ann12055-is — Tilkynning

Enn skarpari mynd af alheiminum

Önnur útgáfa af ESO Top 100 Images appinu fáanleg

24. ágúst 2012

Uppfærð útgáfa á hinu vinsæla ESO Top 100 Images appinu er nú fáanleg í iTunes. Með þessari nýju útgáfu, sem kemur út skömmu fyrir 50 ára afmæli ESO, eru kostir retina skjásins og fjögurra kjarna grafíkurinnar í þriðju kynslóð iPad nýttir.

Appið er ókeypis og breytir iPad-inum þínum í glugga að alheiminum sem gerir notendum kleift að skoða og njóta 100 glæsilegra ljósmynda af fjarlægum vetrarbrautum og geimþokum, tignarlegu eyðimerkurlandslagi að nóttu til og öflugustu sjónaukum veraldar. Myndirnar eru glæsilegri en nokkru sinni fyrr þökk sé hnífskarpa retina skjánum (sem inniheldur milljón fleiri pixla en háskerpusjónvarp).

Öllum myndum fylgja skýringartextar en þær eru stöðugt uppfærða til að halda í við flæði nýrra og glæsilegra mynda frá háþróuðustu sjónaukum heims sem ESO starfrækir í Atacamaeyðimörkinni. Auðvelt er að sækja myndirnar og koma fyrir í bakgrunni iPadsins.

Af öðrum nýjungum má nefna atriðaskrá sem gerir notendum kleift að hoppa yfir í tilteknar myndir og mýkri og hreinni myndasýningu undir nýjum tónum tónskáldsins John Stanford.

Njótti alheimsins fram í fingurgóma með því að sækja aðra útgáfu ESO Top 10 Images appsins í iTunes.

ePOD hefur einnig gefið út aðra útgáfu af ESA/Hubble Top 100 Images appinu í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Þar má sjá bestu myndir Hubble geimsjónauka NASA og ESA. Hægt er að sækja appið, sem er ókeypis, frá iTunes.

Skýringar

ESO Top 100 Images og ESA/Hubble Top 100 Images öppin eru opin öpp sem ESO hefur þróað í samstarfi við Victor R. Ruiz (linotipo.es). Verkumsjón hafði Mathias Andre (ESO).

Tenglar

Tengiliðir

Oana Sandu
Community Coordinator
ESO ePOD, Garching, Germany
Phone: +49 89 320 069 65
Mobile: +49 176 943 942 20
E-mail: osandu@eso.org
Twitter: http://twitter.com/ESO

Mathias Andre
Web & Advanced Projects Coordinator
ESO ePOD, Garching, Germany
Phone : +49 (0)89 3200 6760
Office 246

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12055

Myndir

ESO Top 100 Images v2.0 app
ESO Top 100 Images v2.0 app
texti aðeins á ensku
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
texti aðeins á ensku
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
texti aðeins á ensku
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
Screenshot from ESO Top 100 Images v2.0 app
texti aðeins á ensku