APEX stendur vörð á Chajnantor

Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn horfir til himins eina tunglbjarta nótt á Chajnantor, einum hæsta og þurrasta stjörnuathugunarstað í heiminum. Stjarnfræðilegar gersemar prýða himininn fyrir ofan sjónaukann og eru til vitnis um þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem Atacama svæðið í Chile hefur upp á að bjóða.

Vinstra megin við sjónaukann skína stjörnurnar sem mynda hala Sporðdrekans. Oddinn mynda tvær stjörnur sem eru þétt saman. Þvert yfir himininn liggur svo ljósleit vetrarbrautaslæðan.

Milli Sporðdrekans og næsta stjörnumerkis til hægri, Bogmannsins, sem gnæfir yfir APEX, sést glitrandi stjörnuþyrping. Þetta er lausþyrpingin Messier 7 sem einnig er þekkt undir nafninu Ptólmæosarþyrpingin. Undir Messier 7 og örlítið til hægri er Fiðrildaþyrpingin, Messier 6. Lengra til hægri, rétt fyrir ofan brún APEX, er dauft ský sem lítur út eins og móðublettur. Það er Lónþokan fræga (sjá nærmynd í eso0936).

Loftnet APEX er 12 metra breitt svo hann er stærsti staki hálfsmillímetra sjónaukinn á suðurhveli jarðar. Líkt og nafnið gefur til kynna ryður hann brautina fyrir stærstu hálfsmillímetra stjörnustöð heims, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), sem verður fullbúin árið 2013 (eso1137). Þá deilir APEX hinni 5.000 metra háu Chajnantorsléttu í Chile með 66 loftnetum ALMA. APEX er frumgerð loftnetsins sem smíðað var fyrir ALMA. Hann á að finna fjölmörg fyrirbæri sem ALMA kemur til með að kanna nánar.

Þessa víðmynd tók einn af ljósmyndurum ESO, Babak Tafreshi, með aðdráttarlinsu. Babak er líka stofnandi The World at Night verkefnisins sem snýst um að skapa og sýna fallegar ljósmyndir og myndskeið af fallegum, söguleikum stöðum víða um heim undir stjörnubjörtum himni.

Frekari upplýsingar

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1216a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 16, 2012, 10:00 CEST
Stærð:8500 x 4198 px
Field of View:60° x 40°

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Pathfinder Experiment, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Mounted Image

Myndasnið

Stór JPEG
5,9 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
242,1 KB
1280x1024
383,6 KB
1600x1200
536,9 KB
1920x1200
637,0 KB
2048x1536
811,7 KB