ann12019-is — Tilkynning

Erasure stefnir til stjarnanna með ESO

12. mars 2012

Erasure, breska „synthpop“ hljómsveitin fræga, birti í dag myndband við nýjustu smáskífu sína — Fill Us With Fire (ESO 50th Anniversary Exclusive) sem tileinkað er 50 ára afmæli ESO. Í myndbandinu kemur Very Large Telescope við sögu og nokkrar af glæsilegustu myndum ESO af næturhimninum. Þetta er þriðja og síðasta smáskífan af Tomorrow’s World, nýjustu plötu sveitarinnar sem kom út árið 2011.

Hugmyndin varð til þegar Andy Bell, aðalsöngvari sveitarinnar, heimsótti stjörnustöðina. Stjörnustöðin er heimili Very Large Telescope (VLT) og situr á 2.600 metra háum fjallstindi í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile. Þar er glæsilegt útsýni til allra átta yfir víðerni eyðimerkurinnar í kring og vitaskuld upp í næturhimininn. Andy heillaðist af þessari glæsilegu náttúru og óskaði eftir að fá að taka upp á meðan hann var á staðnum.

Andy varði einum degi á Paranal í febrúar 2012 og tók á þeim tíma upp myndefni af honum flytja nýjustu smáskífu Erasure. Myndefnið var síðan klippt til með nokkrum af bestu stjörnuljósmyndum ESO. Andy var himinlifandi með útkomuna og ákvað að gera hana að opinberu myndbandi lagsins og tileinka það 50 ára afmæli ESO.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department, Garching, Germany
Tel: +49-89-3200-6761
Cellular: +49-173-3872-621
E-mail: lars@eso.org

Mathieu Isidro
ESO, education and Public Outreach Department
Santiago, Chile
Tel: +56 2 463 3261
Email: misidro@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12019

Myndir

Tökur á myndbandinu Fill Us With Fire með Andy Bell söngvara Erasure
Tökur á myndbandinu Fill Us With Fire með Andy Bell söngvara Erasure
Andy Bell, söngvari Erasure, fyrir framan VLT
Andy Bell, söngvari Erasure, fyrir framan VLT

Myndskeið

Myndband Erasure: Fill Us With Fire (ESO 50th Anniversary Exclusive)
Myndband Erasure: Fill Us With Fire (ESO 50th Anniversary Exclusive)