Teikning af gulu reginrisastjörnunni HR 5171
Á þessari teikningu sést guli reginrisinn HR 5171. Þetta er mjög sjaldgæf tegund stjörnu en aðeins er vitað um rúman tug slíkra í Vetrarbrautinni. Stjarnan er 1300 sinnum breiðari en sólin og því ein af tíu stærstu stjörnum sem vitað er um. Athuganir með Very Large Telescope Interferometer hafa sýnt að hún er í raun mjög þétt tvístirni þar sem fylgistjarnan snertir aðalstjörnuna.
Mynd/Myndskeið:ESO