Tilkynning

Fylgst með þvergöngu Venusar í tunglskininu

14. desember 2012

Þann 6. júní 2012 gekk Venus fyrir sólina frá jörðu séð og birtist sem svartur blettur á skífu sólar. Næst sést þverganga Venusar ekki fyrr en 5. desember 2117. Þverganga þessa árs sást ekki frá stjörnustöðvum Chile því sólin var undir sjóndeildarhring. Þrátt fyrir það nýtti hópur ítalskra stjörnufræðinga undir forystu Paolo Molaro við Instututo Nazionale di Astrofisica við Trieste háskóla, tækifærið og gerði óvenjulega og krefjandi tilraun með því að skoða sólarljósið sem endurkastaðist af tunglinu, til að sjá hvernig það breyttist á meðan þvergangan stóð yfir. Mælingarnar voru gerðar með High Accuracy Radial Velocity Planet Searcher (HARPS) litrófsritanum á 3,6 metra sjónauka ESO í La Silla í Chile og gætu hjálpað stjörnufræðingum að finna reikistjörnur á braut um fjarlægar stjörnur. Stjörnufræðingarnir hafa birt niðurstöður sínar í tímaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Frekari upplýsingar

Sagt er frá þessu í greininni „Detection of the Rossiter–McLaughlin effect in the 2012 June 6 Venus transit“, P. Molaro, L. Monaco, M. Barbieri & S. Zaggia, sem birtist í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society: Letters.

Tenglar

Tengiliðir

Paolo Molaro
INAF - Astronomical Observatory of Trieste
Tel: +39 (0)40 3199299
Email: molaro@oats.inaf.it

Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT & Survey Telescopes Press Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: rhook@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12100

Myndir

Stjörnuslóðir yfir 3,6 metra sjónauka ESO
Stjörnuslóðir yfir 3,6 metra sjónauka ESO