Kjalarþokan í stjörnumerkinu Kilinum
Þetta kort sýnir staðsetningu Kjalarþokunnar í stjörnumerkinu Kilinum. Kortið sýnir flestar þær stjörnur sem sjá má með berum augum við góðar aðstæður og er þokan sjálf merkt með grænum ferhyrningi í rauða hringnum vinstra megin (merkt 3372 fyrir NGC 3372). Þessi þoka er mjög björt og sést vel í gegnum litla stjörnusjónauka og dauflega með berum augum.
Mynd/Myndskeið:ESO, IAU and Sky & Telescope