Mynd VLT af fjarreikistjörnunni HD 95086 b

Þessi mynd frá Very Large Telescope (VLT) ESO sýnir nýfundna reikistjörnu, HD 95086 b, við hlið móðurstjörnunnar. Mælingarnar voru gerðar í innrauðu ljósi með NACO, aðlögunarsjóntækinu í VLT, og tækni sem kallast samanburðarljósmyndun sem bætir skerpuna milli reikistjörnunnar og birtunnar frá móðurstjörnunni. Stjarnan sjálf hefur verið fjarlægð af myndinni (en staðsetning hennar er merkt) svo auðveldara sé að sjá reikistjörnuna daufu sem er neðarlega vinstra megin, undir hringnum.

Blái hringurinn sýnir stærð brautar reikistjörnunnar Neptúnusar í sólkerfinu okkar. 

Stjarnan HD 95086 er svipuð Beta Pictoris og HR 8799 en allar hafa risareikistjörnunur, sem náðst hafa á mynd, í milli 8 og 68 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sér. Stjörnurnar eru allar ungar, massameiri en sólin og umluktar efnisskífum.

Mynd/Myndskeið:

ESO/J. Rameau

Um myndina

Auðkenni:eso1324a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Jún 3, 2013, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1324
Stærð:1632 x 1280 px

Um fyrirbærið

Nafn:HD 95086 b
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Planetary System

Myndasnið

Stór JPEG
218,8 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
116,5 KB
1280x1024
160,7 KB
1600x1200
206,4 KB
1920x1200
223,7 KB
2048x1536
285,9 KB

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
InnrauttVery Large Telescope
NACO

 

Sjá einnig