Tunglið og vetrarbrautarslæðan

Þessa fallegu víðmynd af ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array í Andesfjöllunum í Chile, tók Stéphane Guisard, ljósmyndari ESO. Hér sést Chajnantor sléttan sem er í yfir 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og svo skraufþurr að hvergi í heiminum eru betri aðstæður fyrir þessa tegund stjörnusjónauka sem rannsakar millímetra og hálfsmillímetra geislun utan úr geimnum.

Á myndinni sjást fjölmörg stór loftnet. Fullbúin verður ALMA útbúin 54 svona loftnetum sem eru 12 metra breið. Yfir röðinni sést tignarleg, bogadregin vetrarbrautarslæðan. Þegar myndin var tekin var tunglið við miðju vetrarbrautarinnar á himninum og baðar loftnetin með birtu sinni. Vinstra megin á himninum má sjá Stóra og Litla Magellansskýið, stærstu dverg-fylgivetrarbrautir okkar, sem bjarta móðubletti. Nærri Litla Magellansskýinu glitrar björt loftsteinarák.

Hægra megin sjást nokkur minni 7 metra loftnet ALMA en tólf slík munu saman mynda Atacama Compact Array. Enn lengra til hægri sést bjarminn frá tæknibyggingu stjörnustöðvarinnar. Fyrir aftan hana rís tindur Cerro Chajnantor.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Guisard (www.eso.org/~sguisard)

Um myndina

Auðkenni:potw1217a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 12, 2022, 15:07 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso2208-eht-mw
Stærð:8214 x 2305 px
Field of View:210° x 65°

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Milky Way, Moon, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
6,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
293,1 KB
1280x1024
488,4 KB
1600x1200
598,2 KB
1920x1200
721,1 KB
2048x1536
857,3 KB