ann12070-is — Tilkynning

Heimildarmyndin Europe to the Stars komin út

4. október 2012

Heimildarmyndin Europe to the Stars er komin út. Hægt er að sækja hana ókeypis á vefnum eða kaupa eintak af henni. Í myndinni er fjallað um fyrstu 50 árin í rannsóknum ESO á suðurhimninum.

Þetta hófst allt árið 1962 þegar ESO sáttmálinn var undirritaður — hápunkturinn í draumi fremstu stjörnufræðinga fimm Evrópuríkja, Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Hollands og Svíþjóðar. Fimmtíu árum seinna hafa þessir draumar orðið að veruleika þökk sé staðfestu ESO við ætlunarverkið.

Europe to the Stars er sagan af þessu ævintýri — saga um forvitni, hugrekki og elju. Saga um uppgötvanir á dýpstu ráðgátum og leyndardómum alheimsins og saga um hönnun, smíði og rekstur öflugustu stjörnusjónauka á jörðinni.

Myndinni er skipt í átta kafla [1] en í hverjum þeirra er athyglinni beint að mikilvægum þætti í sögu ESO. Í Europe to the Stars er fjallað um stofnun ESO og útskýrt hvernig sjónaukar eru smíðaðir og starfræktir en með myndinni fæst einstök sýn á hvernig stjarnvísindin hafa þróast samhliða skilningi okkar á alheiminum.

Kynnir í Europe to the Stars er Dr J, einnig þekktur sem Dr. Joe Liske, umsjónarmaður ESOcast vefþáttaraðarinnar. Í heild er myndin 63 mínútur að lengd og inniheldur texta á tuttugu tungumálum.

Hægt er að sækja Europe to the Stars í ýmsum skráartegundum eða kaupa á Blu-ray eða DVD í plast- eða pappírshulstri. Öll magnkaup má gera á kostnaðarverði en afsláttur veltur á magninu sem keypt er. Kaupendum er frjálst að selja myndina á sínu verði. Lista yfir magnkauptilboð má nálgast hér.

Skýringar

[1] Europe to the Stars hefur einnig birst sem þættir í hinni vinsælu ESOcast vefþáttaröð ESO.

Tengiliðir

Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Tel:  +49-89-3200-6761
Cell:  +49-173-3872-621
Email: lars@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12070

Myndir

Cover of the DVD "Europe to the Stars — ESO’s first 50 years of exploring the southern sky"
Cover of the DVD "Europe to the Stars — ESO’s first 50 years of exploring the southern sky"
texti aðeins á ensku