ann12030-is — Tilkynning

ESO ferðast til tunglsins og aftur til baka á 50 ára afmælisári sínu

27. apríl 2012

Þann 21. apríl 2012 beindi radíóamatörinn Jan Van Muijiwiljk, Dwingeloo útvarpssjónaukanum í Hollandi að tunglinu. Útvarpsbylgjurnar fluttu stafræna útgáfu af 50 ára afmælismerki ESO út í geiminn frá einkaendurvarpsstöð Howards Lings á Englandi. Eftir að fylgihnöttur jarðar hafði endurvarpað merkinu tók Jan við því innan við þremur sekúndum síðar, eftir meira en 800.000 km ferðalag. Útkoman sést á þessari mynd sem ferðaðist bókstaflega til tunglsins og aftur til baka.

Patrick Barthelow, sem starfar við Echoes of Apollo, útbreiðslustarf Moonbounce [1] og STEM [2] fræðsluverkefnið, var upphafsmaður þessa verkefnis til að fagna 50 ára afmæli ESO. Listakonan Daniela de Paulis léði fyrst máls á Moonbounce hugmyndinni.

Við bjóðum ykkur að taka þátt í hátíðahöldunum í tilefni af afmælinu okkar, hvort sem er með því að taka þátt í þeim verkefnum sem við stöndum fyrir eins og „AwESOme Universe“ ljósmyndasýningunni, eða með eigin verkefnum líkt og Patrick gerði. Ekki gleyma að segja okkur frá þeim svo við getum deilt þeim með öllum.

Skýringar

[1] Í Moonbounce eða Earth-Moon-Earth (EME) eru útvarpsbylgjur sendar frá jörðinni til tunglsins sem síðan endurvarpar þeim aftur til jarðar. Aðferðin sem notuð er til að endurvarpa myndum af tunglinu er kölluð EME-SSTV (Earth-Moon-Earth Slow-Scan-Television).

[2] Science, Technology, Engineering and Mathematics.

Frekari upplýsingar

ASTRON notar ekki lengur Dwingeloo útvarpssjónaukann til stjörnuathugana en frá árinu 2009 hefur sjónaukinn (sem smíðaður var milli 1954-56) staðið sem minnisvarði.

CAMRAS (CA Muller Radio-Astronomy Station) samanstendur af sjálfboðaliðum (tæknimönnum, radíóamatörum og stjörnuáhugafólki) sem leigir sjónaukann af ASTRON og starfrækir hann. Sjálfboðaliðarnir sjá um viðhald, skiptum á loftneti, móttökurum, sjóntækjum, drifum og viðgerðum. Sjálfboðaliðar CAMRAS nota sjónaukann til að fjarskipta og stjörnuathugana, í fræðsluverkefni og viðburði fyrir almenning eins og Open Monument Day og October, Month of Knowledge.

Tenglar

Tengiliðir

Patrick Barthelow
Moonbounce STEM manager
Echoes of Apollo
Email: apolloeme@gmail.com
Website: http://echoesofapollo.com/moon-bounce/
Call sign: AA6EG

Oana Sandu
Community Coordinator
The education and Public Outreach Department
ESO
Tel: +49 89 320 069 65
Email: osandu@eso.org
Twitter: www.twitter.com/ESO
Facebook:www.facebook.com/ESOAstronomy

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12030

Myndir

ESO's 50th anniversary logo Moonbounced
ESO's 50th anniversary logo Moonbounced
texti aðeins á ensku