Satúrnusartunglið Títan í skautunarmælingum SPHERE

Í lofthjúpi Títans er þykk móða sem endurvarpar sýnilegu ljósi frá sólinni. Þar af leiðandi sést ekki niður á yfirborðið og Títan lítur út eins og einkennalaus móðuhnöttur (vinstra megin), ólíkt því sem sést í nær-innrauðu. Ljósdreifing móðunnar er hins vegar mjög skautað, eins og blár himinn á Jörðinni. SPHERE mælitækið er útbúið næmum skautunarmælum em geta mælt hve mikið ljósið er skautað (hægri). Við brún Títans er sterk skautun vegna dreifingar móðuagna. Þessi skautunarmælitækni verður notuð með SPHERE til að leita að endurvörpuðu og þar af leiðandi skautuðu ljósi frá fjarreikistjörnum.

Mynd/Myndskeið:

ESO/J.-L. Beuzit et al./SPHERE Consortium

Um myndina

Auðkenni:eso1417h
Tungumál:is
Tegund:Háskóli
Útgáfudagur:Jún 4, 2014, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1417
Stærð:859 x 421 px

Um fyrirbærið

Nafn:Titan
Tegund:Solar System : Planet : Satellite

Myndasnið

Stór JPEG
203,5 KB

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
SýnilegtVery Large Telescope
SPHERE

 

Sjá einnig