Fæðing risastjörnu í mismunandi bylgjulengdum

Þessi samsetta mynd frá Spitzer geimsjónauka NASA og ALMA sýnir svæðið í kringum massamikla stjörnumyndunarskýið SDC 335.579-0.292. Ljósmynd Spitzers sýnir innrauðar bylgjulengdir (3,6; 4,5 og 8,0 míkrómetrar) en bylgjulengdirnar sem ALMA greinir eru í kringum þrjá millímetra. Guli bletturinn á miðri mynd ALMA er móðurkviður risastjörnunnar, 500 sinnum massameiri en sólin — sá stærsti sem fundist hefur í Vetrarbrautinni okkar. Fósturstjarnan innan í honum hámar í sig efni sem streymir í átt að henni. Búist er við að skýið muni geta af sér mjög skæra stjörnu sem verður allt að 100 sinnum massameiri en sólin.

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/NASA/JPL-Caltech/GLIMPSE

Um myndina

Auðkenni:eso1331d
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Júl 10, 2013, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1331
Stærð:4096 x 1244 px

Um fyrirbærið

Nafn:SDC 335.579-0.292
Tegund:Milky Way : Nebula : Type : Star Formation
Fjarlægð:11000 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
539,9 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
148,9 KB
1280x1024
210,0 KB
1600x1200
274,4 KB
1920x1200
308,2 KB
2048x1536
374,1 KB

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Innrautt
Channel 1
3.6 μm Spitzer Space Telescope
IRAC (Spitzer)
Innrautt
Channel 2
4.5 μm Spitzer Space Telescope
IRAC (Spitzer)
Innrautt
Channel 4
8.0 μm Spitzer Space Telescope
IRAC (Spitzer)
Millímetri
Band 3
3.2 mmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array

 

Sjá einnig