ann12033-is — Tilkynning

ESOcast 43: Að sjá skýrt

Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #3

10. maí 2012

Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky.

Í þriðja þætti þessarar raðar — 43. þætti ESOcast — er sagt frá flaggskipi ESO: Very Large Telescope (VLT). Í þættinum skoðum við hátæknina á bakvið sjónaukann sem hefur veitt stjörnufræðingum óviðjafnanlega sýn á alheiminn.

Til að ná skörpum myndum af himninum þarf VLT að glíma við tvö veigamikil atriði sem bjaga myndir af fyrirbærum himins. Í fyrsta lagi aflagast speglar vegna stærðar þeirra. Þetta vandamál er leyst með tölvustýrðu stuðningskerfi — virkum sjóntækjum — sem tryggja að speglarnir halda réttir lögun á öllum stundum. Í öðru lagi gerir ókyrrð í lofthjúpi jarðar stjörnurnar móðukenndar. Aðlögunarsjóntæki leiðrétta bjögun lofthjúpsins í rauntíma með hjálp sveigjanlegra, tölvustýrðra spegla sem breyta lögun sinni hundrað sinnum á sekúndu til að vega upp á móti áhrifum lofthjúpsins.

Næmar innrauðar myndavélar VLT hafa með hjálp aðlögunarsjóntækja skyggnst í gegnum þykk rykský sem birgja sýn inn að kjarna vetrarbrautarinnar. Myndirnar hafa gert stjörnufræðingum kleift að fylgjast með stjörnum hringsóla um risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar. Auk þess hefur sjónaukinn greint orkuríka blossa frá gasskýjum sem svartholið gleypir.

Horfðu á þáttinn og sjáðu hvers vegna Very Large Telescope er skarpasta auga jarðar.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 43 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Þakkir

ESO

Directed by: Lars Lindberg Christensen
Art Direction, Production Design: Martin Kornmesser
Producer: Herbert Zodet
Written by: Govert Schilling
3D animations and graphics: Martin Kornmesser & Luis Calçada
Editing: Martin Kornmesser
Cinematography: Herbert Zodet & Peter Rixner
Sound engineer: Cristian Larrea
Narration Mastering: Peter Rixner
Host & Lead Scientist: Dr J (Dr Joe Liske, ESO)
Narration: Sara Mendes da Costa
Soundtrack & Sound Effects: movetwo — Axel Kornmesser & Markus Löffler, zero-project (zero-project.gr).
Proof reading: Anne Rhodes
Executive producer: Lars Lindberg Christensen
Footage and photos: ESO, Stéphane Guisard (eso.org/~sguisard), Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi/TWAN, A. Santerne, Martin Kornmesser, J. Dommaget/J. Boulon/J. Doornenbal/W. Schlosser/F.K. Edmondson/A. Blaauw/Rademakers/R. Holder, Mineworks, Daniel Crouch/Rare Books (crouchrarebooks.com), Getty Images, Royal Astronomical Society/Science Photo Library, Jay M. Pasachoff, Chris de Coning/South African Library/Warner-Madear, Africana Museum/Warner, Leiden University, G. Brammer, Nick Risinger (skysurvey.org), Mauricio Anton/Science Library, José Francisco Salgado (josefrancisco.org), NASA/Spitzer Science Center/R. Hurt, VISTA/J. Emerson/Digitized Sky Survey 2, MPE/S. Gillessen/M. Schartmann, PIONIER/IPAG, Rainer Lenzen/MPIA Heidelberg, West-Eastern Divan Orchestra in Berlin by KolBerlin, Davide De Martin, Cambridge Astronomical Survey Unit, IDA/Danish 1.5 m/R. Gendler and C. Thöne, Mario Nonino, Piero Rosati and the ESO GOODS Team, ALMA (ESO/NAOJ/NRAO), the NASA/ESA Hubble Space Telescope, Matthias Maercker.

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12033

Myndir

Skjáskot úr ESOcast 43
Skjáskot úr ESOcast 43

Myndskeið

ESOcast 43: Að sjá skýrt – Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #3
ESOcast 43: Að sjá skýrt – Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #3