Þrír gerólíkir sjónaukar á La SIlla

Construction of the ESO 3.6-metre telescope
La Silla
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi.

Myndirnar tvær, sem hér sjást, voru teknar frá hæsta tindi La Silla fjalls sem rís 2.400 metra yfir sjávarmál á jaðri Atacamaeyðimerkurinn í Chile. Á La Silla var fyrsta stjönustöð ESO komið upp. Gamla myndin var tekin árið 1975 og sýnir nokkra flutningabíla og annan búnað sem notaður var við smíði á hvolfþaki 3,6 metra sjónauka ESO, sem þá var í smíðum á bakvið ljósmyndarann. Vinstra megin sjást vatnstankar stöðvarinnar.

Á nýju myndinni hafa þrír nýir gerólíkir sjónaukar risið. Hægra megin við vatnstankinn er New Technology Telescope (NTT) ESO sem tekinn var´i notkun 23. mars 1989. Þessi 3,58 metra breiði sjónauki var sá fyrsti í heiminum sem útbúinn var tölvustýrðum safnspegli. Hægt var að breyta lögun hans á meðan mælingar stóðu yfir til að bæta myndgæðin. Önnur nýjung var átthyrnda byggingin yfir honum en á henni eru blöðkur sem sjá um loftræstingu og tryggja að loft blæs rólega yfir spegilinn. Þannig var hægt að draga úr ókyrrð og gera myndir skarpari.

Hægra megin við NTT er svissneski 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukinn sem er undir öllu hefðbundnari byggingu. Hann lýtur stjórn Stjörnustöðvar Genfar í Genfarháskóla í Sviss og var tekinn í notkun 12. apríl 1998. Hann er einkum notaður í leit að fjarreikistjörnum á suðurhimni og fann sína fyrstu á braut um stjörnuna Gliese 86 (sjá es9855). Sjónaukinn fylgist líka með breytistjörnum, gammablossum og virkum vetrarbrautakjörnum.

Í forgrunni til hægri er bygging sem kölluð er sarcofago (steinkistan). Hún hýsir TAROT (Télescope à Action Rapide pour les Objets Transitoires, eða Rapid Action Telescope for Transient Objects) sem tekinn var í notkun 15. september 2006. Þessi hraðvirki en tiltölulega litli 25 cm fjarstýrði sjónauki bregst hratt við upplýsingum frá gervitunglum um gammablossa og miðar út staðsetningar þessara skammlífu en dramatísku sprenginga. Athuganir á blossunum gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka myndun svarthola og þróun stjarna í árdaga alheimsins. TAROT er starfræktur í samvinnu nokkur hópa undir forystu Michel Boer frá Observatoire de Haute Provence í Frakklandi.

ESO starfrækir NTT sjónaukann en Leonhard Euler og TAROT sjónaukarnir eru meðal nokkurra þjóðar- og sérverkefnissjónauka á La Silla. Í dag, meira en 40 árum eftir að La Silla stjörnustöðin var sett á laggirnar, er hún enn í fremstu röð í stjarnvísindarannsóknum.

Tenglar

Mynd/Myndskeið

ESO

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:potw1219a
Útgáfudagur:Maí 7, 2012, 10:00 CEST

Myndir

Smíði 3,6 metra sjónauka ESO
Smíði 3,6 metra sjónauka ESO