KMOS á Very Large Telescope þegar fyrstu mælingar fóru fram

KMOS tækið á Very Large Telescope í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. KMOS er tæki í algjörum sérflokki því með því er hægt að skoða 24 fyrirbæri samtímis í innrauðu ljósi og kanna eiginleika allra í einu. Með tækinu fást nauðsynleg gögn sem hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig vetrarbrautir uxu og þróuðust í árdaga alheims — miklu hraðar en áður. KMOS er afrakstur samstarfs háskóla og stofnana í Bretlandi og Þýskalandi í samvinnu við ESO.

Á þessari mynd er KMOS silfurlitaða tækið fyrir miðju, umlukið bláum hring sem tengir það við VLT sjónauka 1 sem sést vinstra megin. Hægra megin sést stór silfurlitaður sívalningur sem styður rafkerfi KMOS og gerir þeim kleift að snúast þegar sjónaukinn færist.

Mynd/Myndskeið:

ESO/G. Lombardi (glphoto.it)

Um myndina

Auðkenni:eso1251b
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 12, 2012, 12:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1251
Stærð:5760 x 3840 px

Um fyrirbærið

Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument

Myndasnið

Stór JPEG
6,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
410,9 KB
1280x1024
622,9 KB
1600x1200
845,0 KB
1920x1200
974,3 KB
2048x1536
1,2 MB