal stjörnustöðina eru skipulagðar alla laugardaga kl 10:00 eða 14:00. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Vinsamlegast athugaðu helgarheimsóknir í Paranal síðuna til að fá frekari upplýsingar og skráningarform.

Almennar heimsóknir í La Silla stjörnustöðina

La Silla stjörnustöðin er opin fyrir heimsóknum alla laugardaga kl 10:00 eða 14:00. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Vinsamlegast athugaðu helgarheimsóknir í La Silla síðuna til að fá frekari upplýsingar og skráningarform.

Almennar heimsóknir í ALMA starfsstöðina

Heimsóknir ferðamanna og nemenda í ALMA Operations Support Facility (OSF) eru skipulagðar alla laugardaga og sunnudaga frá 9:00 til 13:00. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Vinsamlegast athugaðu helgarheimsóknir í ALMA síðuna til að fá frekari upplýsingar og skráningarformið. Af öryggisástæðum er Array Operations Site (AOS) á Chajnantor hásléttunni (þar sem loftnetin eru) ekki opin gestum.

Almennar heimsóknir í APEX

Því miður er ekki boðið upp á almennar heimsóknir í APEX. Fjölmiðlar ættu að hafa samband við ESO education and Public Outreach Department fyrirfram til að fá leyfi.

Almennar heimsóknir í Vitacura skrifstofur ESO í Santiago

Því miður er ekki boðið upp á almennar heimsóknir í Vitacura skrifstofur ESO. Fjölmiðlar ættu að hafa samband við ESO education and Public Outreach Department fyrirfram til að fá leyfi.

Heimsóknir í höfuðstöðvar ESO í Garching í Þýskalandi

Því miður er ekki boðið upp á almennar heimsóknir í höfuðstöðvar ESO í Garching. Fjölmiðlar ættu að hafa samband við ESO education and Public Outreach Department fyrirfram til að bóka tíma.