Horft inn í ryk nærri belti Óríons (samanburður)

Cosmic dust clouds in Messier 78
Orion's Belt
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Þessar myndir eru af svæðinu í kringum Messier 78. Í sýnilegu ljósi sést að hún er endurskinsþoka sem þýðir að rykið í henni endurvarpar ljósi skærra stjarna í kring svo hún fær á sig fölbláan blæ. Mælingar APEX sjónaukans eru appelsíngular og hafa verið lagðar ofan á mynd í sýnilegu ljósi. APEX mælir lengri bylgjulengdir svo hann greinir daufan bjarma frá þéttum og köldum rykkekkjum sem sumir eru meira en -250°C kaldir.

Í sýnilegu ljósi er þetta ryk dimmt og skyggir á. Ein rykslæða sem APEX sér er mjög dimm í sýnilegu ljósi og klýfur Messier 78 i tvennt. Þessi þétta rykslæða er fyrir framan endurskinsþokuna og hleypir bláa ljósinu ekki í gegn. Annað áberandi glóandi ryksvæði sem APEX sér liggur að hluta yfir sýnilega ljósinu frá neðri brún Messier 78. Samsvarandi rykslæða sést ekki í sýnilegu ljósi svo við getum dregið þá ályktun að hún sé fyrir aftan endurskinsþokuna.

Mynd/Myndskeið

ESO

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:eso1219a
Útgáfudagur:Maí 2, 2012, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1219

Myndir

Geimryksský í Messier 78
Geimryksský í Messier 78
Orion's Belt
Orion's Belt
texti aðeins á ensku