Sykursameindir í gasi umhverfis unga stjörnu á borð við sólina

Hópur stjörnufræðinga hefur fundið glýkólaldehýð — einfalt form af sykri — í gasþoku í kringum ungt tvístirni sem er álíka massamikið og sólin og kallast IRAS 16293-2422. Þetta er í fyrsta sinn sem sykur finnst í geimnum umhverfis slíka stjörnu. Uppgötvunin sýnir að byggingareiningar lífs eru á réttum stað á réttum tíma til þess að reikistjörnur, sem eru að myndast í kringum stjörnuna, geti innihaldið þær. Stjörnufræðingarnir fundu sameindirnar með Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA).

Á myndinni sést Ró Ophiuchi stjörnumyndunarsvæðið í innrauðu ljósi eins og það kemur Wide-field Infrared Explorer (WISE) gervitungli NASA fyrir sjónir. IRAS 16293-2422 er rauða fyrirbærið í miðju litla ferhyrningsins. Innfelda myndin er teikning af glýkólaldehýðssameindum og sýnir sameindabyggingu þess (C2H4O2). Kolefnisatóm eru sýnd grá, súrefnisatóm rauð og vetnisatóm hvít.

Á innrauðri mynd WISE af Ró Ophiuchi sýna bláu og blágrænu litirnir ljós með 3,4 og 4,6 míkrómetra bylgjulengd sem berst aðallega frá stjörnunum. Grænu og rauðu litirnir sýna ljós með 12 og 22 míkrómetra bylgjulengdir sem kemur að mestu frá ryki.

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/L. Calçada (ESO) & NASA/JPL-Caltech/WISE Team

Um myndina

Auðkenni:eso1234a
Tungumál:is
Tegund:Háskóli
Útgáfudagur:Ágú 29, 2012, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1234
Stærð:10282 x 10100 px

Um fyrirbærið

Nafn:IRAS 16293-2422, Molecules
Tegund:Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Protostar
Milky Way : Star : Circumstellar Material : Disk : Protoplanetary
Fjarlægð:400 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
13,1 MB

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Innrautt3.4 μm Other
Innrautt4.6 μm Other
Innrautt12 μm Other
Innrautt22 μm Other