ann12025-is — Tilkynning

ESO er enn lang afkastamesta stjörnustöð heims

Hnífjöfn Hubblessjónaukanum í fjölda birtra greina á ári

28. mars 2012

Árið 2011 rituðu stjörnufræðingar 783 ritrýndar greinar sem byggðu á mælingum með sjónaukum og mælitækjum ESO. Þetta er met í sögu ESO sem er þar af leiðandi enn lang afkastamesta stjörnustöð heims. Undanfarin ár hefur fjöldi greina, sem byggja á mælingum ESO, verið nánast hnífjafn fjölda greina sem byggja á mælingum Hubblessjónauka NASA og ESA. Eftir örlitla lægð árið 2009 tóku báðar stjörnustöðvar stökk.

Gögn frá VLT/VLTI voru notuð í 551 grein árið 2011 sem er um 8% aukning frá árinu áður. Heildarfjöldi ritrýndra greinna sem byggja á mælingum VLT/VLTI, er nú kominn vel yfir 4.000. Síðustu ár hafa greinar sem byggja á gögnum úr gagnasafni ESO verið um 12% af heildarfjöldanum en árið 2011 varð aukning.

Jafnvel þótt gögn frá VLT/VLTI, aðalsjónauka ESO, séu ekki talin með eru aðrir sjónaukar á Paranal og La Silla með álíka margar birtar greinar á ári og næst afkastamesta stjörnustöð jarðar, W. M. Keck stjörnustöðin, þótt ótrúlegt megi virðast.

Þegar tölur yfir mismunandi mælitæki VLT eru skoðuð nánar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Miðað við fjölda greina eru FORS2 og UVES mælitækin á VLT afkastamest en greinum sem byggja á nýlegri mælitækjum eins og HAWK-I og X-shooter fjölgar ört. Á La Silla er HARPS litrófsritinn sem notaður er við leit að fjarreikistjörnum, afkastamest.

Þessar tölur eru fengnar úr ESO Telescope Bibliography (telbib, http://telbib.eso.org) gagnagrunninum yfir ritrýndar greinar sem byggja á mælingum ESO [1]. Í telbib eru birtar greinar tengdar saman við verkefnin sem gögnunum var aflað í og hafa bókasafnsfræðingar ESO umsjón með viðhaldi safnsins. Nánari upplýsingar um telbib gagnagrunnin er að finna á http://telbib.eso.org/help.html.

Sjá má gagnvirk línurit á slóðinni http://telbib.eso.org/telbibstats/. Línuritin sýna allt innihald telbib gagnagrunnsins frá árinu 1996 til dagsins í dag. Hægt er að nota þau til að skoða hvernig greinafjöldinn skiptist milli mælitækja ESO, hvernig hann hefur þróast með árunum og sjá meðalfjölda höfunda og verkefna ESO fyrir hverja greina.

Frá árinu 1996 hafa næstum 12.000 höfundar frá nærri 90 löndum birt yfir 8.500 greinar sem byggja á gögnum ESO.

Skýringar

[1] Þau tímarit sem reglulega eru skoðuð í leit að lykilorðum sem tengjast ESO eru: A&A, A&ARv, AJ, ApJ, ApJS, AN, ARA&A, EM&P, Icarus, MNRAS, Nature, NewA, NewAR, PASJ, PASP, P&SS og Science.

Tenglar

Tengiliðir

Uta Grothkopf
ESO Librarian
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6280
Email: uta.grothkopf@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head of ESO ePOD
ESO ePOD, Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49-173-3872-621
E-mail: lars@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12025

Myndir

Fjöldi birtra greina frá mismunandi stjörnustöðvum
Fjöldi birtra greina frá mismunandi stjörnustöðvum
Fjöldi birtra greina sem byggja á mælingum stjörnustöðva ESO
Fjöldi birtra greina sem byggja á mælingum stjörnustöðva ESO