Mælingar VLT/VIMOS af höggbylgju í sprengistjörnuleifinni SN 1006

Nýjar og mjög nákvæmar mælingar Very Large Telescope (VLT) ESO af þúsund ára gamalli sprengistjörnuleif hafa leitt fram vísbendingar um uppruna geimgeisla.

Myndin vinstra megin sýnir sprengistjörnuleifina SN 1006 í heild sinni í útvarpsgeislun (rautt), röntgengeislun (blátt) og sýnilegu ljósi (gult). Næsta mynd þar á eftir, sem samsvarar litla ferningnum á myndinni vinstra megin, er nærmynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af örþunnu höggbylgjusvæði þar sem efnið frá sprengistjörnunni er að rekast á miðgeimsefni. Þriðja myndin sýnir hvernig heildarsviðseiningin í VIMOS mælitækinu skiptir myndinni upp í mörg lítil svæði en ljósið frá hverju og einu er klofið í litróf. Þegar þessi litróf eru rannsökuð er hægt að draga upp kort af eiginleikum fyrirbærisins. Dæmið sem sést til hægri er kort af einum eiginleika gassins (breidd litrófslínunnar) sem er óvenju breytileg og bendir til þess, auk annars, að þar sé að finna mjög hraðskreiðar róteindir.

Mynd/Myndskeið:

ESO, Radio: NRAO/AUI/NSF/GBT/VLA/Dyer, Maddalena & Cornwell, X-ray: Chandra X-ray Observatory; NASA/CXC/Rutgers/G. Cassam-Chenaï, J. Hughes et al., Visible light: 0.9-metre Curtis Schmidt optical telescope; NOAO/AURA/NSF/CTIO/Middlebury College/F. Winkler and Digitized Sky Survey.

Um myndina

Auðkenni:eso1308a
Tungumál:is
Tegund:Háskóli
Útgáfudagur:Feb 14, 2013, 20:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1308
Stærð:7059 x 2179 px

Um fyrirbærið

Nafn:SN 1006
Tegund:Milky Way : Nebula : Type : Supernova Remnant
Fjarlægð:7000 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
3,4 MB

 

Sjá einnig