Svæðið í kringum stjörnuna Gliese 667C

Á þessari mynd sést svæðið í kringum stjörnuna Gliese 667 á himinhvolfinu. Bjarta stjarnan í miðjunni eru Gliese 667 A og B en ekki er hægt að greina þær í sundur á þessar mynd. Gliese 667C, þriðja stjarnan í kerfinu, sést sem björt stjarna mjög nálægt og rétt fyrir neðan A og B, í glýjunni frá björtu stjörnunum tveimur. Nákvæmar mælingar nokkurra litrófsrita, þar á meðal HARPS, á vaggi Gliese 667C hafa leitt í ljós sjö reikistjörnur á braut um hana.

Athugaðu að þessi mynd var sett saman úr tveimur ljósmyndum sem teknar voru með nokkurra ára millibili í gegnum mismunandi ljóssíur. Á þeim tíma höfðu Gliese 667AB og C færst nógu mikið til þess að virðast tvöfaldar á þessari mynd; þess vegna er einn blár og einn rauður hringur í kringum stjörnurnar.

Á myndinni sjást líka tvö stjörnumyndunarsvæði, miklu fjarlægari en Gliese 667. Ofarlega vinstra megin sést NGC 6357 en neðst er NGC 6334 (Kattarloppuþokan).

Mynd/Myndskeið:

ESO/Digitized Sky Survey 2. Acknowledgement: Davide De Martin

Um myndina

Auðkenni:eso1328c
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Jún 25, 2013, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1328
Stærð:9428 x 9772 px

Um fyrirbærið

Nafn:Gliese 667
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Planetary System
Constellation:Scorpius

Myndasnið

Stór JPEG
44,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
543,2 KB
1280x1024
951,7 KB
1600x1200
1,4 MB
1920x1200
1,7 MB
2048x1536
2,4 MB

Hnit

Position (RA):17 18 58.87
Position (Dec):-34° 59' 48.22"
Field of view:158.28 x 164.07 arcminutes
Stefna:Norður er 4.2° højre frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
Digitized Sky Survey 2