ann12048-is — Tilkynning
Sjálfvirkur Marsjeppi prófaður í Paranal stjörnustöð ESO
20. júní 2012
Þegar ESA, Geimvísindastofnun Evrópu, vildi prófa hugmyndir fyrir Marsjeppa framtíðarinnar þurfti landslag sem var eins líkt Mars og mögulegt var. Atacamaeyðimörkin í norður Chile, þar sem Paranal stjörnustöð ESO er til staðar, passaði fullkomlega.
Ekki er unnt að aka jeppum á Mars með beinum hætti frá jörðinni — útvarpsmerki eru allt að 40 mínútur að berast til og frá Mars. Þess í stað er þeim sendar leiðbeiningar sem þeir framkvæma síðan sjálfstætt. Marsjeppar nútímans fara fremur hægt yfir og reglulega þarf að senda þeim uppfærslur frá jörðinni. Fyrir skömmu vann teymi frá ESA að tilraunum sem munu gera jeppum framtíðarinnar að ferðast miklu lengra upp á eigin spýtur.
Í Paranal stjörnustöð ESO fékk tilraunateymið húsaskóla og aðstöðu fyrir bæði hópin og tækin á köldum og vindasömum nóttum.
Í tvær vikur var frumgerð af jeppa sem kallast Seeker ekið um svæði skammt frá VLT og líkist Mars nokkuð mikið. Teymið fylgdist með jeppanum eins og kvíðnir foreldrar þegar hann ók þeim úr augsýn og gátu aðeins fylgst með ferðum hans í gegnum útvarpssendingar.
Seeker notaði þrívíða sjón sína til að kortleggja umhverfi sitt, mæla hve langt hann færðist, skipuleggja ferð sína og sneiða hjá hindrunum. Æfingarnar náðu hámarki í seinustu tilrauninni þegar Seeker var sagt að aka 6 km lykkju. Hann komst 5,1 km sem þykir mjög gott í tilviki frumgerðar við mjög erfiðar aðstæður.
Hönnun Seekers byggir á tveimur öðrum harðgerum jeppum sem hannaðir voru fyrir störf í eldfjöllum, annars vegar RoboVolc sem kemur frá BAe Systems í Bretlandi og Rimmer jeppanum frá RAL Space.
Teymið er breskt og samanstendur af RAL Space, SciSys, BAe Systems, Roke Manor, MDA Space & Robotics, LAAS(F) og Oxford háskóla. Seeker er hluti af StarTiger herferð sem gerð er út frá Rutherford Appelton Laboratory í Bretlandi.
Tenglar
Tengiliðir
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT & Survey Telescopes Press Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: rhook@eso.org
Um tilkynninguna
Auðkenni: | ann12048 |