Athuganir ALMA á skífu og gasstraumum umhverfis HD 142527

Mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukanum á gas- og rykskífu umhverfis ungu stjörnuna HD 142527 sýna mikla gasstrauma sem flæða yfir geil í skífunni. Þetta eru fyrstu beinu mælingarnar á þessum straumum en þeir eru taldir orsakast af risareikistjörnum sem svolgra í sig gas þegar þær vaxa og er mikilvægt skref í myndun risareikistjarna.

Rykið í ytri skífunni er sýnt í rauðum lit. Þétt gas í straumunum sem flæðir yfir geilina, sem og ytri skífan, eru sýnd í grænum lit. Dreift gas í geilinni í miðjunni er blátt á litinn. Í stefnu klukkan þrjú og klukkan tíu sjást gasþræðir sem streyma frá ytri skífunni í átt að miðjunni. Þétta gasið sem sést er HCO+ en dreifða gasið er CO. Ytri skífan er ríflega tvo ljósár á breitt. Væri þetta okkar eigið sólkerfi væri Voyager 1 geimfarið — sme er fjarlægasti manngerði hluturinn frá jörðinni — um það bil við innri brún ytri skífunnar.

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO), S. Casassus et al.

Um myndina

Auðkenni:eso1301b
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Jan 2, 2013, 19:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1301
Stærð:593 x 593 px

Um fyrirbærið

Nafn:HD 142527
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Disk : Protoplanetary
Fjarlægð:450 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
45,2 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
100,3 KB
1280x1024
154,4 KB
1600x1200
209,2 KB
1920x1200
235,5 KB
2048x1536
299,2 KB

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Millímetri
ALMA Band 7 CO 3-2
866 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array
Millímetri
ALMA Band 7 HCO+ 4-3
840 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array
Millímetri
ALMA Band 7 continuum
870 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array