ann13003-is — Tilkynning

ESOcast 52: Stjörnuregn!

Annar hluti Chile Chill raðarinnar

15. janúar 2013

Milli 14. og 16. desember 2012 setti loftsteinadrífan Geminítar upp glæsilega sýningu yfir Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Á meðan loftsteinunum rigndi yfir stjörnustöðina tók Gianluca Lombardi, einn af ljósmyndurum ESO, myndir af sjónarspilinu í meira en 40 klukkustundir.

Geminítar er loftsteinadrífa sem virðist stefna frá stjörnumerkinu Tvíburunum. Drífan verður þegar jörðin plægir sig í gegnum slóð smástirnisins 3200 Phaethon en það gerist einu sinni á ári, í desember. Agnir úr rykslóðinni meðfram braut Phaethon brenna upp í lofthjúpnum svo úr verða skærar, hraðfleygar ljósrákir sem eru einkennandi fyrir loftsteinadrífur.

Þetta er annar hluti Chile Chill þáttaraðar ESOcast þar sem hugmyndin er að kalla fram rólegt andrúmsloft undir ótalsettu myndefni af næturhimninum yfir Chile og stjörnustöðvum ESO. Sjá má Very Large Telescope (VLT) í Paranal skjóta leysigeisla upp í himininn til að útbúa gervistjörnu sem hjálpar sjónaukanum að ná mjög skýrum myndum. Litlir loftsteinar sjást blikka á himninum og sumir skilja eftir sig langar slóðir. Auðvelt er að rugla þeim saman við stöku flugvélar sem fljúga inn á myndina og Alþjóðlegu geimstöðina sem svífur yfir himininn sem bjartur ljósblettur.

Tónlistin undir er eftir Toomas Erm.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 52 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann13003

Myndir

Stjörnuregn — vefvarp í tilefni af Geminíta loftsteinadrífunni
Stjörnuregn — vefvarp í tilefni af Geminíta loftsteinadrífunni

Myndskeið

ESOcast 52: Stjörnuregn — vefvarp í tilefni af loftsteinadrífunni Geminítum
ESOcast 52: Stjörnuregn — vefvarp í tilefni af loftsteinadrífunni Geminítum