Lita-birtugraf af bungu vetrarbrautarinnar
Á þessu grafi er birta meira en 84 milljóna stjarna við miðju vetrarbrautarinnar sýnd sem fall af lit þeirra eins og hann mælist á myndum VISTA sjónaukans sem tilheyra VVV kortlagningunni. Þetta er í fyrsta sinn sem lita-birtugraf af þessu tagi hefur verið dregið upp fyrir alla bungu vetrarbrautarinnar og útkoman er stærsta lita-birtugraf sem gert hefur verið. Bjartari stjörnur eru efst en daufari neðst, rauðari stjörnur til hægri og blárri til vinstri. Flestar stjörnur eru á gula svæðinu en færri á bláa hluta grafsins. Gamlar, rauðar risastjörnur eru ofarlega til hægri og daufari dvergstjörnur neðst.
Mynd/Myndskeið:ESO/VVV Survey/D. Minniti/R. Saito
Um myndina
Auðkenni: | eso1242d |
Tungumál: | is |
Tegund: | Skýringarmynd |
Útgáfudagur: | Okt 24, 2012, 12:00 CEST |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1242 |
Stærð: | 2366 x 2475 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Milky Way, Milky Way Galactic Bulge, Milky Way Galactic Centre, VVV Survey |
Tegund: | Milky Way Milky Way : Galaxy : Component : Bulge Milky Way : Cosmology |
Bakgrunnsmynd