Tilkynning

ESOcast 56: Risar í eyðimörkinni

29. apríl 2013

Í nýjasta vefþætti ESOcast fjöllum við um nokkuð stórt vandamál: Hvernig flytur maður 100 tonna risaloftnet ALMA næstum 30 kílómetra upp í háfjallaloftið á Chajnantor hásléttuna í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og það með millímetra nákvæmni?

Sem betur fer höfum við Otto og Lore, flutningabíla ALMA, til taks. Allt við þá er stórt: Þeir eru 20 metra langir, 10 metra breiðir, vega 130 tonn hvor, hafa 700 hestafla vélar og ná mest 20 kílómetra hraða á klukkustund. Otto og Lore eru færanlegar risavélar.

Otto og Lore eru hins vegar ekki aðeins risavélar, heldur líka hárnákvæm tæki sem færa tilstærsta stjörnusjónauka jarðar með millímetra nákvæmni.

Smelltu á hlekkinn til að horfa á ESOcast 56 og sjáðu þessa risa að störfum.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 56 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann13036

Myndir

Screenshot of ESOcast 56
Screenshot of ESOcast 56
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 56: Risar í eyðimörkinni
ESOcast 56: Risar í eyðimörkinni