Hlið við hlið samanburður á mælingum ALMA og teikningu listamanns af skífunni og gasstraumum í kringum HD 142527

Vinstra megin sjást mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sjónaukans á gas- og rykskífunni í kringum ungu stjörnuna HD 142527 en þær sýna gríðarmikinn gasstraum sem flæðir yfir geilina í skífunni. Þetta eru fyrstu beinu mælingarnar á þessum straumum en þeir eru taldir orsakast af risareikistjörnum sem svolgra í sig gas þegar þær vaxa og er mikilvægt skref í myndun risareikistjarna.

Rykið í ytri skífunni er sýnt í rauðum lit. Þétt gas í straumunum sem flæðir yfir geilina, sem og ytri skífan, eru sýnd í grænum lit. Dreift gas í geilinni í miðjunni er blátt á litinn. Í stefnu klukkan þrjú og klukkan tíu sjást gasþræðir sem streyma frá ytri skífunni í átt að miðjunni. Þétta gasið sem sést er HCO+ en dreifða gasið er CO. Ytri skífan er ríflega tvo ljósár á breitt. Væri þetta okkar eigið sólkerfi væri Voyager 1 geimfarið — sme er fjarlægasti manngerði hluturinn frá jörðinni — um það bil við innri brún ytri skífunnar.

Hægra megin sést teikning listamanns af skífunni og gasstraumunum, til skýringar.

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/M. Kornmesser (ESO), S. Casassus et al.

Um myndina

Auðkenni:eso1301c
Tungumál:is
Tegund:Háskóli
Útgáfudagur:Jan 2, 2013, 19:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1301
Stærð:5431 x 2700 px

Um fyrirbærið

Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Disk : Protoplanetary

Myndasnið

Stór JPEG
3,1 MB

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Millímetri
ALMA Band 7 CO 3-2
866 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array
Millímetri
ALMA Band 7 HCO+ 4-3
840 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array
Millímetri
ALMA Band 7 continuum
870 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array