Tilkynning

Ljósmyndir ESO í Star Walk

Njóttu glæsilegra stjörnuljósmynda í nýja iPad-inum með verðlaunuðu forriti

22. mars 2012

Mikið hefur verið skrifað og skrafað á netinu um Retina skjáinn í þriðju kynslóð iPad. Við vitum ekki um betri áskorun fyrir hann en að skoða stjörnuljósmyndir í miklum smáatriðum. Notfærðu þér til fulls kosti skjásins í þriðju kynslóð iPad og fjögurra kjarna grafík með því að skoða bestu myndir ESO af alheiminum.

Vito Technology Inc.® hefur nú uppfært Star Walk stjörnufræðiforritið vinsæla fyrir nýja iPad-inn með betri grafík og innihaldi. Í Picture of the Day hluta forritsins eru sýndar ljósmyndir í hárri upplausn frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) og ESA/Hubble af stjörnuþyrpingum, Messierfyrirbærum og fleiri stjarnfræðlegum fyrirbærum.

Star Walk forritið gerir stjörnuáhugafólki, nemendum og öðrum kleift að staðsetja og átta sig á yfir 20.000 fyrirbærum á næturhimninum með einföldum hætti. 360 gráðu stjörnukortið sýnir stjörnumerkin í þrívídd, stjörnur, reikistjörnur, gervitungl og vetrarbrauti sem eru á lofti á þeim tíma hvar sem er í heiminum. Í nýjustu uppfærslunni geta notendur notið grafíkurinnar og gagnvirkninnar sem aldrei fyrr, til dæmis með iSight myndavélinni og Retina skjánum á nýja iPad-inum.

Tenglar

Tengiliðir

Oana Sandu
Community Coordinator
ESO ePOD, Garching, Germany
Sími: +49 89 320 069 65
Farsími: +49 176 943 942 20
E-mail: osandu@eso.org
Twitter: http://twitter.com/ESO

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12022

Myndir

Skjáskot úr nýja Star Walk app-inu með myndum ESO
Skjáskot úr nýja Star Walk app-inu með myndum ESO