Stjarnan HD 95086 í stjörnumerkinu Kilinum

Þetta kort sýnir staðsetningu ungu stjörnunnar HD 95086 í stjörnumerkinu Kilinum. Á kortinu sjást flestar þær stjörnur sem greina má með berum augum við góðar aðstæður. Stjarnan HD 95086 er umlukin gas- og rykskífu og hýsir stóra gasreikistjörnu, fjórum til fimm sinnum massameiri en Júpíter. Stjarnan er of dauf til að sjást með berum augum en má greina með handsjónaukum. Reikistjarnan sést ekki í gegnum litla stjörnusjónauka.

Stjarnan tilheyrir hópi stjarna sem kenndur er við stjörnumerkin Mannfákinn og Suðurkrossinn og er talinn milli 10 og 17 milljón ára.

Mynd/Myndskeið:

ESO, IAU and Sky & Telescope

Um myndina

Auðkenni:eso1324b
Tungumál:is
Tegund:Uppdráttur
Útgáfudagur:Jún 3, 2013, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1324
Stærð:3268 x 3356 px

Um fyrirbærið

Tegund:Milky Way : Sky Phenomenon : Night Sky : Constellation

Myndasnið

Stór JPEG
830,0 KB

Þysjanleg